Facebook-fjárfestir sakar stjórn Twitter um að reykja gras Kjartan Atli Kjartansson skrifar 17. september 2014 16:53 Orð Thiel hafa vakið athygli. Orð fjárfestisins Peter Thiel um stjórnendur samskiptamiðilsins Twitter hafa vakið athygli. Thiel, sem var fyrstur til þess að leggja fé í Facebook, sagði í viðtali á CNBC að svo virtist sem stjórnendur Twitter reyktu mikið gras og það bitnaði á gengi fyrirtæksins. „Það er erfitt að meta Twitter. Fyrirtækið er mjög efnilegt en því er hræðilega illa stýrt. Líklega er mikið gras reykt þar. En vörumerkið er svo sterkt að fyrirtækinu gengur vel þrátt fyrir allt,“ sagði Thiel. Bijan Sabet, sem hefur fjárfest í Twitter, svaraði Thiel í tísti og sagði: „Ég hef aldrei hitti Peter, en orð hans eru mjög ljót, kjánaleg og röng.“ Á vef Business Insider kemur fram að annað ársfjórðungsuppgjör Twitter hafi sýnt góða afkomu; verið betra en menn á Wall Street höfðu búist við. Business Insider bendir einnig á að Thiel hafi mjög fastmótaðar hugmyndir um frumkvöðlastarfsemi. Hann telur að of margir fari í háskóla og hefur sagst vilja búa til frjálslynt ríki á palli úti á hafi. Jason Goldman, stjórnarmaður Twitter, notaði einmitt þessar hugmyndir til þess að svara Thiel: „Hversu skakkur varstu þegar þú vildi búa á palli úti á hafi? „Þetta er eins og...nei þetta *er* Vatnaveröld, maður,““ sagði Goldman í gegnum Twitter. Hér að neðan má sjá Thiel á CNBC og heyra orð hans. Hér má svo sjá tístið frá Goldman: Yo but how high were you when you decided to go live on an ocean platform. "No not like. It *is* Waterworld man." pic.twitter.com/rb3DHOfusQ— Jason Goldman (@goldman) September 17, 2014 Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Orð fjárfestisins Peter Thiel um stjórnendur samskiptamiðilsins Twitter hafa vakið athygli. Thiel, sem var fyrstur til þess að leggja fé í Facebook, sagði í viðtali á CNBC að svo virtist sem stjórnendur Twitter reyktu mikið gras og það bitnaði á gengi fyrirtæksins. „Það er erfitt að meta Twitter. Fyrirtækið er mjög efnilegt en því er hræðilega illa stýrt. Líklega er mikið gras reykt þar. En vörumerkið er svo sterkt að fyrirtækinu gengur vel þrátt fyrir allt,“ sagði Thiel. Bijan Sabet, sem hefur fjárfest í Twitter, svaraði Thiel í tísti og sagði: „Ég hef aldrei hitti Peter, en orð hans eru mjög ljót, kjánaleg og röng.“ Á vef Business Insider kemur fram að annað ársfjórðungsuppgjör Twitter hafi sýnt góða afkomu; verið betra en menn á Wall Street höfðu búist við. Business Insider bendir einnig á að Thiel hafi mjög fastmótaðar hugmyndir um frumkvöðlastarfsemi. Hann telur að of margir fari í háskóla og hefur sagst vilja búa til frjálslynt ríki á palli úti á hafi. Jason Goldman, stjórnarmaður Twitter, notaði einmitt þessar hugmyndir til þess að svara Thiel: „Hversu skakkur varstu þegar þú vildi búa á palli úti á hafi? „Þetta er eins og...nei þetta *er* Vatnaveröld, maður,““ sagði Goldman í gegnum Twitter. Hér að neðan má sjá Thiel á CNBC og heyra orð hans. Hér má svo sjá tístið frá Goldman: Yo but how high were you when you decided to go live on an ocean platform. "No not like. It *is* Waterworld man." pic.twitter.com/rb3DHOfusQ— Jason Goldman (@goldman) September 17, 2014
Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira