Apple hjálpar notendum að losa sig við U2 Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2014 19:12 Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, og U2 á kynningunni. Vísir/AFP Á kynningu Apple á Apple Watch og iPhone 6 og 6 plus þann 9. september síðastliðinn, steig hljómsveitin U2 á svið og flutti nýtt lag af plötunni Songs of Innocence. Eftir kynninguna urðu árvökulir notendur iTunes tónlistarspilarans varir við að plötunni hafði verið niðurhalað í tölvu þeirra. Án kostnaðar, en þó án samþykkis. Margir hverjir kunnu þó ekki að meta þetta framlag Apple. Einhverjir settur sig í samband við fyrirtækið því þau kunnu ekki að eyða lögunum af tölvum sínum. „Hluti viðskiptavina okkar óskuðu eftir leiðum til að eyða Songs of Innocence úr tölvum sínum,“ hefur BBC eftir Adam Howorth, talsmanni Apple. Fyrirtækið útbjó því einfalda leið svo notendur gætu auðveldlega eytt lögunum. Fimm hundruð milljónir manna í 119 löndum fengu ókeypis aðgang að lögum U2. Bono, söngvari U2, skrifaði á heimasíðu hljómsveitarinnar að margir sem hafi aldrei áður hlustað á lög þeirra gætu gert það nú. Þar tók hann fram að Apple hafi greitt fyrir ómakið. BBC telur að samstarf Apple við U2 hafi kostað allt að hundrað milljónir dala, eða um tólf milljarða króna. Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Á kynningu Apple á Apple Watch og iPhone 6 og 6 plus þann 9. september síðastliðinn, steig hljómsveitin U2 á svið og flutti nýtt lag af plötunni Songs of Innocence. Eftir kynninguna urðu árvökulir notendur iTunes tónlistarspilarans varir við að plötunni hafði verið niðurhalað í tölvu þeirra. Án kostnaðar, en þó án samþykkis. Margir hverjir kunnu þó ekki að meta þetta framlag Apple. Einhverjir settur sig í samband við fyrirtækið því þau kunnu ekki að eyða lögunum af tölvum sínum. „Hluti viðskiptavina okkar óskuðu eftir leiðum til að eyða Songs of Innocence úr tölvum sínum,“ hefur BBC eftir Adam Howorth, talsmanni Apple. Fyrirtækið útbjó því einfalda leið svo notendur gætu auðveldlega eytt lögunum. Fimm hundruð milljónir manna í 119 löndum fengu ókeypis aðgang að lögum U2. Bono, söngvari U2, skrifaði á heimasíðu hljómsveitarinnar að margir sem hafi aldrei áður hlustað á lög þeirra gætu gert það nú. Þar tók hann fram að Apple hafi greitt fyrir ómakið. BBC telur að samstarf Apple við U2 hafi kostað allt að hundrað milljónir dala, eða um tólf milljarða króna.
Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira