Viðskipti erlent

Microsoft kaupir Minecraft fyrir 300 milljarða

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Minecraft verður áfram í boði á iOS og Android tækjum eftir kaupin. Leikurinn hefur ekki verið í boði á Windows Phone tækjum.
Minecraft verður áfram í boði á iOS og Android tækjum eftir kaupin. Leikurinn hefur ekki verið í boði á Windows Phone tækjum.
Microsoft hefur tilkynnt um kaup á tölvuleikjaframleiðandanum Mojang, framleiðanda tölvuleiksins Minecraft. Sögusagnir þess efnis hafa gengið á netinu síðan í síðustu viku en hugbúnaðarrisinn staðfesti kaupin í dag.



Microsoft þarf að punga út 2,5 milljörðum dala, jafnvirði tæplega 297 milljarða íslenskra króna, fyrir fyrirtækið. Gert er ráð fyrir því að kaupin gangi í gegn fyrir árslok.



„Minecraft hjálpar til við að gera leikjaflóruna hjá okkur fjölbreyttari og hjálpar okkur að ná til nýrra spilara á mismunandi leikjatölvum,“ er haft eftir Phil Spencer, sem stjórnar Xbox-deildinni hjá Microsoft, í tilkynningu.



Höfundur Minecraft, Markus Persson, fylgir fyrirtækinu ekki yfir til Microsoft en samkvæmt talsmanni Mojang hefur hann ekki áhuga á að eiga eða taka þátt í jafn stóru fyrirtæki og Mojang varð eftir að Minecraft sló í gegn.

Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Microsoft gaf út eftir að kaupin voru tilkynnt.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×