Færeyingar fríska upp á olíuborpall Kristján Már Unnarsson skrifar 21. september 2014 13:30 Borpallurinn West Hercules á Skálafirði í Færeyjum. Atlantic Supply Base/Eli Lassen. Einn stærsti olíuborpallur heims, risapallurinn West Hercules, hefur undanfarinn mánuð verið í viðamikilli klössun í Færeyjum. Talsmenn þeirra færeysku fyrirtækja, sem koma að vinnunni, eins og forstjóri skipasmiðjunnar Mest, hafa í viðtölum við oljan.fo lýst stolti yfir því að Færeyingum skuli hafa verið falið svo umfangsmikið og vandmeðfarið verkefni. Borpallurinn kom inn til Skálafjarðar þann 19. ágúst síðastliðinn en þar er olíuþjónustumiðstöðin í Rúnavík. Um eitthundrað Færeyingar koma að verkinu og er unnið allan sólarhringinn. Allt að fimmhundruð manns tengjast þó verkinu, þar á meðal starfsmenn borpallsins. Hann er í eigu norska félagsins Seadrill en Statoil hefur pallinn á leigu.Hótelskipið Nordstjernen í höfn í Rúnavík.Atlantic Supply Base/Eli Lassen.Allt hótelrými er upptekið í Rúnavík og nágrannabæjum og þurfti að fá sérstakt hótelskip frá Noregi, Nordstjernen, til Skálafjarðar til að hýsa mannskapinn. Til marks um umfangið fyrir færeyskt samfélag, þar sem 48 þúsund manns búa, má geta þess að hlutfallslega er það álíka stórt og 600-700 manna verkefni fyrir Ísland.Skrúfubúnaður borpallsins er endurnýjaðar í Rúnavík.Atlantic Supply Base/Eli Lassen.Stærsti verkhlutinn felst í að endurnýja skrúfubúnað borpallsins, sem hefur það hlutverk að halda honum stöðugum meðan á borun stendur, en einnig að knýja hann áfram milli staða. Þá er jafnframt verið að endurnýja leiðslur í pallinum. Þetta er í annað sinn sem Færeyingar taka að sér að klassa olíuborpall. Fyrsta verkið var árið 2006, þegar skoski borpallurinn Stena Don kom inn til Þórshafnar til endurnýjunar. West Hercules boraði tvær holur í lögsögu Færeyja í sumar en án þess að olía fyndist í vinnanlegu magni. Frá Færeyjum heldur hann til Nýfundnalands í Kanada að bora fleiri holur fyrir Statoil.Mikil umsvif eru í þjónustuhöfninni í Rúnavík þessa dagana.Atlantic Supply Base/Eli Lassen. Tengdar fréttir Aldrei lagt jafn mikið í olíuleit í Færeyjum Mesta og dýrasta átak til þessa til að finna olíu við Færeyjar er hafið. Borpallur er kominn í lögsögu eyjanna til að bora tvær holur sem kosta munu allt að fjörutíu milljarða króna. 17. maí 2014 20:15 Færeyingar tilbúnir að sjá um Drekann Færeyingar bjóða olíubæinn Rúnavík fram sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit á Drekasvæðinu. 8. apríl 2013 18:57 Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00 Dysnes við Eyjafjörð verði þjónustuhöfn Norðurslóða Félag var stofnað í dag um átján milljarða króna uppbyggingu hafnar á Dysnesi við Eyjafjörð til að þjóna verkefnum á Norðurslóðum. Aðstandendur vonast til að framkvæmdir hefjist á næsta ári. 23. maí 2013 18:45 Engin olía í Færeyjum Færeyingar þurfa enn að bíða eftir olíunni. Norska olíufélagið Statoil tilkynnti í morgun að engin olía hefði fundist við borun á Brugdan 2-brunninum um 130 kílómetra suðaustur af eyjunum. 27. júní 2014 09:00 Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15 Vonbrigði í Færeyjum Vottur af kolvetnum var staðfestur en ekki í vinnanlegu magni, segir í tilkynningu Jarðfeingis, orkustofnunar Færeyja í dag, um nýjustu olíuborun við eyjarnar. 15. ágúst 2014 15:15 Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Einn stærsti olíuborpallur heims, risapallurinn West Hercules, hefur undanfarinn mánuð verið í viðamikilli klössun í Færeyjum. Talsmenn þeirra færeysku fyrirtækja, sem koma að vinnunni, eins og forstjóri skipasmiðjunnar Mest, hafa í viðtölum við oljan.fo lýst stolti yfir því að Færeyingum skuli hafa verið falið svo umfangsmikið og vandmeðfarið verkefni. Borpallurinn kom inn til Skálafjarðar þann 19. ágúst síðastliðinn en þar er olíuþjónustumiðstöðin í Rúnavík. Um eitthundrað Færeyingar koma að verkinu og er unnið allan sólarhringinn. Allt að fimmhundruð manns tengjast þó verkinu, þar á meðal starfsmenn borpallsins. Hann er í eigu norska félagsins Seadrill en Statoil hefur pallinn á leigu.Hótelskipið Nordstjernen í höfn í Rúnavík.Atlantic Supply Base/Eli Lassen.Allt hótelrými er upptekið í Rúnavík og nágrannabæjum og þurfti að fá sérstakt hótelskip frá Noregi, Nordstjernen, til Skálafjarðar til að hýsa mannskapinn. Til marks um umfangið fyrir færeyskt samfélag, þar sem 48 þúsund manns búa, má geta þess að hlutfallslega er það álíka stórt og 600-700 manna verkefni fyrir Ísland.Skrúfubúnaður borpallsins er endurnýjaðar í Rúnavík.Atlantic Supply Base/Eli Lassen.Stærsti verkhlutinn felst í að endurnýja skrúfubúnað borpallsins, sem hefur það hlutverk að halda honum stöðugum meðan á borun stendur, en einnig að knýja hann áfram milli staða. Þá er jafnframt verið að endurnýja leiðslur í pallinum. Þetta er í annað sinn sem Færeyingar taka að sér að klassa olíuborpall. Fyrsta verkið var árið 2006, þegar skoski borpallurinn Stena Don kom inn til Þórshafnar til endurnýjunar. West Hercules boraði tvær holur í lögsögu Færeyja í sumar en án þess að olía fyndist í vinnanlegu magni. Frá Færeyjum heldur hann til Nýfundnalands í Kanada að bora fleiri holur fyrir Statoil.Mikil umsvif eru í þjónustuhöfninni í Rúnavík þessa dagana.Atlantic Supply Base/Eli Lassen.
Tengdar fréttir Aldrei lagt jafn mikið í olíuleit í Færeyjum Mesta og dýrasta átak til þessa til að finna olíu við Færeyjar er hafið. Borpallur er kominn í lögsögu eyjanna til að bora tvær holur sem kosta munu allt að fjörutíu milljarða króna. 17. maí 2014 20:15 Færeyingar tilbúnir að sjá um Drekann Færeyingar bjóða olíubæinn Rúnavík fram sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit á Drekasvæðinu. 8. apríl 2013 18:57 Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00 Dysnes við Eyjafjörð verði þjónustuhöfn Norðurslóða Félag var stofnað í dag um átján milljarða króna uppbyggingu hafnar á Dysnesi við Eyjafjörð til að þjóna verkefnum á Norðurslóðum. Aðstandendur vonast til að framkvæmdir hefjist á næsta ári. 23. maí 2013 18:45 Engin olía í Færeyjum Færeyingar þurfa enn að bíða eftir olíunni. Norska olíufélagið Statoil tilkynnti í morgun að engin olía hefði fundist við borun á Brugdan 2-brunninum um 130 kílómetra suðaustur af eyjunum. 27. júní 2014 09:00 Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15 Vonbrigði í Færeyjum Vottur af kolvetnum var staðfestur en ekki í vinnanlegu magni, segir í tilkynningu Jarðfeingis, orkustofnunar Færeyja í dag, um nýjustu olíuborun við eyjarnar. 15. ágúst 2014 15:15 Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Aldrei lagt jafn mikið í olíuleit í Færeyjum Mesta og dýrasta átak til þessa til að finna olíu við Færeyjar er hafið. Borpallur er kominn í lögsögu eyjanna til að bora tvær holur sem kosta munu allt að fjörutíu milljarða króna. 17. maí 2014 20:15
Færeyingar tilbúnir að sjá um Drekann Færeyingar bjóða olíubæinn Rúnavík fram sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit á Drekasvæðinu. 8. apríl 2013 18:57
Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00
Dysnes við Eyjafjörð verði þjónustuhöfn Norðurslóða Félag var stofnað í dag um átján milljarða króna uppbyggingu hafnar á Dysnesi við Eyjafjörð til að þjóna verkefnum á Norðurslóðum. Aðstandendur vonast til að framkvæmdir hefjist á næsta ári. 23. maí 2013 18:45
Engin olía í Færeyjum Færeyingar þurfa enn að bíða eftir olíunni. Norska olíufélagið Statoil tilkynnti í morgun að engin olía hefði fundist við borun á Brugdan 2-brunninum um 130 kílómetra suðaustur af eyjunum. 27. júní 2014 09:00
Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15
Vonbrigði í Færeyjum Vottur af kolvetnum var staðfestur en ekki í vinnanlegu magni, segir í tilkynningu Jarðfeingis, orkustofnunar Færeyja í dag, um nýjustu olíuborun við eyjarnar. 15. ágúst 2014 15:15