Fólk í London tilbúið að gefa barnið sitt fyrir frítt Wi-Fi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 30. september 2014 12:14 Ókeypis Wi-Fi getur verið gulls ígildi í stórborgum. Vísir/getty Að komast í góða nettengingu í stórborgum er oft enginn hægðarleikur. Víða er boðið upp á ókeypis aðgang að netinu. Fólk þarf þá að samþykkja skilmála fyrirtækja og jafnvel stundum horfa á auglýsingar. Algengt er að þeir sem tengjast netinu á þennan hátt, í gegnum ókeypis Wi-Fi, lesi ekki skilmálana sem þeir þurfa að samþykkja áður en þeir tengjast. Í niðurstöðum tilraunar sem finnska fyrirtækið F-Secure gerði í London í júni – og voru birtar í síðustu viku – kemur fram að sex manns voru tilbúnir að gefa elsta barnið sitt fyrir að fá að tengjast netinu frítt. F-Secure naut aðstoðar Europol við framkvæmd tilraunarinnar. Talsmaður fyrirtækisins segir að fyrirtækið muni ekki nýta sér forræðið yfir börnum fólksins. Tilraunin þykir sýna að margir samþykkja skilmála án þess að lesa þá. „Þar sem þetta var tilraun ætlum við að skila forræðinu aftur til foreldranna,“ segir í yfirlýsingu fyrirtækisins, sem birtist í frétt Guardian um málið. Í frétt Guardian kemur fram að búnaðurinn sem notaður var til þess að búa til nettengingu fyrir símanotendur var ódýr og að margir tölvuþrjótar gætu sett upp svona tengingu og komist yfir lykilorð og viðkvæm gögn í símum þeirra sem tengdust. Í niðurstöðum rannsóknar F-Secure kemur fram að rannsakendur telji að auka þurfi fræðslu yfir Wi-Fi nettengingar. Þeir telja að auka þurfi gegnsæi í opnum tengingum.Washington Post hefur einnig fjallað um málið. Í þeirri umfjöllun voru ýmsar niðurstöður ýmissa annarra rannsókna, sem fjalla um svipuð mál, rifjaðar upp. Til dæmis að 12 prósent fullorðinna vilji frekar lesa símaskrána en skilamála sem þeir samþykkja á netinu. Í niðurstöðum sömu rannsóknar kemur fram að 56 prósent manns vilji frekar lesa leiðbeiningabæklinga og kreditkortayfirlit en skilmála á netinu. Í frétt Washington Post kemur einnig fram að ef meðal einstaklingur myndi lesa alla þá skilmála sem hann samþykkir myndi hann eyða 76 dögum á ári í að lesa þá. Einnig hefur komið fram að lesskilningur fólks er minni í gegnum netið en marga grunar. Í niðurstöðum rannsóknar frá 2008 kemur fram að fólk les um 20 prósent af orðum sem það telur sig hafa lesið í gegnum netið. Þar segir að fólk skimi hratt yfir texta og kafi ekki nægilega djúpt ofan í merkingu hans. Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Að komast í góða nettengingu í stórborgum er oft enginn hægðarleikur. Víða er boðið upp á ókeypis aðgang að netinu. Fólk þarf þá að samþykkja skilmála fyrirtækja og jafnvel stundum horfa á auglýsingar. Algengt er að þeir sem tengjast netinu á þennan hátt, í gegnum ókeypis Wi-Fi, lesi ekki skilmálana sem þeir þurfa að samþykkja áður en þeir tengjast. Í niðurstöðum tilraunar sem finnska fyrirtækið F-Secure gerði í London í júni – og voru birtar í síðustu viku – kemur fram að sex manns voru tilbúnir að gefa elsta barnið sitt fyrir að fá að tengjast netinu frítt. F-Secure naut aðstoðar Europol við framkvæmd tilraunarinnar. Talsmaður fyrirtækisins segir að fyrirtækið muni ekki nýta sér forræðið yfir börnum fólksins. Tilraunin þykir sýna að margir samþykkja skilmála án þess að lesa þá. „Þar sem þetta var tilraun ætlum við að skila forræðinu aftur til foreldranna,“ segir í yfirlýsingu fyrirtækisins, sem birtist í frétt Guardian um málið. Í frétt Guardian kemur fram að búnaðurinn sem notaður var til þess að búa til nettengingu fyrir símanotendur var ódýr og að margir tölvuþrjótar gætu sett upp svona tengingu og komist yfir lykilorð og viðkvæm gögn í símum þeirra sem tengdust. Í niðurstöðum rannsóknar F-Secure kemur fram að rannsakendur telji að auka þurfi fræðslu yfir Wi-Fi nettengingar. Þeir telja að auka þurfi gegnsæi í opnum tengingum.Washington Post hefur einnig fjallað um málið. Í þeirri umfjöllun voru ýmsar niðurstöður ýmissa annarra rannsókna, sem fjalla um svipuð mál, rifjaðar upp. Til dæmis að 12 prósent fullorðinna vilji frekar lesa símaskrána en skilamála sem þeir samþykkja á netinu. Í niðurstöðum sömu rannsóknar kemur fram að 56 prósent manns vilji frekar lesa leiðbeiningabæklinga og kreditkortayfirlit en skilmála á netinu. Í frétt Washington Post kemur einnig fram að ef meðal einstaklingur myndi lesa alla þá skilmála sem hann samþykkir myndi hann eyða 76 dögum á ári í að lesa þá. Einnig hefur komið fram að lesskilningur fólks er minni í gegnum netið en marga grunar. Í niðurstöðum rannsóknar frá 2008 kemur fram að fólk les um 20 prósent af orðum sem það telur sig hafa lesið í gegnum netið. Þar segir að fólk skimi hratt yfir texta og kafi ekki nægilega djúpt ofan í merkingu hans.
Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira