Að sögn Jóns Gunnars Zoëga, forseta áfrýjunardómstólsins, var málinu vísað frá vegna þess að Íþróttabandalag Reykjavíkur var ranglega talinn aðili að málinu af kæranda.
„ÍBR kom þessu ekkert við þannig lagað,“ segir Jón Gunnar. „Þetta er bara misskilningur.“
Hann segir að ekki hafi einu sinni þurft að flytja málið í dag vegna þessara mistaka. Hann kveðst ekki þekkja það hvenær málið fyrnist eða hvort það geti mögulega ratað aftur fyrir dómstóla.

Yfirdómnefnd Reykjavíkurmaraþons taldi þó ekki sannað að hjólreiðamennirnir hefðu aðstoðað Arnar í hlaupinu. Jafnframt hafi sigur hans hafi verið það afgerandi að þeir hefðu ekki haft áhrif á úrslitin, en Arnar kom í mark rúmum níu mínútum á undan næsta manni.