Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn fjarlægir villandi línurit um fylgi flokksins

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Bláa línan er sú sem Sjálfstæðisflokkurinn birti en rauða línan er þróun á fylgi flokksins í þingkosningum síðustu ár.
Bláa línan er sú sem Sjálfstæðisflokkurinn birti en rauða línan er þróun á fylgi flokksins í þingkosningum síðustu ár. Vísir / Samsett mynd
Sjálfstæðisflokkurinn hefur fjarlægt línurit af vefsíðu flokksins sem sýndi skakka mynd af fylgisþróun hans í þingkosningum síðustu áratugi. Vakin var athygli á línuritinu á Facebook í dag og þeirri staðreynda að það hafi verið fjarlægt.

Svo virðist sem línuritið hafi byggt á réttum upplýsingum en að því hafi verið snúið á þann veg að ekki hafi verið um jafn mikið fylgistap að ræða og raunin er.

Enn er hægt að skoða línuritið á Vefsafninu sem Landsbókasafn Íslands heldur úti með afriti af vefsíðum aftur í tímann. Sé línurit framkallað með sömu forsendum og það sem vísað var í á vefnum kemur hinsvegar glögglega í ljós að átt hafi verið við myndina.

Vísir leitaði skýringa á þessu í dag hjá vefstjóra Sjálfstæðisflokksins. Þau svör fengust að línuritið hafi verið tekið úr birtingu sökum ábendinga um að það sýndi ekki rétta mynd af þróun fylgisins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×