Innlent

Leggja aftur til að frídagar verði færðir að helgi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Róbert Marshall er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Róbert Marshall er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Vísir / Daníel
Þingmenn Bjartrar framtíðar hafa aftur lagt fram frumvarp á þingi um breytingar á fyrirkomulagi frídaga hér á landi. Frumvarpinu er ætlað að tryggja aukið hagræði vegna frídaga sem koma upp í miðri viku eða um helgi.

Vilja þingmenn flokksins að frídagar vegna uppstigningardags og sumardagsins fyrsta að næsta föstudag eftir að þá beri upp og að ef jóladagur, annar í jólum, nýársdagur og 17. júní beri upp á helgi skuli veita frídag næsta virka dag á eftir. Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir því að gefið verði frí á vegna frídags verkafólks fyrsta mánudag í maí.

Frumvarpið hefur tvisvar áður verið lagt fram en í annað skiptið gekk það til velferðarnefndar þar sem umsagnir bárust frá ýmsum aðilum. Í greinargerðinni segir að í umsögnunum hafi almennt verið tek vil í tillögurnar. Róbert Marshall er fyrsti flutningsmaður framvarpsins sem er lagt fram óbreytt.

Verði frumvarpið samþykkt taka lögin gildi frá og með næstu áramótum og verður því árið 2015 það fyrsta þar sem reynir á nýja fyrirkomulagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×