Sigmundur Davíð um stjórnarandstöðuna: „Endursýna gamalt efni“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. október 2014 16:36 Orð Sigmundar Davíðs um endursýnt efni féllu í grýttan jarðveg hjá stjórnarandstöðunni. Vísir / GVA „Stjórnarandstaðan virðist hafa valið þennan dag til að endursýna gamalt efni,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í sérstökum umræðum um úthlutun menningarstyrkja á Alþingi í dag. Furðaði hann sig á umræðunni þar sem hún snéri um lið á fjárlögum sem samþykktur var 2012. Þessum ummælum tóku stjórnarandstöðuþingmenn illa og bentu á að óskað hafi verið eftir umræðunni í febrúar síðastliðnum og hún væri fyrst núna komin á dagskrá. „Hæstvirtur forsætisráðherra atyrti hér háttvirtan þingmann Brynhildi Pétursdóttur fyrir að efna til sérstakrar umræðu sem hún er búin að bíða eftir að fá svar við síðan í febrúar,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um gagnrýni Sigmundar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tók í sama streng. „Hér þurfa háttvirtir þingmenn, eins og háttvirtur þingmaður Brynhildur Pétursdóttir, að bíða mánuðum saman eftir að fá sérstaka umræðu um mál sem varðar góða stjórnsýslu og stjórnsýsluhætti, fá síðan yfir sig ádrepi yfir það að ljá máls á þessu máli, eftir að hafa beðið lengi eftir að taka það upp,“ sagði hún meðal annars. Styrkveitingarnar sem um ræðir er 205 milljónir sem veittar voru til atvinnuskapandi minjaverkefna. Mörg þeirra verkefna sem styrkt voru gátu sótt um styrki í samkeppnissjóðum. Ríkisendurskoðun gagnrýndi hvernig forsætisráðuneytið stóð að úthlutun styrkjanna í skýrslu sem kom út í júní síðastliðnum. Þar hvatti stofnunin ráðuneytið til að setja sér skýrar verklagsreglur um styrkveitingar. Þó að sérstaka umræðan sé að fara fram í dag er þetta ekki í fyrsta sinn sem málið kemur til umfjöllunar. Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, hefur lagt fram tvær fyrirspurnir um málið fyrir forsætisráðherra en hún óskaði eftir umræðunni. Alþingi Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
„Stjórnarandstaðan virðist hafa valið þennan dag til að endursýna gamalt efni,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í sérstökum umræðum um úthlutun menningarstyrkja á Alþingi í dag. Furðaði hann sig á umræðunni þar sem hún snéri um lið á fjárlögum sem samþykktur var 2012. Þessum ummælum tóku stjórnarandstöðuþingmenn illa og bentu á að óskað hafi verið eftir umræðunni í febrúar síðastliðnum og hún væri fyrst núna komin á dagskrá. „Hæstvirtur forsætisráðherra atyrti hér háttvirtan þingmann Brynhildi Pétursdóttur fyrir að efna til sérstakrar umræðu sem hún er búin að bíða eftir að fá svar við síðan í febrúar,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um gagnrýni Sigmundar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tók í sama streng. „Hér þurfa háttvirtir þingmenn, eins og háttvirtur þingmaður Brynhildur Pétursdóttir, að bíða mánuðum saman eftir að fá sérstaka umræðu um mál sem varðar góða stjórnsýslu og stjórnsýsluhætti, fá síðan yfir sig ádrepi yfir það að ljá máls á þessu máli, eftir að hafa beðið lengi eftir að taka það upp,“ sagði hún meðal annars. Styrkveitingarnar sem um ræðir er 205 milljónir sem veittar voru til atvinnuskapandi minjaverkefna. Mörg þeirra verkefna sem styrkt voru gátu sótt um styrki í samkeppnissjóðum. Ríkisendurskoðun gagnrýndi hvernig forsætisráðuneytið stóð að úthlutun styrkjanna í skýrslu sem kom út í júní síðastliðnum. Þar hvatti stofnunin ráðuneytið til að setja sér skýrar verklagsreglur um styrkveitingar. Þó að sérstaka umræðan sé að fara fram í dag er þetta ekki í fyrsta sinn sem málið kemur til umfjöllunar. Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, hefur lagt fram tvær fyrirspurnir um málið fyrir forsætisráðherra en hún óskaði eftir umræðunni.
Alþingi Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira