Gluggalausar en tæknivæddar flugvélar framtíðarinnar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. október 2014 22:19 Hægt væri að fylgjast með útsýninu á rauntíma. Mynd/CPI/Youtube Í framtíðinni gætu flugvélar orðið gluggalausar, og veggirnir útbúnir með sérstökum tölvubúnaði þannig að hægt verði að sjá útsýnið á alla kanta. Fyrirtækið Centre for Process Innovation (CPI) sérhæfir sig í nýsköpun; vinnur með fyrirtækjum að þróa hugmyndir sem koma sér vel til framtíðar. Fyrirtækið hefur nú birt myndband af flugvélum framtíðarinnar. Með því að taka í burtu þykka glugga flugvélanna eins og við þekkjum þær nú á dögum væri hægt að spara bensín, styrkja vélarnar, stækka sætin og með hjálp tölvutækninnar njóta útsýnisins úr fluginu sem aldrei fyrr. Með sérstökum tölvubúnaði væri hægt að varpa myndum á veggi flugvélarinnar og þannig fylgjast með hvað væri að gerast utandyra á rauntíma. Dr. Jon Helliwell, talsmaður CPI, bendir á að fraktflugvélar séu gluggalausar því það spari eldsneytiskostnað. „Og ef maður hugsar málið, þá sér maður að ef þetta yrði gert í farþegafluginu myndu í raun bara farþegarnir í gluggasætunum finna fyrir því ef gluggarnir væru fjarlægðir." En til þess að allir geti notið útsýnisins sé hægt að vinna með nýjustu tækni. Helliwell telur að hugmyndin taki tíu ár í þróun. Talið er að gífurlegur sparnaður á eldsneyti fylgi þessum breytingum á flugvélum, auk þess sem flugið ætti að verða mun eftirminnilegra, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Í framtíðinni gætu flugvélar orðið gluggalausar, og veggirnir útbúnir með sérstökum tölvubúnaði þannig að hægt verði að sjá útsýnið á alla kanta. Fyrirtækið Centre for Process Innovation (CPI) sérhæfir sig í nýsköpun; vinnur með fyrirtækjum að þróa hugmyndir sem koma sér vel til framtíðar. Fyrirtækið hefur nú birt myndband af flugvélum framtíðarinnar. Með því að taka í burtu þykka glugga flugvélanna eins og við þekkjum þær nú á dögum væri hægt að spara bensín, styrkja vélarnar, stækka sætin og með hjálp tölvutækninnar njóta útsýnisins úr fluginu sem aldrei fyrr. Með sérstökum tölvubúnaði væri hægt að varpa myndum á veggi flugvélarinnar og þannig fylgjast með hvað væri að gerast utandyra á rauntíma. Dr. Jon Helliwell, talsmaður CPI, bendir á að fraktflugvélar séu gluggalausar því það spari eldsneytiskostnað. „Og ef maður hugsar málið, þá sér maður að ef þetta yrði gert í farþegafluginu myndu í raun bara farþegarnir í gluggasætunum finna fyrir því ef gluggarnir væru fjarlægðir." En til þess að allir geti notið útsýnisins sé hægt að vinna með nýjustu tækni. Helliwell telur að hugmyndin taki tíu ár í þróun. Talið er að gífurlegur sparnaður á eldsneyti fylgi þessum breytingum á flugvélum, auk þess sem flugið ætti að verða mun eftirminnilegra, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.
Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira