Halastjarna lyktar eins og fyllibytta og úldin egg í hestahlöðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2014 14:56 Rosetta-flaugin er nú aðeins um átta kílómetra frá yfirburði halastjörnunnar Evrópska geimvísindastofnunin Evrópsk geimflaug á braut um fjarlæga halastjörnu hefur svarað spurningu sem brunnið hefur á vörum fólks í lengri tíma. Hvernig er lyktin af halastjörnum? NPR greinir frá. „Lyktin er ógeðsleg,“ segir Kathrin Altwegg, vísindakona við Háskólann í Bern í Sviss, sem stýrir búnaði í geimflauginni sem greindi lyktina. Eðli málsins samkvæmt gæti enginn heimsótt halastjörnuna án þess að vera í þar til gerðum geimbúningi auk þess sem litla lykt er að finna úti í geimnum. Engu að síður er lyktin af halastjörnunni sambærileg við að deila hestahlöðu með fyllibyttu og tólf úldnum eggjum. „Það er ansi öflugur fnykur af blöndunni,“ segir Altwegg. Ástæðan fyrir að lyktin hefur til þessa verið ókunn er sú að geimflaug hefur aldrei komist svo nærri halastjörnu áður. Rosetta-flaugin er nú aðeins um átta kílómetra frá yfirburði halastjörnunnar. Þessu má líkja við fólk. Þú finnur ekki lykt af fólki fyrr en þú stendur upp við það. Efnablandan sem myndar lyktina er vísbending um hvernig halastjarnan og jafnvel sólkerfi okkar varð til. Altwegg er því sama þótt lyktin sé vond. „Lyktin er vond en í augnablikinu er mjög gaman að fara í vinnuna á morgnana,“ segir hún. Lyktin mun hins vegar aðeins versna þar sem halastjarnan nálgast sólina. Eins og allt sem skilið er eftir og lengi í sólinni mun lyktin aðeins versna. Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Evrópsk geimflaug á braut um fjarlæga halastjörnu hefur svarað spurningu sem brunnið hefur á vörum fólks í lengri tíma. Hvernig er lyktin af halastjörnum? NPR greinir frá. „Lyktin er ógeðsleg,“ segir Kathrin Altwegg, vísindakona við Háskólann í Bern í Sviss, sem stýrir búnaði í geimflauginni sem greindi lyktina. Eðli málsins samkvæmt gæti enginn heimsótt halastjörnuna án þess að vera í þar til gerðum geimbúningi auk þess sem litla lykt er að finna úti í geimnum. Engu að síður er lyktin af halastjörnunni sambærileg við að deila hestahlöðu með fyllibyttu og tólf úldnum eggjum. „Það er ansi öflugur fnykur af blöndunni,“ segir Altwegg. Ástæðan fyrir að lyktin hefur til þessa verið ókunn er sú að geimflaug hefur aldrei komist svo nærri halastjörnu áður. Rosetta-flaugin er nú aðeins um átta kílómetra frá yfirburði halastjörnunnar. Þessu má líkja við fólk. Þú finnur ekki lykt af fólki fyrr en þú stendur upp við það. Efnablandan sem myndar lyktina er vísbending um hvernig halastjarnan og jafnvel sólkerfi okkar varð til. Altwegg er því sama þótt lyktin sé vond. „Lyktin er vond en í augnablikinu er mjög gaman að fara í vinnuna á morgnana,“ segir hún. Lyktin mun hins vegar aðeins versna þar sem halastjarnan nálgast sólina. Eins og allt sem skilið er eftir og lengi í sólinni mun lyktin aðeins versna.
Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira