Klovn-félagar með nýja bíómynd í bígerð Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. október 2014 17:30 Félagarnir Casper Christensen og Frank Hvam, sem skipa gríntvíeykið Klovn, eru með nýja kvikmynd í bígerð til að fylgja eftir velgengni Klovn: The Movie frá árinu 2010. Nýja myndin heitir Klovn Forever og verður frumsýnd í september á næsta ári. Tökur á myndinni hófust í Kaupmannahöfn í síðustu viku samkvæmt frétt á vef Jyllands-Posten og er tökuliðið nú í Los Angeles þar sem tekið verður upp í tíu daga. „Ástæðan fyrir því að það eru liðin fjögur ár er að við biðum eftir hugmynd sem var svo sterk að við gætum gert nýja mynd sem myndi toppa þá fyrstu. Og okkur finnst að handritið sem við erum nú með í höndunum geti það,“ segir Casper. Mikkel Nørgaard leikstýrði fyrri myndinni og sest einnig í leikstjórastólinn á þeirri nýju. Þá snýr Mia Lyhne aftur í hlutverk Miu. Söguþráður nýju myndarinnar er hins vegar hernaðarleyndarmál. Frank og Casper slógu í gegn um heim allan með sjónvarpsþáttunum Klovn sem hófu göngu sína árið 2005 í Danmörku. Búið er að selja rétt til að endurgera seríuna til Hollands, Belgíu, Þýskalands og Finnlands. Þá hafa Warner Brothers í Bandaríkjunum tryggt sér rétt til að endurgera Klovn: The Movie með Danny McBride í aðalhlutverki. Bíó og sjónvarp Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Glatkistunni lokað Menning Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Lífið Vægar viðreynslur en engir pervertar Lífið Fleiri fréttir Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Félagarnir Casper Christensen og Frank Hvam, sem skipa gríntvíeykið Klovn, eru með nýja kvikmynd í bígerð til að fylgja eftir velgengni Klovn: The Movie frá árinu 2010. Nýja myndin heitir Klovn Forever og verður frumsýnd í september á næsta ári. Tökur á myndinni hófust í Kaupmannahöfn í síðustu viku samkvæmt frétt á vef Jyllands-Posten og er tökuliðið nú í Los Angeles þar sem tekið verður upp í tíu daga. „Ástæðan fyrir því að það eru liðin fjögur ár er að við biðum eftir hugmynd sem var svo sterk að við gætum gert nýja mynd sem myndi toppa þá fyrstu. Og okkur finnst að handritið sem við erum nú með í höndunum geti það,“ segir Casper. Mikkel Nørgaard leikstýrði fyrri myndinni og sest einnig í leikstjórastólinn á þeirri nýju. Þá snýr Mia Lyhne aftur í hlutverk Miu. Söguþráður nýju myndarinnar er hins vegar hernaðarleyndarmál. Frank og Casper slógu í gegn um heim allan með sjónvarpsþáttunum Klovn sem hófu göngu sína árið 2005 í Danmörku. Búið er að selja rétt til að endurgera seríuna til Hollands, Belgíu, Þýskalands og Finnlands. Þá hafa Warner Brothers í Bandaríkjunum tryggt sér rétt til að endurgera Klovn: The Movie með Danny McBride í aðalhlutverki.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Glatkistunni lokað Menning Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Lífið Vægar viðreynslur en engir pervertar Lífið Fleiri fréttir Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira