Vopnað rán á Subway því megrunarkúrinn klikkaði Kjartan Atli Kjartansson skrifar 2. nóvember 2014 18:29 Zachary Torrance er nú í haldi lögreglu. Maður er í haldi lögreglunnar í Alabama, eftir að hafa viðurkennt að hafa framið vopnað rán á nokkrum Subway veitingastöðum í borginni Birmingham. Maðurinn, sem heitir Zachary Raphael Torrance, hefur tjáð lögreglumönnum að ástæðan fyrir ránunum var að megrunarkúrinn sem veitingastaðurinn auglýsir gjarnan hafi ekki virkað. Kúrinn er þekktur víða um heim og er talsmaður hans, Jared Fogle, orðinn heimsþekktur. Hann borðaði tvær samlokur frá Subway á dag í heilt ár og missti rúmlega 100 kíló.Jared Fogle hefur komið fram í fjölda auglýsinga frá Subway.Þegar kúrinn hefur verið auglýstur er það alltaf tekið fram að hann virki líklega ekki jafn vel fyrir alla og hann virkaði fyrir Fogel. Miklar líkur eru á því að Zachary Torrance hafi verið þeim hópi sem kúrinn virkaði ekki fyrir, því hann tjáði lögreglumönnum að hann hafi ætlað að ræna Subway-staðina með það að markmiði að fá endurgreitt, hann hafi keypt sér fullt af Subway-bátum til einskis. „Hann sagðist vilja fá peningana sína til baka,“ segir Chuck Hagler, yfirmaður lögreglunnar á svæðinu, í samtali við Reuters, og bætir við: „Rannsóknarlögreglumaðurinn sem Torrance ræddi við sagði hann hafa haldið þessu fram í fullri alvöru.“ Torrance var handtekinn á fimmtudagskvöld, þegar hann var í Wal-Mart verslun. Annar viðskiptavinur verslunarinnar hafði séð myndir af Torrance, sem lögreglan sendi frá sér. Torrance var að kaupa sér hulstur utan um skammbyssuna sína, sem hann notaði til þess að ræna Subway-staðina. Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Maður er í haldi lögreglunnar í Alabama, eftir að hafa viðurkennt að hafa framið vopnað rán á nokkrum Subway veitingastöðum í borginni Birmingham. Maðurinn, sem heitir Zachary Raphael Torrance, hefur tjáð lögreglumönnum að ástæðan fyrir ránunum var að megrunarkúrinn sem veitingastaðurinn auglýsir gjarnan hafi ekki virkað. Kúrinn er þekktur víða um heim og er talsmaður hans, Jared Fogle, orðinn heimsþekktur. Hann borðaði tvær samlokur frá Subway á dag í heilt ár og missti rúmlega 100 kíló.Jared Fogle hefur komið fram í fjölda auglýsinga frá Subway.Þegar kúrinn hefur verið auglýstur er það alltaf tekið fram að hann virki líklega ekki jafn vel fyrir alla og hann virkaði fyrir Fogel. Miklar líkur eru á því að Zachary Torrance hafi verið þeim hópi sem kúrinn virkaði ekki fyrir, því hann tjáði lögreglumönnum að hann hafi ætlað að ræna Subway-staðina með það að markmiði að fá endurgreitt, hann hafi keypt sér fullt af Subway-bátum til einskis. „Hann sagðist vilja fá peningana sína til baka,“ segir Chuck Hagler, yfirmaður lögreglunnar á svæðinu, í samtali við Reuters, og bætir við: „Rannsóknarlögreglumaðurinn sem Torrance ræddi við sagði hann hafa haldið þessu fram í fullri alvöru.“ Torrance var handtekinn á fimmtudagskvöld, þegar hann var í Wal-Mart verslun. Annar viðskiptavinur verslunarinnar hafði séð myndir af Torrance, sem lögreglan sendi frá sér. Torrance var að kaupa sér hulstur utan um skammbyssuna sína, sem hann notaði til þess að ræna Subway-staðina.
Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira