Rannsókn á flugslysinu miðar vel 2. nóvember 2014 12:39 Rannsókn á flugslysinu við Hlíðarfjallsveg á Akureyri í fyrra miðar vel, að sögn Þorkels Ágústssonar sem stýrir rannsókn á slysinu hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þorkell segir hins vegar óvíst hvenær skýrsla nefndarinnar um slysið lítur dagsins ljós. Þegar TF-MYX vél Mýflugs fórst á Hlíðarfjallsvegi hinn 5. ágúst 2013 létust flugstjórinn Páll Steindór Steindórsson og sjúkraflutningamaðurinn Pétur Róbert Tryggvason. Sá eini sem lifði slysið af var flugmaðurinn Axel Albert Jensen. Þegar TF-MYX var skammt frá Akureyrarflugvelli á slysdegi sá áhöfnin til flugvallarins og lauk blindflugi. Skömmu síðar óskaði áhöfnin eftir því við flugturninn að fljúga einn hring yfir bæinn og fékk það samþykkt. Rannsóknarnefnd Samgönguslysa sendi frá sér bráðabirgðaskýrslu hinn 5. október á síðasta ári. Þar segir að þegar flugvélin hafi nálgast akstursíþróttabrautina í vinstri beygju hafi hún misst hæð. Myndband sem sýnir vélina brotlenda og birtist á Stöð 2 og Vísi á sínum tíma hefur hins vegar vakið upp spurningar um hvort vélin hafi raunverulega misst hæð. Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri flugslysa hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa, stýrir rannsókn á slysinu á Hlíðarfjallsvegi. Rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.Hvernig miðar rannsókninni? „Hún hefur sinn eðlilega gang. Það er verið að skoða alla þætti,“ sagði Þorkell.Þetta myndband sem þið fenguð í hendur. Skiptir það ekki sköpum í rannsókninni? „Jú það er ágætisgangur í rannsókninni.“Varð rannsóknin mun víðfeðmri en þið áttuð von á í fyrstu, vegna þessara gagna sem nefndin hefur undir höndum? „Ég get svo sem ekki tjáð mig um það í raun og veru.“Núna er langt liðið frá slysinu. Hvers vegna hefur þetta tekið svona langan tíma? „Ég held það sé bara eðlilegur gangur á þessu. Miðað við aðrar rannsóknir.“Hvenær sjáum við síðan skýrslu nefndarinnar? „Ég get svo sem ekkert sagt til um það. Hún mun líta dagsins ljós þegar rannsókninni er lokið,“ sagði Þorkell. Eftir flugslysið við Hlíðarfjallsveg hefur komið fram gagnrýni á starfshætti Mýflugs sem átti vélina TF-MYX og annast sjúkraflug frá Akureyri. Björn Gunnarsson, fyrrverandi læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugs á Akureyri, kveðst hafa gert margar athugasemdir við sjúkraflug Mýflugs. Þá hafi hann verið hætt kominn í lágflugi framkvæmdastjóra Mýflugs á einum tímapunkti.Afmarkast rannsóknin eingöngu við flugslysið eða rannsakaði nefndi líka starfshætti Mýflugs í aðdraganda slyssins? „Ég vil svo sem ekkert tjá mig neitt um rannsóknina á þessu stigi.,“ sagði Þorkell Ágústsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Myndband af flugslysinu við Hlíðarfjallsveg Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis. 6. janúar 2014 15:30 Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu. 6. janúar 2014 21:48 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Sjá meira
Rannsókn á flugslysinu við Hlíðarfjallsveg á Akureyri í fyrra miðar vel, að sögn Þorkels Ágústssonar sem stýrir rannsókn á slysinu hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þorkell segir hins vegar óvíst hvenær skýrsla nefndarinnar um slysið lítur dagsins ljós. Þegar TF-MYX vél Mýflugs fórst á Hlíðarfjallsvegi hinn 5. ágúst 2013 létust flugstjórinn Páll Steindór Steindórsson og sjúkraflutningamaðurinn Pétur Róbert Tryggvason. Sá eini sem lifði slysið af var flugmaðurinn Axel Albert Jensen. Þegar TF-MYX var skammt frá Akureyrarflugvelli á slysdegi sá áhöfnin til flugvallarins og lauk blindflugi. Skömmu síðar óskaði áhöfnin eftir því við flugturninn að fljúga einn hring yfir bæinn og fékk það samþykkt. Rannsóknarnefnd Samgönguslysa sendi frá sér bráðabirgðaskýrslu hinn 5. október á síðasta ári. Þar segir að þegar flugvélin hafi nálgast akstursíþróttabrautina í vinstri beygju hafi hún misst hæð. Myndband sem sýnir vélina brotlenda og birtist á Stöð 2 og Vísi á sínum tíma hefur hins vegar vakið upp spurningar um hvort vélin hafi raunverulega misst hæð. Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri flugslysa hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa, stýrir rannsókn á slysinu á Hlíðarfjallsvegi. Rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.Hvernig miðar rannsókninni? „Hún hefur sinn eðlilega gang. Það er verið að skoða alla þætti,“ sagði Þorkell.Þetta myndband sem þið fenguð í hendur. Skiptir það ekki sköpum í rannsókninni? „Jú það er ágætisgangur í rannsókninni.“Varð rannsóknin mun víðfeðmri en þið áttuð von á í fyrstu, vegna þessara gagna sem nefndin hefur undir höndum? „Ég get svo sem ekki tjáð mig um það í raun og veru.“Núna er langt liðið frá slysinu. Hvers vegna hefur þetta tekið svona langan tíma? „Ég held það sé bara eðlilegur gangur á þessu. Miðað við aðrar rannsóknir.“Hvenær sjáum við síðan skýrslu nefndarinnar? „Ég get svo sem ekkert sagt til um það. Hún mun líta dagsins ljós þegar rannsókninni er lokið,“ sagði Þorkell. Eftir flugslysið við Hlíðarfjallsveg hefur komið fram gagnrýni á starfshætti Mýflugs sem átti vélina TF-MYX og annast sjúkraflug frá Akureyri. Björn Gunnarsson, fyrrverandi læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugs á Akureyri, kveðst hafa gert margar athugasemdir við sjúkraflug Mýflugs. Þá hafi hann verið hætt kominn í lágflugi framkvæmdastjóra Mýflugs á einum tímapunkti.Afmarkast rannsóknin eingöngu við flugslysið eða rannsakaði nefndi líka starfshætti Mýflugs í aðdraganda slyssins? „Ég vil svo sem ekkert tjá mig neitt um rannsóknina á þessu stigi.,“ sagði Þorkell Ágústsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Myndband af flugslysinu við Hlíðarfjallsveg Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis. 6. janúar 2014 15:30 Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu. 6. janúar 2014 21:48 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Sjá meira
Myndband af flugslysinu við Hlíðarfjallsveg Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis. 6. janúar 2014 15:30
Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu. 6. janúar 2014 21:48