Fjöldi „læka“ gerir okkur háð Facebook Kjartan Atli Kjartansson skrifar 13. nóvember 2014 12:05 Ætli þessi sé að tjékka á tilkynningunum? Vísir/Getty Fjöldi „læka“ og vina er það sem gerir fólk háð Facebook. Þetta eru niðurstöður rannsóknar vefhönnuðarins og listamannsins Benjamin Grosser. Hann birti niðurstöður sínar í vefritinu Computational Culture. „Tilkynningar eru orðnar eins og amfetamín,“ sagði einn viðmælandi Grosser um Facebook. Grosser hefur lengi haft áhuga á hvað það sé sem geri fólk svona háð Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Hann hefur þróað sína eign uppfærslu á Facebook sem fjarlægir allar tölur. Þannig fá notendur ekki að vita hversu margir hafa „líkað við“ mynd sem þeir birta. Þeir sjá eingöngu hverjir hafa „lækað“ og hvað þeir segja. Þannig vill Grosser fjarlæga þá stemningu sem myndast getur á samfélagsmiðlum; að þeir séu orðnir leikvöllur í vinsældarkeppni einhverskonar. Grosser segir að Facebook hafi breytt samskiptum fólks. „Facebook er orðið einn helsti grundvöllur samskipta,“ segir hann í niðurstöðukafla sínum. Hann bætir við að þessi áhersla á fjölda „læka“, athugasemda, deilinga og vinabeiðna breyti því hvernig fólk hagi sér. Hann segir þetta ýta fólki inn í ákveðin hólf þar sem skilaboðin sem það sendi frá sér verði til þess fallin að falla í kramið hjá öðrum. Þannig verði samskiptin einsleitari og á sama tíma auðveldara að markaðsetja hluti til fólks því það falli inn í ákveðna markhópa. „Áherslan á allar þessar tölur knýr okkur til þess að hugsa um núið og safna „lækum“ og halda okkur á lífi innan þessa kerfis með því að birta hluti sem öðrum líkar við.“ Grosser hvetur fólk til þess að nota uppfærsluna sína, því hún fjarlægir pressuna sem margir finna fyrir; „lækin“ fara að skipta minna máli. Hann vill þannig meina að samskiptin milli vina verði eðlilegri. Grosser birtir fjölda skilaboða sem hann fékk frá notendum uppfærslunnar sem segjast hálfpartinn vera frelsaðir. Einn sagði að hann hefði drifið sig á Facebook til þess að skoða tilkynningarnar. Hann sagðist hafa verið orðin eins og mús sem væri látin prófa heróín í tilraunaskyni. „Ég nýt þess miklu meira að vera á Facebook þegar þessi (ómeðvitaða) pressa um að bera saman tölur hefur verið útilokuð,“ sagði einn viðmælandi hans og vísaði þar í að í uppfærslu Grosser hverfur pressan að safna „lækum“.Washington Post fjallar um þessa uppfærslu Grosser. Caitlin Dewey, blaðamaður Washington Post, ákvað að prófa uppfærsluna sjálf. Hún segir það hafa verið frábært að geta farið í gegnum tímalínuna sína og fengið að meta gæði greina, skrifa annarra og mynda út frá sínum eigin hugmyndum, en ekki láta fjölda „læka“ hafa áhrif á sig. En hún sagði þó að hún vissi ekki hvort henni þætti það frelsandi eða að það rýrði gildi myndarinnar. Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Fjöldi „læka“ og vina er það sem gerir fólk háð Facebook. Þetta eru niðurstöður rannsóknar vefhönnuðarins og listamannsins Benjamin Grosser. Hann birti niðurstöður sínar í vefritinu Computational Culture. „Tilkynningar eru orðnar eins og amfetamín,“ sagði einn viðmælandi Grosser um Facebook. Grosser hefur lengi haft áhuga á hvað það sé sem geri fólk svona háð Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Hann hefur þróað sína eign uppfærslu á Facebook sem fjarlægir allar tölur. Þannig fá notendur ekki að vita hversu margir hafa „líkað við“ mynd sem þeir birta. Þeir sjá eingöngu hverjir hafa „lækað“ og hvað þeir segja. Þannig vill Grosser fjarlæga þá stemningu sem myndast getur á samfélagsmiðlum; að þeir séu orðnir leikvöllur í vinsældarkeppni einhverskonar. Grosser segir að Facebook hafi breytt samskiptum fólks. „Facebook er orðið einn helsti grundvöllur samskipta,“ segir hann í niðurstöðukafla sínum. Hann bætir við að þessi áhersla á fjölda „læka“, athugasemda, deilinga og vinabeiðna breyti því hvernig fólk hagi sér. Hann segir þetta ýta fólki inn í ákveðin hólf þar sem skilaboðin sem það sendi frá sér verði til þess fallin að falla í kramið hjá öðrum. Þannig verði samskiptin einsleitari og á sama tíma auðveldara að markaðsetja hluti til fólks því það falli inn í ákveðna markhópa. „Áherslan á allar þessar tölur knýr okkur til þess að hugsa um núið og safna „lækum“ og halda okkur á lífi innan þessa kerfis með því að birta hluti sem öðrum líkar við.“ Grosser hvetur fólk til þess að nota uppfærsluna sína, því hún fjarlægir pressuna sem margir finna fyrir; „lækin“ fara að skipta minna máli. Hann vill þannig meina að samskiptin milli vina verði eðlilegri. Grosser birtir fjölda skilaboða sem hann fékk frá notendum uppfærslunnar sem segjast hálfpartinn vera frelsaðir. Einn sagði að hann hefði drifið sig á Facebook til þess að skoða tilkynningarnar. Hann sagðist hafa verið orðin eins og mús sem væri látin prófa heróín í tilraunaskyni. „Ég nýt þess miklu meira að vera á Facebook þegar þessi (ómeðvitaða) pressa um að bera saman tölur hefur verið útilokuð,“ sagði einn viðmælandi hans og vísaði þar í að í uppfærslu Grosser hverfur pressan að safna „lækum“.Washington Post fjallar um þessa uppfærslu Grosser. Caitlin Dewey, blaðamaður Washington Post, ákvað að prófa uppfærsluna sjálf. Hún segir það hafa verið frábært að geta farið í gegnum tímalínuna sína og fengið að meta gæði greina, skrifa annarra og mynda út frá sínum eigin hugmyndum, en ekki láta fjölda „læka“ hafa áhrif á sig. En hún sagði þó að hún vissi ekki hvort henni þætti það frelsandi eða að það rýrði gildi myndarinnar.
Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira