Perravaktin stelur myndum af meintum vændiskaupendum Jakob Bjarnar skrifar 20. nóvember 2014 17:19 Þau hjá Perravaktinni hafa nú sjálf verið gripin með buxurnar á hælunum, ef þannig má að orði komast. ásgeir ásgeirsson Perravaktin er vefur sem ekki er vitað hverjir standa að en þeir sem þar standa vaktina gerðu sér lítið fyrir og hnupluðu myndum af meintum vændiskaupendum, en ljósmyndarar PressPhotos hafa verið að taka myndir í héraðsdómi í tengslum við málaferli sem nú standa yfir gagnvart fjörutíu einstaklingum sem gefið er að sök að hafa stundað vændiskaup. Myndirnar hafa þeir birt á síðu sinni þaðan sem Perravaktarfólk hnuplaði þeim án leyfis – og hefur þannig verið gómað með buxurnar á hælunum. Í yfirlýsingu á Perravaktinni, sem áður hefur verið til umfjöllunar, segir að þetta sé vefsíða sem tileinkuð sé þeim sem „hafa orðið fyrir barðinu á ömurlegum perrum. Þetta er staðurinn til að koma upp um þá, til að sýna heiminum skömm þeirra. Perravaktin einbeitir sér aðallega að hefndarklámi og því að koma upp um þau sem deila því og dreifa.“ „Neinei, hvorki ég né aðrir ljósmyndarar PressPhoto gefa leyfi fyrir notkun á ljósmyndum sem þarna er að finna. Sér í lagi ef nota á myndirnar í annarlegum tilgangi eins og þarna er. Þessar myndir eru ætlaðar fjölmiðlum,“ segir ljósmyndarinn Ásgeir Ásgeirsson eða GeiriX, verkstjóri PressPhotos á Íslandi. GeiriX lenti sjálfur í átökum fyrir skömmu, við lögmann eins hins meinta vændiskaupanda. GeiriX er nú að athuga stöðu sína og annarra ljósmyndara ásamt lögmönnum PressPhotos. Hann útskýrir að til sé „DCMA Take Down“, er fyrirbæri sem staðsett er úti í Bandaríkjunum, en starfar um heim allan. Ef á daginn kemur að mynd sé stolið er hægt að loka tumbler, en þar er Perravaktin hýst, eða allt þar til myndirnar eru teknir út. GeiriX segist vera að athuga nákvæmlega það hvort sú leið sé rétt hvað þetta varðar. „Þetta snýst um höfundarétt og hefur ekkert með að gera um hvað þetta mál snýst í sjálfu sér.“ Tengdar fréttir Eygló vill ekki hlífa vændiskaupendum Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segir hugmyndir um opið þinghald í málum meintra vændiskaupenda ígildi gapastokks. 14. nóvember 2014 14:45 Lokað þinghald í vændiskaupamáli Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þinghald yrði lokað í máli 40 einstaklinga sem ákærðir eru fyrir vændiskaup eða tilraun til kaupa á vændi. Ekki liggur fyrir hvort úrskurðinum verði áfrýjað til Hæstaréttar. 18. nóvember 2014 13:47 Ljósmyndari segir lögfræðing hafa ráðist á sig Ásgeir Ásgeirsson ljósmyndari segir að lögfræðingur hafi hrint sér og gripið í linsuna hans í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. nóvember 2014 11:52 Krefst opins þinghalds í máli vændiskaupenda Fjörutíu manns áttu að taka afstöðu til ákæru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. nóvember 2014 10:31 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Perravaktin er vefur sem ekki er vitað hverjir standa að en þeir sem þar standa vaktina gerðu sér lítið fyrir og hnupluðu myndum af meintum vændiskaupendum, en ljósmyndarar PressPhotos hafa verið að taka myndir í héraðsdómi í tengslum við málaferli sem nú standa yfir gagnvart fjörutíu einstaklingum sem gefið er að sök að hafa stundað vændiskaup. Myndirnar hafa þeir birt á síðu sinni þaðan sem Perravaktarfólk hnuplaði þeim án leyfis – og hefur þannig verið gómað með buxurnar á hælunum. Í yfirlýsingu á Perravaktinni, sem áður hefur verið til umfjöllunar, segir að þetta sé vefsíða sem tileinkuð sé þeim sem „hafa orðið fyrir barðinu á ömurlegum perrum. Þetta er staðurinn til að koma upp um þá, til að sýna heiminum skömm þeirra. Perravaktin einbeitir sér aðallega að hefndarklámi og því að koma upp um þau sem deila því og dreifa.“ „Neinei, hvorki ég né aðrir ljósmyndarar PressPhoto gefa leyfi fyrir notkun á ljósmyndum sem þarna er að finna. Sér í lagi ef nota á myndirnar í annarlegum tilgangi eins og þarna er. Þessar myndir eru ætlaðar fjölmiðlum,“ segir ljósmyndarinn Ásgeir Ásgeirsson eða GeiriX, verkstjóri PressPhotos á Íslandi. GeiriX lenti sjálfur í átökum fyrir skömmu, við lögmann eins hins meinta vændiskaupanda. GeiriX er nú að athuga stöðu sína og annarra ljósmyndara ásamt lögmönnum PressPhotos. Hann útskýrir að til sé „DCMA Take Down“, er fyrirbæri sem staðsett er úti í Bandaríkjunum, en starfar um heim allan. Ef á daginn kemur að mynd sé stolið er hægt að loka tumbler, en þar er Perravaktin hýst, eða allt þar til myndirnar eru teknir út. GeiriX segist vera að athuga nákvæmlega það hvort sú leið sé rétt hvað þetta varðar. „Þetta snýst um höfundarétt og hefur ekkert með að gera um hvað þetta mál snýst í sjálfu sér.“
Tengdar fréttir Eygló vill ekki hlífa vændiskaupendum Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segir hugmyndir um opið þinghald í málum meintra vændiskaupenda ígildi gapastokks. 14. nóvember 2014 14:45 Lokað þinghald í vændiskaupamáli Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þinghald yrði lokað í máli 40 einstaklinga sem ákærðir eru fyrir vændiskaup eða tilraun til kaupa á vændi. Ekki liggur fyrir hvort úrskurðinum verði áfrýjað til Hæstaréttar. 18. nóvember 2014 13:47 Ljósmyndari segir lögfræðing hafa ráðist á sig Ásgeir Ásgeirsson ljósmyndari segir að lögfræðingur hafi hrint sér og gripið í linsuna hans í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. nóvember 2014 11:52 Krefst opins þinghalds í máli vændiskaupenda Fjörutíu manns áttu að taka afstöðu til ákæru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. nóvember 2014 10:31 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Eygló vill ekki hlífa vændiskaupendum Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segir hugmyndir um opið þinghald í málum meintra vændiskaupenda ígildi gapastokks. 14. nóvember 2014 14:45
Lokað þinghald í vændiskaupamáli Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þinghald yrði lokað í máli 40 einstaklinga sem ákærðir eru fyrir vændiskaup eða tilraun til kaupa á vændi. Ekki liggur fyrir hvort úrskurðinum verði áfrýjað til Hæstaréttar. 18. nóvember 2014 13:47
Ljósmyndari segir lögfræðing hafa ráðist á sig Ásgeir Ásgeirsson ljósmyndari segir að lögfræðingur hafi hrint sér og gripið í linsuna hans í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. nóvember 2014 11:52
Krefst opins þinghalds í máli vændiskaupenda Fjörutíu manns áttu að taka afstöðu til ákæru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. nóvember 2014 10:31