Snapchat safnar miklum upplýsingum um notendur Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2014 10:44 Evan Spiegel er framkvæmdastjóri Snapchat. Vísir/AFP Notkunarskilmálar skilaboðaforritsins Snapchat, bæði hvað varðar notkun og persónuupplýsingar, voru uppfærðir þann 17. nóvember síðastliðinn, en einnig voru þeir einfaldaðir svo almenningur skilur þá loks. Nú er auðvelt að sjá hvaða upplýsingum fyrirtækið safnar um notendur sína og hvernig forritið fylgist með notendum. Án breytinga mun forritið og þar af leiðandi fyrirtækið safna miklum upplýsingum um fólk. Þar með talið staðsetningu, vinalista og nafn, þrátt fyrir að nafn komi hvergi fram við skráningu á Snapchat. Samkvæmt Buisness Insider safnar fyrirtækið þessum upplýsingum, vegna þess hve gagnlegar þær eru fyrir auglýsendur. Vert er að taka fram að notendur geta komið í veg fyrir hluta upplýsingaöflunar fyrirtækisins í stillingum forritsins. Einnig er mögulegt að eyða því, en þrátt fyrir það geymir fyrirtækið upplýsingarnar áfram í einhvern tíma.Safna upplýsingum úr símaskrá og myndum Meðal þeirra upplýsinga sem ræðir er símaskrá þín. Snapchat nær öllum nöfnum í símanum þínum og þar af leiðandi nafni þínu í símum þeirra sem þú átt í samskiptum við. Hægt er að stöðva þetta í stillingum. Þá hefur fyrirtækið aðgang að myndum í símanum þínum. „Þar sem Snapchat gengur út á samskipti við vini, munum við – með þínu samþykki, safna upplýsingum úr símaskrá notenda og myndum,“ stendur í persónuöryggisstefnu Snapchat. Þá fylgist Snapchat með staðsetningu notenda sinna, en mögulegt er að slökkva á því.Fylgjast með netnotkun Einnig safnar forritið upplýsingum um netnotkun notenda í gegnum svokallaðar „Cookies“. Netpóstfang, hvert þú sendir myndir með forritinu, hvenær og frá hverjum þú opnar skilaboð. Að lokum veit Snaphcat hvernig síma neytendur nota og númerið sem einkennir þá. Fyrirtækið tók nýlega SnapCash í notkun í Bandaríkjunum sem gerir fólki kleift að senda vinum sínum peninga í gegnum forritið. Með því fær fyrirtækið upplýsingar um debet- og kreditkortanúmer. Þar að auki mun fyrirtækið öðlast fullt nafn notenda og heimilisfang í gegnum kortaupplýsingar. Tengdar fréttir Snapchat gerir notendum kleift að senda peninga Snapcash er unnið í samvinnu við Square og var tilkynnt í dag. 18. nóvember 2014 14:01 Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Notkunarskilmálar skilaboðaforritsins Snapchat, bæði hvað varðar notkun og persónuupplýsingar, voru uppfærðir þann 17. nóvember síðastliðinn, en einnig voru þeir einfaldaðir svo almenningur skilur þá loks. Nú er auðvelt að sjá hvaða upplýsingum fyrirtækið safnar um notendur sína og hvernig forritið fylgist með notendum. Án breytinga mun forritið og þar af leiðandi fyrirtækið safna miklum upplýsingum um fólk. Þar með talið staðsetningu, vinalista og nafn, þrátt fyrir að nafn komi hvergi fram við skráningu á Snapchat. Samkvæmt Buisness Insider safnar fyrirtækið þessum upplýsingum, vegna þess hve gagnlegar þær eru fyrir auglýsendur. Vert er að taka fram að notendur geta komið í veg fyrir hluta upplýsingaöflunar fyrirtækisins í stillingum forritsins. Einnig er mögulegt að eyða því, en þrátt fyrir það geymir fyrirtækið upplýsingarnar áfram í einhvern tíma.Safna upplýsingum úr símaskrá og myndum Meðal þeirra upplýsinga sem ræðir er símaskrá þín. Snapchat nær öllum nöfnum í símanum þínum og þar af leiðandi nafni þínu í símum þeirra sem þú átt í samskiptum við. Hægt er að stöðva þetta í stillingum. Þá hefur fyrirtækið aðgang að myndum í símanum þínum. „Þar sem Snapchat gengur út á samskipti við vini, munum við – með þínu samþykki, safna upplýsingum úr símaskrá notenda og myndum,“ stendur í persónuöryggisstefnu Snapchat. Þá fylgist Snapchat með staðsetningu notenda sinna, en mögulegt er að slökkva á því.Fylgjast með netnotkun Einnig safnar forritið upplýsingum um netnotkun notenda í gegnum svokallaðar „Cookies“. Netpóstfang, hvert þú sendir myndir með forritinu, hvenær og frá hverjum þú opnar skilaboð. Að lokum veit Snaphcat hvernig síma neytendur nota og númerið sem einkennir þá. Fyrirtækið tók nýlega SnapCash í notkun í Bandaríkjunum sem gerir fólki kleift að senda vinum sínum peninga í gegnum forritið. Með því fær fyrirtækið upplýsingar um debet- og kreditkortanúmer. Þar að auki mun fyrirtækið öðlast fullt nafn notenda og heimilisfang í gegnum kortaupplýsingar.
Tengdar fréttir Snapchat gerir notendum kleift að senda peninga Snapcash er unnið í samvinnu við Square og var tilkynnt í dag. 18. nóvember 2014 14:01 Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Snapchat gerir notendum kleift að senda peninga Snapcash er unnið í samvinnu við Square og var tilkynnt í dag. 18. nóvember 2014 14:01
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent