Stöð 2 í samstarf við HBO Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. desember 2014 15:40 Jóhanna Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri sjónvarpssviðs 365 miðla, Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365 miðla og Jennifer Bowen framkvæmdastjóri alþjóðlegrar dreifingar HBO. ,,Við erum himinlifandi með þennan samning enda býður HBO upp á efni í hæsta gæðaflokki,“ segir Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365 miðla. 365 miðlar hafa gert fimm ára samning við bandaríska kapalsjónvarpsfyrirtækið HBO. Fram kemur í tilkynningu Stöðvar 2 að samningurinn tryggi Stöð 2 viðamil réttindi á efni HBO fyrir íslenskan sjónvarpsmarkað. Bæði verður efni HBO sýnt í dagskrá stöðvarinnar auk þess sem það verður aðgengilegt í gegnum Stöð 2 Maraþon. Í tilkynningunni frá Stöð 2 segir orðrétt:„Auk réttinda á efni fyrir línulega dagskrá Stöðvar 2 og hliðarrása felur samningurinn einnig í sér fjölbreytt þriðju kynslóðar réttindi svo sem fyrir þjónustuna Stöð 2 Maraþon, þar sem áskrifendur geta horft á heilar sjónvarpsþáttaseríur eftir hentugleika, sem og réttindi fyrir streymi um snjalltæki og vef. Samningurinn skapar því sérstöðu fyrir Maraþonið þar sem efni HBO er ekki aðgengilegt á Netflix.“ „Við sjáum einnig mikil tækifæri í að tryggja okkur réttindi, bæði fyrir línulega dagskrá og Stöð 2 Maraþon þar sem við vitum að áskrifendur okkar vilja hafa aðgang að uppáhaldsefninu sínu hvar og hvenær sem er,“ bætir Sævar Freyr við. Jennifer Bown, framkvæmdastjóri alþjóðlegrar dreifingar HBO segir ánægjulegt að nú megi kalla Stöð 2 „Heimili HBO“ (sem á ensku er kallað Home of HBO). „Með því að skilgreina Stöð 2 sem Heimili HBO skapast tækifæri til að nýta nýtt efni sem og viðamikið safn til að skapa HBO ríkari sess í íslensku sjónvarpsframboði. 365 miðlar hafa verið „valued partners“ undanfarin ár og við erum glöð að stíga næsta skref í okkar samstarfi“ segir Jennifer Bowen framkvæmdastjóri alþjóðlegrar dreifingar HBO.“ Í tilkyningu Stöðvar 2 er farið yfir starfsemi HBO og hvaða þætti fyrirtækið framleiðir:„HBO státar af mörgum af flottustu og umtöluðustu þáttaröðum í sjónvarpi í dag og hefur verið leiðandi í gerð sjónvarpsþátta og heimildamynda sem hlotið hafa ótal Emmy- og Golden Globe tilnefningar og verðlaun síðustu ár. Stöð 2 hefur átt í góðu samstarfi við HBO undanfarin ár og sýnt rjómann af því sem HBO hefur framleitt þætti eins og Newsroom, Banshee, Girls, Boardwalk Empire, The Knick og síðast en ekki síst Game of Thrones. Með nýjum samningi mun Stöð 2 hafa einkarétt á að frumsýna efni HBO út árið 2019 þar með talið sjónvarpsserúr, mini-seríur, kvikmyndir, boxviðburði sem og heimildamyndir og annað efni. Meðal þess sem framundan er á nýju ári eru nýjar seríur af Game of Thrones, True Detective, Girls og Looking. Þá mun Stöð 2 hefja sýningar á umtöluðum spjallþáttum John Oliver, Last Week Tonight, í febrúar 2015 og auka til muna sýningu á öðru gæðaefni HBO.“ Game of Thrones Golden Globes Netflix Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
,,Við erum himinlifandi með þennan samning enda býður HBO upp á efni í hæsta gæðaflokki,“ segir Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365 miðla. 365 miðlar hafa gert fimm ára samning við bandaríska kapalsjónvarpsfyrirtækið HBO. Fram kemur í tilkynningu Stöðvar 2 að samningurinn tryggi Stöð 2 viðamil réttindi á efni HBO fyrir íslenskan sjónvarpsmarkað. Bæði verður efni HBO sýnt í dagskrá stöðvarinnar auk þess sem það verður aðgengilegt í gegnum Stöð 2 Maraþon. Í tilkynningunni frá Stöð 2 segir orðrétt:„Auk réttinda á efni fyrir línulega dagskrá Stöðvar 2 og hliðarrása felur samningurinn einnig í sér fjölbreytt þriðju kynslóðar réttindi svo sem fyrir þjónustuna Stöð 2 Maraþon, þar sem áskrifendur geta horft á heilar sjónvarpsþáttaseríur eftir hentugleika, sem og réttindi fyrir streymi um snjalltæki og vef. Samningurinn skapar því sérstöðu fyrir Maraþonið þar sem efni HBO er ekki aðgengilegt á Netflix.“ „Við sjáum einnig mikil tækifæri í að tryggja okkur réttindi, bæði fyrir línulega dagskrá og Stöð 2 Maraþon þar sem við vitum að áskrifendur okkar vilja hafa aðgang að uppáhaldsefninu sínu hvar og hvenær sem er,“ bætir Sævar Freyr við. Jennifer Bown, framkvæmdastjóri alþjóðlegrar dreifingar HBO segir ánægjulegt að nú megi kalla Stöð 2 „Heimili HBO“ (sem á ensku er kallað Home of HBO). „Með því að skilgreina Stöð 2 sem Heimili HBO skapast tækifæri til að nýta nýtt efni sem og viðamikið safn til að skapa HBO ríkari sess í íslensku sjónvarpsframboði. 365 miðlar hafa verið „valued partners“ undanfarin ár og við erum glöð að stíga næsta skref í okkar samstarfi“ segir Jennifer Bowen framkvæmdastjóri alþjóðlegrar dreifingar HBO.“ Í tilkyningu Stöðvar 2 er farið yfir starfsemi HBO og hvaða þætti fyrirtækið framleiðir:„HBO státar af mörgum af flottustu og umtöluðustu þáttaröðum í sjónvarpi í dag og hefur verið leiðandi í gerð sjónvarpsþátta og heimildamynda sem hlotið hafa ótal Emmy- og Golden Globe tilnefningar og verðlaun síðustu ár. Stöð 2 hefur átt í góðu samstarfi við HBO undanfarin ár og sýnt rjómann af því sem HBO hefur framleitt þætti eins og Newsroom, Banshee, Girls, Boardwalk Empire, The Knick og síðast en ekki síst Game of Thrones. Með nýjum samningi mun Stöð 2 hafa einkarétt á að frumsýna efni HBO út árið 2019 þar með talið sjónvarpsserúr, mini-seríur, kvikmyndir, boxviðburði sem og heimildamyndir og annað efni. Meðal þess sem framundan er á nýju ári eru nýjar seríur af Game of Thrones, True Detective, Girls og Looking. Þá mun Stöð 2 hefja sýningar á umtöluðum spjallþáttum John Oliver, Last Week Tonight, í febrúar 2015 og auka til muna sýningu á öðru gæðaefni HBO.“
Game of Thrones Golden Globes Netflix Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira