Rodgers hafði betur gegn Brady Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2014 07:29 Rodgers og Brady, til hægri, eftir leikinn í nótt. Vísir/Getty Green Bay Packers hafði betur gegn New England Patriots, 26-21, í risaslag helgarinnar í NFL-deildinni. Þetta var í fyrsta sinn sem leikstjórnendurnir Aaron Rodgers og Tom Brady mætast sem byrjunarliðsmenn í sínum liðum en báðir eru taldir meðal bestu leikstjórnenda í sögu deildarinnar. Margir spá því að þessi tvö lið gætu mögulega mæst aftur í úrslitaleik deildarinnar, Super Bowl, í byrjun næsta árs en bæði hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu. Rodgers og hans menn höfðu betur í kuldanum á heimavelli í nótt og lögðu grunninn að sigrinum með tveimur snertimörkum þeirra Richard Rodgers og Jordy Nelson. Leikurinn var þó spennandi allt til loka og fékk Brady tækifæri til að keyra lið sitt áfram til sigurs þegar skammt var til leiksloka. Sókn New England var þó stöðvuð þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir, Green Bay fékk boltann og þar við sat. Peyton Manning og hans menn í Denver Broncos unnu góðan sigur á Kansas City Chiefs, 29-16, í nótt og héldu þar með forystu sinni í hinum geysisterka vesturriðli AFC-deildarinnar. Þetta var annað tap Kansas City í röð en liðið réði ekkert við hlauparann CJ Anderson og sá aldrei til sólar í leiknum. Mestu munar um að enginn útherji í liði Kansas City hefur skorað snertimark á tímabilinu til þessa sem er lyginni líkust nú þegar þrettándu viku tímabilsins er að ljúka. Meðal annarra úrslita má nefna að Buffalo vann Cleveland, 26-10, þar sem nýliðinn Johnny Manziel var settur inn á sem leikstjórandi síðarnefnda liðsins undir lokin. Manziel er einn mest áberandi leikmaður deildarinnar þrátt fyrir að hafa nánast ekkert spilað í ár en óvíst er hvort að hann hafi ýtt byrjunarliðsmanninum Brian Hoyer úr liðinu fyrir næsta leik liðsins.Úrslit næturinnar: Baltimore - San Diego 33-34 Buffalo - Cleveland 26-10 Houston - Tennessee 45-21 Indianapolis - Washington 49-27 Jacksonville - NY Giants 25-24 Minnesota - Carolina 31-13 Pittsburgh - New Orleans 32-35 St. Louis Rams - Oakland 52-0 Tampa Bay - Cincinnati 13-14 Atlanta - Arizona 29-18 Green Bay - New England 26-21 Kansas City - Denver 16-29 NFL Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sjá meira
Green Bay Packers hafði betur gegn New England Patriots, 26-21, í risaslag helgarinnar í NFL-deildinni. Þetta var í fyrsta sinn sem leikstjórnendurnir Aaron Rodgers og Tom Brady mætast sem byrjunarliðsmenn í sínum liðum en báðir eru taldir meðal bestu leikstjórnenda í sögu deildarinnar. Margir spá því að þessi tvö lið gætu mögulega mæst aftur í úrslitaleik deildarinnar, Super Bowl, í byrjun næsta árs en bæði hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu. Rodgers og hans menn höfðu betur í kuldanum á heimavelli í nótt og lögðu grunninn að sigrinum með tveimur snertimörkum þeirra Richard Rodgers og Jordy Nelson. Leikurinn var þó spennandi allt til loka og fékk Brady tækifæri til að keyra lið sitt áfram til sigurs þegar skammt var til leiksloka. Sókn New England var þó stöðvuð þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir, Green Bay fékk boltann og þar við sat. Peyton Manning og hans menn í Denver Broncos unnu góðan sigur á Kansas City Chiefs, 29-16, í nótt og héldu þar með forystu sinni í hinum geysisterka vesturriðli AFC-deildarinnar. Þetta var annað tap Kansas City í röð en liðið réði ekkert við hlauparann CJ Anderson og sá aldrei til sólar í leiknum. Mestu munar um að enginn útherji í liði Kansas City hefur skorað snertimark á tímabilinu til þessa sem er lyginni líkust nú þegar þrettándu viku tímabilsins er að ljúka. Meðal annarra úrslita má nefna að Buffalo vann Cleveland, 26-10, þar sem nýliðinn Johnny Manziel var settur inn á sem leikstjórandi síðarnefnda liðsins undir lokin. Manziel er einn mest áberandi leikmaður deildarinnar þrátt fyrir að hafa nánast ekkert spilað í ár en óvíst er hvort að hann hafi ýtt byrjunarliðsmanninum Brian Hoyer úr liðinu fyrir næsta leik liðsins.Úrslit næturinnar: Baltimore - San Diego 33-34 Buffalo - Cleveland 26-10 Houston - Tennessee 45-21 Indianapolis - Washington 49-27 Jacksonville - NY Giants 25-24 Minnesota - Carolina 31-13 Pittsburgh - New Orleans 32-35 St. Louis Rams - Oakland 52-0 Tampa Bay - Cincinnati 13-14 Atlanta - Arizona 29-18 Green Bay - New England 26-21 Kansas City - Denver 16-29
NFL Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sjá meira