Jón Arnór í viðtali á FIBA.com: Eins og dagur og nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2014 21:30 Jón Arnór Stefánsson. Vísir/Anton Jón Arnór Stefánsson, körfuboltamaður ársins og einn af þeim tíu sem koma til greina sem Íþróttamaður ársins, er í skemmtilegu viðtali á heimasíðu FIBA þar sem íslenski landsliðsmaðurinn ræðir meðal annars EM-ævintýri íslenska landsliðsins sem og hlutverk sitt hjá toppliði Unicaja Malaga á Spáni. Jón Arnór spilaði ekki fyrstu tvo leiki Íslands í undankeppninni en var stigahæstur í sigurleiknum út í Bretlandi þegar íslenska liðið fór langleiðina með að tryggja sér sæti á EM. Hann setti meðal annars niður eitt stærsta skot sitt á ferlinum þegar þriggja stiga skot hans rataði rétta leið 44 sekúndum fyrir leikslok. „Það var alveg að fara með mig að vera ekki með. Það var stór áhætta fyrir mig að spila án þess að vera með samning en ég hélt aldrei að ég þyrfti að bíða svona lengi eftir nýjum samningi. Þegar ég sá styrkleika breska liðsins sem við unnum sannfærandi á Íslandi, þá stökk ég upp á vagninn eins og klappstýra eða svo sögðu liðsfélagarnir allavega," sagði Jón Arnór. „Ég tek því alveg. Úti í Bretlandi þurftum við meiri vopn og þetta gekk upp. Þetta er ótrúlegt en við erum komnir í úrslitakeppni EM. Þetta er ótrúleg tilfinning," sagði Jón Arnór. „Ég og Hlynur erum búnir að vera svo lengi í landsliðinu þannig að þetta er mjög sérstakt fyrir okkur. Okkur hefur vantað svona til að toppa landsliðsferilinn," sagði Jón Arnór. „Þetta mun án vafa hjálpa íslenskum körfubolta. Þetta er orðinn hluti að íslenskri íþróttasögu og vonandi getum við haft góð áhrif á krakkana," sagði Jón Arnór. „Við munum berjast til síðasta blóðdropa í öllum leikjunum. Þannig er okkar nálgun á þessa leiki," sagði Jón Arnór um riðil íslenska liðsins sem er talinn vera sá erfiðasti í keppninni. Fjögur af sex liðum komast áfram í sextán liða úrslitin. Blaðamaður FIBA.com spyr Jón Arnór næst út í lífið hjá Unicaja Malaga en liðið er nú í toppsæti spænsku úrvalsdeildarinnar. „Það er frábær staða fyrir mig og það er gott að vera kominn aftur í Euroleague og vera aftur farinn að spila fyrir stórt félag. Ég gat ekki beðið eftir því að fá að spila aftur í Euroleague og loksins gekk það upp," sagði Jón Arnór. „Það var frábært tækifæri fyrir mig að fara til Malaga sem er frábært félag í frábærri borg. Ég tel að við séum með mjög gott lið með góðum liðsanda. Við höfum sýnt hvað við getum með því að vinna öflug lið á útivelli í úrvalsdeildinni," sagði Jón Arnór. Jón Arnór er að koma inn af bekknum hjá Unicaja Malaga og hann talar um það hversu ólíkt hlutverk hans er hjá Unicaja og íslenska landsliðinu. „Ég þarf að koma inn með mikla orku og ég verð að setja niður opnu skotin. Það koma dagar þar sem ég hitti en stundum hitti ég ekki. Ég reyni samt alltaf að gefa liðinu eitthvað," sagði Jón Arnór. „Ég þarf fyrst og fremst að standa mig í varnarleiknum og vera grimmur þar. Ég þarf að vera límið í liðinu, bæði innan og utan vallar. Ég sætti mig við það og geri mér grein fyrir því að það er mitt starf hér á Spáni," sagði Jón Arnór. „Hlutverk mitt hjá Unicaja og hjá íslenska landsliðinu er eins ólíkt og dagur og nótt. Á báðum stöðum þarf ég að gera það sem liðið þarf mest á að halda. Ef ég skora ekki með íslenska landsliðinu þá vinnum við ekki. Það er því mitt hlutverk hjá íslenska landsliðinu að vera „agressívur“ í sókninni og skjóta mikið," sagði Jón Arnór. Það er hægt að lesa allt viðtalið við Jón Arnór inn á heimasíðu FIBA. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, körfuboltamaður ársins og einn af þeim tíu sem koma til greina sem Íþróttamaður ársins, er í skemmtilegu viðtali á heimasíðu FIBA þar sem íslenski landsliðsmaðurinn ræðir meðal annars EM-ævintýri íslenska landsliðsins sem og hlutverk sitt hjá toppliði Unicaja Malaga á Spáni. Jón Arnór spilaði ekki fyrstu tvo leiki Íslands í undankeppninni en var stigahæstur í sigurleiknum út í Bretlandi þegar íslenska liðið fór langleiðina með að tryggja sér sæti á EM. Hann setti meðal annars niður eitt stærsta skot sitt á ferlinum þegar þriggja stiga skot hans rataði rétta leið 44 sekúndum fyrir leikslok. „Það var alveg að fara með mig að vera ekki með. Það var stór áhætta fyrir mig að spila án þess að vera með samning en ég hélt aldrei að ég þyrfti að bíða svona lengi eftir nýjum samningi. Þegar ég sá styrkleika breska liðsins sem við unnum sannfærandi á Íslandi, þá stökk ég upp á vagninn eins og klappstýra eða svo sögðu liðsfélagarnir allavega," sagði Jón Arnór. „Ég tek því alveg. Úti í Bretlandi þurftum við meiri vopn og þetta gekk upp. Þetta er ótrúlegt en við erum komnir í úrslitakeppni EM. Þetta er ótrúleg tilfinning," sagði Jón Arnór. „Ég og Hlynur erum búnir að vera svo lengi í landsliðinu þannig að þetta er mjög sérstakt fyrir okkur. Okkur hefur vantað svona til að toppa landsliðsferilinn," sagði Jón Arnór. „Þetta mun án vafa hjálpa íslenskum körfubolta. Þetta er orðinn hluti að íslenskri íþróttasögu og vonandi getum við haft góð áhrif á krakkana," sagði Jón Arnór. „Við munum berjast til síðasta blóðdropa í öllum leikjunum. Þannig er okkar nálgun á þessa leiki," sagði Jón Arnór um riðil íslenska liðsins sem er talinn vera sá erfiðasti í keppninni. Fjögur af sex liðum komast áfram í sextán liða úrslitin. Blaðamaður FIBA.com spyr Jón Arnór næst út í lífið hjá Unicaja Malaga en liðið er nú í toppsæti spænsku úrvalsdeildarinnar. „Það er frábær staða fyrir mig og það er gott að vera kominn aftur í Euroleague og vera aftur farinn að spila fyrir stórt félag. Ég gat ekki beðið eftir því að fá að spila aftur í Euroleague og loksins gekk það upp," sagði Jón Arnór. „Það var frábært tækifæri fyrir mig að fara til Malaga sem er frábært félag í frábærri borg. Ég tel að við séum með mjög gott lið með góðum liðsanda. Við höfum sýnt hvað við getum með því að vinna öflug lið á útivelli í úrvalsdeildinni," sagði Jón Arnór. Jón Arnór er að koma inn af bekknum hjá Unicaja Malaga og hann talar um það hversu ólíkt hlutverk hans er hjá Unicaja og íslenska landsliðinu. „Ég þarf að koma inn með mikla orku og ég verð að setja niður opnu skotin. Það koma dagar þar sem ég hitti en stundum hitti ég ekki. Ég reyni samt alltaf að gefa liðinu eitthvað," sagði Jón Arnór. „Ég þarf fyrst og fremst að standa mig í varnarleiknum og vera grimmur þar. Ég þarf að vera límið í liðinu, bæði innan og utan vallar. Ég sætti mig við það og geri mér grein fyrir því að það er mitt starf hér á Spáni," sagði Jón Arnór. „Hlutverk mitt hjá Unicaja og hjá íslenska landsliðinu er eins ólíkt og dagur og nótt. Á báðum stöðum þarf ég að gera það sem liðið þarf mest á að halda. Ef ég skora ekki með íslenska landsliðinu þá vinnum við ekki. Það er því mitt hlutverk hjá íslenska landsliðinu að vera „agressívur“ í sókninni og skjóta mikið," sagði Jón Arnór. Það er hægt að lesa allt viðtalið við Jón Arnór inn á heimasíðu FIBA.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Sjá meira