Gleymda lögsögubeltið Bjarni Már Magnússon skrifar 31. janúar 2014 06:00 Mikið er rætt um Norðurslóðir og þau tækifæri og ógnir sem stafa af hlýnun jarðar af mannavöldum. Í þá umræðu vantar oft nákvæmni. Verður hér bent á eitt atriði sem Alþingi ætti að taka til umhugsunar og í framhaldinu leiða í lög til að bregðast við þeim breytingum sem eru að eiga sér stað. Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um, í 33. gr., að ríki geti tekið sér svokallað 24 sjómílna aðlægt belti. Í dag hafa um eitt hundrað ríki tekið sér slíkt belti, en ekki Ísland. Á aðlæga beltinu, getur strandríki farið með nauðsynlegt vald annars vegar til að afstýra brotum á lögum og reglum þess í tolla-, fjár-, innflytjenda- og heilbrigðismálum í landi eða landhelgi og hins vegar til að refsa fyrir brot á ofangreindum lögum og reglum sem framin eru í landi eða landhelgi þess. Á mannamáli þýðir þetta að ríki með 12 sjómílna landhelgi, eins og Ísland, getur tekið sér 12 sjómílna viðbótar lögsögubelti sem snerta innanríkismálefni. Engar skyldur leggjast á íslenska ríkið við að taka sér slíkt belti. Í þessu samhengi er rétt að benda á að réttindin sem fylgja efnahagslögsögunni, hafsvæðinu sem nær frá 12 sjómílna landhelginni að 200 sjómílum, taka ekki til þeirra málaflokka er fylgja aðlæga beltinu. Ef Ísland tæki sér aðlægt belti leiddi það til þess að íslenska ríkið gæti tekið sér frekari lögsögu á haf út en nú er í tilteknum málaflokkum. Til að aðlæga beltið verði að veruleika við Íslandsstrendur þyrfti þingmaður að bera fram tiltölulega stutt og einfalt frumvarp til breytinga á lögum nr. 41/1979 um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn. Er hér með skorað á þingmenn úr öllum flokkum að velta þessu fyrir sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Bjarni Már Magnússon Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Mikið er rætt um Norðurslóðir og þau tækifæri og ógnir sem stafa af hlýnun jarðar af mannavöldum. Í þá umræðu vantar oft nákvæmni. Verður hér bent á eitt atriði sem Alþingi ætti að taka til umhugsunar og í framhaldinu leiða í lög til að bregðast við þeim breytingum sem eru að eiga sér stað. Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um, í 33. gr., að ríki geti tekið sér svokallað 24 sjómílna aðlægt belti. Í dag hafa um eitt hundrað ríki tekið sér slíkt belti, en ekki Ísland. Á aðlæga beltinu, getur strandríki farið með nauðsynlegt vald annars vegar til að afstýra brotum á lögum og reglum þess í tolla-, fjár-, innflytjenda- og heilbrigðismálum í landi eða landhelgi og hins vegar til að refsa fyrir brot á ofangreindum lögum og reglum sem framin eru í landi eða landhelgi þess. Á mannamáli þýðir þetta að ríki með 12 sjómílna landhelgi, eins og Ísland, getur tekið sér 12 sjómílna viðbótar lögsögubelti sem snerta innanríkismálefni. Engar skyldur leggjast á íslenska ríkið við að taka sér slíkt belti. Í þessu samhengi er rétt að benda á að réttindin sem fylgja efnahagslögsögunni, hafsvæðinu sem nær frá 12 sjómílna landhelginni að 200 sjómílum, taka ekki til þeirra málaflokka er fylgja aðlæga beltinu. Ef Ísland tæki sér aðlægt belti leiddi það til þess að íslenska ríkið gæti tekið sér frekari lögsögu á haf út en nú er í tilteknum málaflokkum. Til að aðlæga beltið verði að veruleika við Íslandsstrendur þyrfti þingmaður að bera fram tiltölulega stutt og einfalt frumvarp til breytinga á lögum nr. 41/1979 um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn. Er hér með skorað á þingmenn úr öllum flokkum að velta þessu fyrir sér.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun