Viðskipti erlent

Nýr framkvæmdastjóri Microsoft

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Nadella hóf störf hjá Microsoft árið 1992.
Nadella hóf störf hjá Microsoft árið 1992. Vísir/AP
Hinn 46 ára indverskættaði Satya Nadella mun taka við stöðu framkvæmdastjóra hjá Microsoft en hann var áður yfirmaður tölvuskýjaþjónustu fyrirtækisins. Nadella verður þannig aðeins þriðji framkvæmdastjóri Microsoft á 38 ára sögu fyrirtækisins.

Stofnandi Microsoft og fyrsti framkvæmdastjóri þess, Bill Gates, mun víkja sem stjórnarformaður og sinna ráðgjafastörfum. Hann hyggst eyða þriðjungi starfstíma síns við vöru- og tækniþróun hjá fyrirtækinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×