Reykjavík, borg tækifæranna Natan Kolbeinsson skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Reykjavík er borg tækifæra. Eitt stærsta verkefnið framundan fyrir okkur Reykvíkinga er að mæta breyttum tímum í atvinnulífinu – að takast á við breytta hugsun þegar kemur að atvinnulífi dagsins í dag. Það atvinnulíf sem við búum við núna kallar á sérfræðimenntun í tækni og nýsköpun. Fyrirtæki á borð við Össur og CCP sækjast eftir vel menntuðu ungu fólki til að koma með sér í nýsköpun á vöru og þjónustu sem skilar sér til samfélagsins í bættum lífskjörum. Við búum við næg tækifæri og höfum sýnt það og sannað að þegar við tökum höndum saman náum við árangri. Til að undirbúa ungt fólk undir nýja og spennandi tíma þarf m.a. að fara í róttækar breytingar á skólakerfinu. Það þarf að breyta kennsluháttum og hugsun okkar um menntun og sú breyting þarf að byrja hjá grunnskólanum þar sem við leggjum grunn að framtíðarmenntun nýrra kynslóða í dag. Og við þurfum að byrja sem fyrst. Ekki í takt við tímann Grunnskólinn í dag er ekki í takt við tímann og meira til þess gerður að undirbúa krakka undir bóknám á framhaldsskólastigi. Lítið sem ekkert svigrúm er fyrir nemendur sem hyggja á nám í forritun og/eða iðnnámi. Sú kennsla sem fer fram í verknámi innan veggja grunnskóla byggir á smíði og saumaskap sem segja má að sé í takt við það atvinnulíf sem var þegar kynslóðin sem nú situr við völd lærði fyrir. Þó vissulega sé þörf á félagsfræðingum, lögfræðingum, læknum og smiðum þá er það samt þannig að atvinnulífið kallar eftir fólki með fjölbreyttan bakgrunn í menntun svo sem forritun – fólki getur tekið þátt í þeirri nýsköpun sem á sér stað í dag. Þær breytingar sem ég vil fá tækifæri til að berjast fyrir á vettvangi borgarstjórnar eru ekki bara þess eðlis að þær gagnist atvinnulífinu. Þetta snýst líka um að gefa öllum tækifæri til þess finna sér þá braut í lífinu sem vænlegt er að ná árangri á. Sannleikurinn er sá að iðnnám nýtur ekki sannmælis í samfélaginu og skrifast það m.a. á þá staðreynd að ungt fólk fær takmarkað að kynnast því fyrr en það velur sér framhaldsskóla. Við þurfum fjölbreytileika í lífinu og þess vegna þarf grunnur að iðn- og tækninámi að vera raunhæfur kostur fyrir ungt fólk strax í grunnskóla. Með því að fara í breytingar á menntakerfinu getum við gert ungu fólki í Reykjavík kleift að takast á við nýja tíma í atvinnulífinu og fundið öllum farveg í menntakerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Natan Kolbeinsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík er borg tækifæra. Eitt stærsta verkefnið framundan fyrir okkur Reykvíkinga er að mæta breyttum tímum í atvinnulífinu – að takast á við breytta hugsun þegar kemur að atvinnulífi dagsins í dag. Það atvinnulíf sem við búum við núna kallar á sérfræðimenntun í tækni og nýsköpun. Fyrirtæki á borð við Össur og CCP sækjast eftir vel menntuðu ungu fólki til að koma með sér í nýsköpun á vöru og þjónustu sem skilar sér til samfélagsins í bættum lífskjörum. Við búum við næg tækifæri og höfum sýnt það og sannað að þegar við tökum höndum saman náum við árangri. Til að undirbúa ungt fólk undir nýja og spennandi tíma þarf m.a. að fara í róttækar breytingar á skólakerfinu. Það þarf að breyta kennsluháttum og hugsun okkar um menntun og sú breyting þarf að byrja hjá grunnskólanum þar sem við leggjum grunn að framtíðarmenntun nýrra kynslóða í dag. Og við þurfum að byrja sem fyrst. Ekki í takt við tímann Grunnskólinn í dag er ekki í takt við tímann og meira til þess gerður að undirbúa krakka undir bóknám á framhaldsskólastigi. Lítið sem ekkert svigrúm er fyrir nemendur sem hyggja á nám í forritun og/eða iðnnámi. Sú kennsla sem fer fram í verknámi innan veggja grunnskóla byggir á smíði og saumaskap sem segja má að sé í takt við það atvinnulíf sem var þegar kynslóðin sem nú situr við völd lærði fyrir. Þó vissulega sé þörf á félagsfræðingum, lögfræðingum, læknum og smiðum þá er það samt þannig að atvinnulífið kallar eftir fólki með fjölbreyttan bakgrunn í menntun svo sem forritun – fólki getur tekið þátt í þeirri nýsköpun sem á sér stað í dag. Þær breytingar sem ég vil fá tækifæri til að berjast fyrir á vettvangi borgarstjórnar eru ekki bara þess eðlis að þær gagnist atvinnulífinu. Þetta snýst líka um að gefa öllum tækifæri til þess finna sér þá braut í lífinu sem vænlegt er að ná árangri á. Sannleikurinn er sá að iðnnám nýtur ekki sannmælis í samfélaginu og skrifast það m.a. á þá staðreynd að ungt fólk fær takmarkað að kynnast því fyrr en það velur sér framhaldsskóla. Við þurfum fjölbreytileika í lífinu og þess vegna þarf grunnur að iðn- og tækninámi að vera raunhæfur kostur fyrir ungt fólk strax í grunnskóla. Með því að fara í breytingar á menntakerfinu getum við gert ungu fólki í Reykjavík kleift að takast á við nýja tíma í atvinnulífinu og fundið öllum farveg í menntakerfinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar