Lýsing á Lýsingu Einar Hugi Bjarnason skrifar 24. apríl 2014 07:00 Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Lýsingar, ritar sérkennilega grein í Fréttablaðið þann 15. apríl sl. þar sem hann fjallar um blaðagrein sem ég ritaði í sama blað þann 4. sama mánaðar. Í grein minni var þeirri áskorun beint til alþingismanna að samþykkja sem lög frá Alþingi frumvarp sem nú liggur fyrir þinginu og felur í sér að fyrningarfrestur uppgjörskrafna vegna ólögmætrar gengistryggingar, sem að óbreyttu rennur út 16. júní nk., framlengist til 16. júní 2018.„Fyrirmyndarfyrirtækið“ Lýsing Sú mynd sem fulltrúi upplýsingamála Lýsingar dregur upp í grein sinni af fyrirtækinu sem hann þiggur laun hjá er fjarri öllum sanni. Af lýsingu hans að dæma mætti ætla að vinnuveitandi hans væri fyrirmyndarfyrirtæki sem ávallt hefði komið fram við viðskiptavini sína af sanngirni og sáttfýsi. Hið rétta er hins vegar, eins og viðsemjendur félagsins og raunar allir þeir sem fylgst hafa með þjóðmálaumræðu síðustu ára vita, að Lýsing bauð þúsundum viðskiptavina sinna upp á samninga sem ekki stóðust lög þegar á reyndi, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar í máli nr. 153/2010. Þrátt fyrir þetta hefur Lýsing beitt mikilli hörku í innheimtuaðgerðum gegn viðsemjendum sínum á þessum sömu lánum. Fyrirsögn greinar upplýsingafulltrúans „Lýsing byggir á lögum“ eru því ein mestu öfugmæli sem birst hafa á prenti hér á landi á síðustu árum.Óvenjulega mikill áhugi á Lýsingu Í grein upplýsingafulltrúans fullyrðir hann að ég hafi „um árabil haft óvenjulega mikinn áhuga á Lýsingu“. Ekki veit ég hvaða viðmið Þór leggur til grundvallar þegar hann segir að áhuginn sé óvenjulegur en ég get upplýst hann um að „áhugi“ minn á Lýsingu er alfarið þannig tilkominn að til mín hafa leitað, á síðustu árum, mörg hundruð viðsemjenda félagsins sem telja sig hafa verið órétti beitta í viðskiptum sínum við fyrirtækið. Þetta er í samræmi við það sem fram kemur í nýlegu minnisblaði umboðsmanns skuldara til ráðherra þar sem fram kemur að lántakar hafi í mörgum tilvikum verið fórnarlömb fjármálafyrirtækjanna og hafi þurft að leita sér aðstoðar í baráttunni við þau. Umboðsmaður telur ástæðu til að nefna Lýsingu sérstaklega í þessu sambandi og segir orðrétt að „Lýsing [hafi] komið fram við lántakendur í þessum málum með þeim hætti að ekki verður við unað“.Útreikningsaðferð Lýsingar röng Í fyrri blaðagrein minni benti ég á að uppgjörsaðferð Lýsingar væri í andstöðu við dómafordæmi Hæstaréttar. Í grein upplýsingafulltrúans er þetta dregið í efa og vísað til tilgreindra dóma Hæstaréttar því til stuðnings. Hér er Þór á villigötum og rangtúlkar dóma Hæstaréttar, sem eru skýrir um hvaða aðferð ber að beita við uppgjör gengislána. Þannig kemur skýrt fram í dómi Hæstaréttar 18. október 2012 í máli nr. 464/2012 (Borgarbyggð) hvaða aðferð skuli leggja til grundvallar. Síðari dómar réttarins t.d. í málum nr. 430/2013 og 544/2013 staðfesta þann skilning. Það er ljóst að ef útreikningsaðferð Lýsingar væri í samræmi við dómafordæmi Hæstaréttar, líkt og upplýsingafulltrúinn heldur fram, fæli það í sér að önnur fjármálafyrirtæki á Íslandi, með öllum þeim fjölda sérfræðinga sem þar starfa, hefðu lesið dóma Hæstaréttar skakkt og reiknað tugþúsundir lána út frá rangri aðferðafræði. Hið sama ætti þá við um umboðsmann skuldara, sem falið hefur verið eftirlitshlutverk með endurútreikningum. Þetta er fjarstæðukennt og stenst ekki nánari skoðun. Þrátt fyrir skýr dómafordæmi Hæstaréttar þráast Lýsing við og beitir aðferð sem leiðir til lakari niðurstöðu fyrir lántaka. Þetta er grafalvarlegt í ljósi þeirra hagsmuna sem í húfi eru. Viðsemjendur Lýsingar eru því í annarri og verri stöðu en viðsemjendur annarra fjármálafyrirtækja, enda liggur fyrir að hin síðarnefndu fallast á að beita þeirri aðferð sem leiðir af Borgarbyggðarmálinu. Afstaða Lýsingar hefur þannig í för með sér að viðsemjendur Lýsingar eru nauðbeygðir til að sækja rétt sinn fyrir dómstólum.Frumvarp um lengingu fyrningarfrests Ég hef kosið að taka afstöðu með viðsemjendum Lýsingar í baráttu sinni fyrir því að eignaleigufyrirtækið fari að lögum. Ég get því fullvissað upplýsingafulltrúann um að ég mun eftir sem áður fylgjast með „óvenjulega“ miklum áhuga með vinnuveitanda hans. Dæmin sanna að ekki er vanþörf á. Til þess að réttindi lántaka glatist ekki er nauðsynlegt að frumvarpið um lengingu fyrningarfrestsins verði samþykkt sem lög frá Alþingi áður en vorþingið rennur sitt skeið. Ég ítreka því fyrri áskorun mína til alþingismanna enda er að öðrum kosti stórslys í uppsiglingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Hugi Bjarnason Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Lýsingar, ritar sérkennilega grein í Fréttablaðið þann 15. apríl sl. þar sem hann fjallar um blaðagrein sem ég ritaði í sama blað þann 4. sama mánaðar. Í grein minni var þeirri áskorun beint til alþingismanna að samþykkja sem lög frá Alþingi frumvarp sem nú liggur fyrir þinginu og felur í sér að fyrningarfrestur uppgjörskrafna vegna ólögmætrar gengistryggingar, sem að óbreyttu rennur út 16. júní nk., framlengist til 16. júní 2018.„Fyrirmyndarfyrirtækið“ Lýsing Sú mynd sem fulltrúi upplýsingamála Lýsingar dregur upp í grein sinni af fyrirtækinu sem hann þiggur laun hjá er fjarri öllum sanni. Af lýsingu hans að dæma mætti ætla að vinnuveitandi hans væri fyrirmyndarfyrirtæki sem ávallt hefði komið fram við viðskiptavini sína af sanngirni og sáttfýsi. Hið rétta er hins vegar, eins og viðsemjendur félagsins og raunar allir þeir sem fylgst hafa með þjóðmálaumræðu síðustu ára vita, að Lýsing bauð þúsundum viðskiptavina sinna upp á samninga sem ekki stóðust lög þegar á reyndi, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar í máli nr. 153/2010. Þrátt fyrir þetta hefur Lýsing beitt mikilli hörku í innheimtuaðgerðum gegn viðsemjendum sínum á þessum sömu lánum. Fyrirsögn greinar upplýsingafulltrúans „Lýsing byggir á lögum“ eru því ein mestu öfugmæli sem birst hafa á prenti hér á landi á síðustu árum.Óvenjulega mikill áhugi á Lýsingu Í grein upplýsingafulltrúans fullyrðir hann að ég hafi „um árabil haft óvenjulega mikinn áhuga á Lýsingu“. Ekki veit ég hvaða viðmið Þór leggur til grundvallar þegar hann segir að áhuginn sé óvenjulegur en ég get upplýst hann um að „áhugi“ minn á Lýsingu er alfarið þannig tilkominn að til mín hafa leitað, á síðustu árum, mörg hundruð viðsemjenda félagsins sem telja sig hafa verið órétti beitta í viðskiptum sínum við fyrirtækið. Þetta er í samræmi við það sem fram kemur í nýlegu minnisblaði umboðsmanns skuldara til ráðherra þar sem fram kemur að lántakar hafi í mörgum tilvikum verið fórnarlömb fjármálafyrirtækjanna og hafi þurft að leita sér aðstoðar í baráttunni við þau. Umboðsmaður telur ástæðu til að nefna Lýsingu sérstaklega í þessu sambandi og segir orðrétt að „Lýsing [hafi] komið fram við lántakendur í þessum málum með þeim hætti að ekki verður við unað“.Útreikningsaðferð Lýsingar röng Í fyrri blaðagrein minni benti ég á að uppgjörsaðferð Lýsingar væri í andstöðu við dómafordæmi Hæstaréttar. Í grein upplýsingafulltrúans er þetta dregið í efa og vísað til tilgreindra dóma Hæstaréttar því til stuðnings. Hér er Þór á villigötum og rangtúlkar dóma Hæstaréttar, sem eru skýrir um hvaða aðferð ber að beita við uppgjör gengislána. Þannig kemur skýrt fram í dómi Hæstaréttar 18. október 2012 í máli nr. 464/2012 (Borgarbyggð) hvaða aðferð skuli leggja til grundvallar. Síðari dómar réttarins t.d. í málum nr. 430/2013 og 544/2013 staðfesta þann skilning. Það er ljóst að ef útreikningsaðferð Lýsingar væri í samræmi við dómafordæmi Hæstaréttar, líkt og upplýsingafulltrúinn heldur fram, fæli það í sér að önnur fjármálafyrirtæki á Íslandi, með öllum þeim fjölda sérfræðinga sem þar starfa, hefðu lesið dóma Hæstaréttar skakkt og reiknað tugþúsundir lána út frá rangri aðferðafræði. Hið sama ætti þá við um umboðsmann skuldara, sem falið hefur verið eftirlitshlutverk með endurútreikningum. Þetta er fjarstæðukennt og stenst ekki nánari skoðun. Þrátt fyrir skýr dómafordæmi Hæstaréttar þráast Lýsing við og beitir aðferð sem leiðir til lakari niðurstöðu fyrir lántaka. Þetta er grafalvarlegt í ljósi þeirra hagsmuna sem í húfi eru. Viðsemjendur Lýsingar eru því í annarri og verri stöðu en viðsemjendur annarra fjármálafyrirtækja, enda liggur fyrir að hin síðarnefndu fallast á að beita þeirri aðferð sem leiðir af Borgarbyggðarmálinu. Afstaða Lýsingar hefur þannig í för með sér að viðsemjendur Lýsingar eru nauðbeygðir til að sækja rétt sinn fyrir dómstólum.Frumvarp um lengingu fyrningarfrests Ég hef kosið að taka afstöðu með viðsemjendum Lýsingar í baráttu sinni fyrir því að eignaleigufyrirtækið fari að lögum. Ég get því fullvissað upplýsingafulltrúann um að ég mun eftir sem áður fylgjast með „óvenjulega“ miklum áhuga með vinnuveitanda hans. Dæmin sanna að ekki er vanþörf á. Til þess að réttindi lántaka glatist ekki er nauðsynlegt að frumvarpið um lengingu fyrningarfrestsins verði samþykkt sem lög frá Alþingi áður en vorþingið rennur sitt skeið. Ég ítreka því fyrri áskorun mína til alþingismanna enda er að öðrum kosti stórslys í uppsiglingu.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar