Viðskipti erlent

Tveir bankar nýfarnir í þrot

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Vísir/AFP
Það sem af er ári hafa ellefu bankar farið á hliðina í Bandaríkjunum. Eftirlitsstofnanir lokuðu núna síðast tveimur lánastofnunum í Illinois og Flórída. 24 bankar urðu gjaldþrota í Bandaríkjunum á síðasta ári.

Alríkisinnstæðutrygginga- sjóður Bandaríkjanna (FDIC) tók á föstudag yfir Valley Bank í Moline í Illinois. Bankinn var með 13 útibú, eignir upp á 456,4 milljónir dala og innstæður upp á 360 milljónir dala.

Þá hefur FDIC tekið yfir Valley Bank í Fort Lauderdale í Flórída. Sá var með fjögur útibú, eignir upp á 81,8 milljónir dala og 66,5 milljónir dala í innstæðum.

Búist er við að þrot bankanna kosti sjóðinn 51,4 og 7,7 milljónir Bandaríkjadala.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×