Lítil mistök geta tekið af manni marga metra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2014 06:30 Ásdís sést hér í einu kasta sinna í gær. Vísir/Getty Spjótkastaranum Ásdísi Hjálmsdóttur tókst ekki að komast í úrslit á EM í frjálsum í gær þegar hún keppti fyrst Íslendinga á Evrópumótinu í ár. Ásdís var skiljanlega svekkt eftir undankeppnina enda ætlaði hún sér miklu meira á mótinu sem fór fram á „heimavelli“ hennar í Zürich. „Ég kastaði ekki nógu langt og það er bara svoleiðis stundum. Ég ætla ekki að fara að afsaka mig neitt. Þetta gekk bara ekki upp hjá mér,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir þegar Fréttablaðið náði í hana í gær. Hún hefur æft undanfarið í Sviss en Ásdís var einu sæti frá úrslitunum alveg eins og á EM 2012 og HM 2011. „Auðvitað er þetta enn þá meira svekkjandi að vera svona nálægt þessu en ég átti að vera í þessum úrslitum,“ sagði Ásdís. Ásdís kastaði lengst 56,36 metra í öðru kasti sínu en hin sænska Sofi Flink var sú síðasta inn í úrslit með kast upp á 57,53 metra. Ásdís var því meira en metra frá því að komast í úrslitin. „Ég hef kastað yfir 57,50 metra á sex mótum í sumar. Ég var svo sem ekkert langt frá því en ég á að geta náð þessu. Þegar maður er að leggja allt í þetta þá er það ekki nóg að vera bara með,“ segir Ásdís. „Svona hlutir gerast. Stelpan sem var búin að kasta næstlengst í heiminum í ár (Hanna Hatsko-Fedusova frá Úkraínu) kastaði aðeins 53 metra og endaði neðarlega. Spjótið er bara þannig grein að svona hlutir gerast. Spjótið er bara svo viðkvæm tæknigrein að smá klikk getur tekið af manni marga metra. Það þarf því allt að smella,“ sagði Ásdís. Ásdís náði þremur gildum köstum en hún kastaði fyrst 55,81 metra, þá 56,36 metra og loks 54,4 metra í lokakastinu þegar hún vissi að hún þyrfti að bæta sig töluvert. „Þessi vegalengd var alls ekki lýsandi fyrir þann stað sem ég er á í dag og ég á að geta gert miklu betur. Ég hef samt enga afsökun fyrir þessu. Ég hitti ekki á það í dag,“ sagði Ásdís, sem miðaði allt við EM og var ekkert búin að skipuleggja framhaldið hjá sér. „Núna er ég bara á leiðinni í sturtu og ég er ekki komin lengra en það,“ sagði Ásdís og bætti síðan við: „Ég kem heim í haust en það eru nokkrar vikur eftir af tímabilinu. Mig langar til þess að fá nokkur mót en ég veit ekkert hver staðan er akkúrat núna. Ég vona allavega að ég fái eitt til tvö mót í viðbót,“ sagði Ásdís að lokum. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ásdís aðeins einu sæti frá úrslitunum Spjótkastaranum Ásdísi Hjálmsdóttur tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitum í spjótkastkeppni Evrópumótsins í Zürich í Sviss. Hún endaði í 13. sæti í undankeppninni en tólf efstu fóru í úrslit. 12. ágúst 2014 10:48 Ásdís er á áttunda stórmótinu í röð Ásdís Hjálmsdóttir keppir fyrst íslensku keppendanna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Zürich í dag en seinna í kvöld keppir Hafdís Sigurðardóttir í undankeppni í langstökki kvenna en hennar riðill byrjar klukkan 18.07 að íslenskum tíma. 12. ágúst 2014 06:30 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Aron verður heldur ekki með í dag Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Sjá meira
Spjótkastaranum Ásdísi Hjálmsdóttur tókst ekki að komast í úrslit á EM í frjálsum í gær þegar hún keppti fyrst Íslendinga á Evrópumótinu í ár. Ásdís var skiljanlega svekkt eftir undankeppnina enda ætlaði hún sér miklu meira á mótinu sem fór fram á „heimavelli“ hennar í Zürich. „Ég kastaði ekki nógu langt og það er bara svoleiðis stundum. Ég ætla ekki að fara að afsaka mig neitt. Þetta gekk bara ekki upp hjá mér,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir þegar Fréttablaðið náði í hana í gær. Hún hefur æft undanfarið í Sviss en Ásdís var einu sæti frá úrslitunum alveg eins og á EM 2012 og HM 2011. „Auðvitað er þetta enn þá meira svekkjandi að vera svona nálægt þessu en ég átti að vera í þessum úrslitum,“ sagði Ásdís. Ásdís kastaði lengst 56,36 metra í öðru kasti sínu en hin sænska Sofi Flink var sú síðasta inn í úrslit með kast upp á 57,53 metra. Ásdís var því meira en metra frá því að komast í úrslitin. „Ég hef kastað yfir 57,50 metra á sex mótum í sumar. Ég var svo sem ekkert langt frá því en ég á að geta náð þessu. Þegar maður er að leggja allt í þetta þá er það ekki nóg að vera bara með,“ segir Ásdís. „Svona hlutir gerast. Stelpan sem var búin að kasta næstlengst í heiminum í ár (Hanna Hatsko-Fedusova frá Úkraínu) kastaði aðeins 53 metra og endaði neðarlega. Spjótið er bara þannig grein að svona hlutir gerast. Spjótið er bara svo viðkvæm tæknigrein að smá klikk getur tekið af manni marga metra. Það þarf því allt að smella,“ sagði Ásdís. Ásdís náði þremur gildum köstum en hún kastaði fyrst 55,81 metra, þá 56,36 metra og loks 54,4 metra í lokakastinu þegar hún vissi að hún þyrfti að bæta sig töluvert. „Þessi vegalengd var alls ekki lýsandi fyrir þann stað sem ég er á í dag og ég á að geta gert miklu betur. Ég hef samt enga afsökun fyrir þessu. Ég hitti ekki á það í dag,“ sagði Ásdís, sem miðaði allt við EM og var ekkert búin að skipuleggja framhaldið hjá sér. „Núna er ég bara á leiðinni í sturtu og ég er ekki komin lengra en það,“ sagði Ásdís og bætti síðan við: „Ég kem heim í haust en það eru nokkrar vikur eftir af tímabilinu. Mig langar til þess að fá nokkur mót en ég veit ekkert hver staðan er akkúrat núna. Ég vona allavega að ég fái eitt til tvö mót í viðbót,“ sagði Ásdís að lokum.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ásdís aðeins einu sæti frá úrslitunum Spjótkastaranum Ásdísi Hjálmsdóttur tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitum í spjótkastkeppni Evrópumótsins í Zürich í Sviss. Hún endaði í 13. sæti í undankeppninni en tólf efstu fóru í úrslit. 12. ágúst 2014 10:48 Ásdís er á áttunda stórmótinu í röð Ásdís Hjálmsdóttir keppir fyrst íslensku keppendanna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Zürich í dag en seinna í kvöld keppir Hafdís Sigurðardóttir í undankeppni í langstökki kvenna en hennar riðill byrjar klukkan 18.07 að íslenskum tíma. 12. ágúst 2014 06:30 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Aron verður heldur ekki með í dag Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Sjá meira
Ásdís aðeins einu sæti frá úrslitunum Spjótkastaranum Ásdísi Hjálmsdóttur tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitum í spjótkastkeppni Evrópumótsins í Zürich í Sviss. Hún endaði í 13. sæti í undankeppninni en tólf efstu fóru í úrslit. 12. ágúst 2014 10:48
Ásdís er á áttunda stórmótinu í röð Ásdís Hjálmsdóttir keppir fyrst íslensku keppendanna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Zürich í dag en seinna í kvöld keppir Hafdís Sigurðardóttir í undankeppni í langstökki kvenna en hennar riðill byrjar klukkan 18.07 að íslenskum tíma. 12. ágúst 2014 06:30