Ætlar enginn að bjarga Landspítalanum? Ragna Sigurðardóttir skrifar 24. september 2014 07:00 Í fjárlögum næsta árs er ekki gert ráð fyrir fjármögnun undirbúningsvinnu fyrir byggingu nýs Landspítala. Þetta er í andstöðu við loforð þingsins. Í maí á þessu ári ályktaði Alþingi „að fela ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi byggingar nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík og hefja byggingu hans strax að því loknu.“ Í ágúst lýsti formaður fjárlaganefndar, ásamt heilbrigðisráðherra, yfir vonbrigðum á umframkeyrslu Landspítalans fram yfir fjárlög þessa árs. Þessi svokallaða umframkeyrsla á hálfu ári nam 600 milljónum króna. Sú upphæð er 700 milljónum minni en upphæðin sem hefði sparast það sem af er ári, hefði nýr spítali verið reistur. Reiknað er með að 2,6 milljarðar sparist árlega við byggingu nýs spítala. Þeir útreikningar taka ekki tillit til þess starfskrafts sem spítalinn missir á hverju ári vegna óviðunandi vinnuaðstæðna. Fyrr í þessum mánuði fullyrti formaður fjárlaganefndar að með fjárlögum næsta árs væri verið að jafna niðurskurð síðustu ára. Þetta er rangt. Ef jafna ætti niðurskurð síðustu ára, frá árinu 2008, þyrfti 16 milljarða króna aukningu á því fjármagni sem rennur til spítalans. Landspítalinn er nú rekinn fyrir 10% minna fé en árið 2008, ef miðað er við fast verðlag. Þetta benti Páll Matthíasson á í forstjórapistli 12. september. Þegar fjármögnun spítalans í dag er borin saman við fjármögnun hans árið 2008 er vert að benda á að árið 2008 var niðurskurður á spítalanum þegar hafinn. Árið 2008 lýsti þáverandi forstjóri spítalans því yfir að Landspítalinn væri nálægt þolmörkum. Árið 2008 höfðu ráðamenn spítalans lofað starfsmönnum sínum bættri vinnuaðstöðu. Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu nær lengra aftur en til ársins 2008. Heilbrigðiskerfið fjársvelt Þörf er á aðgerðum. Í nýlegri úttekt á vegum embættis Landlæknis á lyflækningasviði spítalans kemur fram að starfsmenn meta vinnuaðstöðu sína ófullnægjandi á öllum þeim deildum sem úttektin náði til. Úttekt embættisins á geðsviði spítalans sem gerð var á síðasta ári leiðir sambærilega niðurstöðu í ljós. Íslenskir læknar í útlöndum sjá sér ekki fært að flytja heim. Íslenskir læknar á Íslandi og aðrir heilbrigðisstarfsmenn á Landspítala sjá sér margir hverjir ekki fært um að starfa hér áfram. Nemendur eiga erfitt með að ímynda sér Landspítalann sem framtíðarvinnustað. Starfandi læknum á landinu fækkar árlega á meðan fjöldi sjúklinga eykst. Hvað gerist þegar ekki verður hægt að manna stærsta vinnustað landsins? Það hriktir í einni af grunnstoðum samfélagsins. Heilbrigðiskerfið er fjársvelt. Því hefur hrakað á undanförnum árum og ef ekkert er að gert mun sú þróun halda áfram. Brátt verður ekki aftur snúið. Lækning á Landspítalanum er í höndum ríkisstjórnarinnar. Sú lækning felst í aðgerðum, ekki innantómum loforðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ragna Sigurðardóttir Mest lesið Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Í fjárlögum næsta árs er ekki gert ráð fyrir fjármögnun undirbúningsvinnu fyrir byggingu nýs Landspítala. Þetta er í andstöðu við loforð þingsins. Í maí á þessu ári ályktaði Alþingi „að fela ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi byggingar nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík og hefja byggingu hans strax að því loknu.“ Í ágúst lýsti formaður fjárlaganefndar, ásamt heilbrigðisráðherra, yfir vonbrigðum á umframkeyrslu Landspítalans fram yfir fjárlög þessa árs. Þessi svokallaða umframkeyrsla á hálfu ári nam 600 milljónum króna. Sú upphæð er 700 milljónum minni en upphæðin sem hefði sparast það sem af er ári, hefði nýr spítali verið reistur. Reiknað er með að 2,6 milljarðar sparist árlega við byggingu nýs spítala. Þeir útreikningar taka ekki tillit til þess starfskrafts sem spítalinn missir á hverju ári vegna óviðunandi vinnuaðstæðna. Fyrr í þessum mánuði fullyrti formaður fjárlaganefndar að með fjárlögum næsta árs væri verið að jafna niðurskurð síðustu ára. Þetta er rangt. Ef jafna ætti niðurskurð síðustu ára, frá árinu 2008, þyrfti 16 milljarða króna aukningu á því fjármagni sem rennur til spítalans. Landspítalinn er nú rekinn fyrir 10% minna fé en árið 2008, ef miðað er við fast verðlag. Þetta benti Páll Matthíasson á í forstjórapistli 12. september. Þegar fjármögnun spítalans í dag er borin saman við fjármögnun hans árið 2008 er vert að benda á að árið 2008 var niðurskurður á spítalanum þegar hafinn. Árið 2008 lýsti þáverandi forstjóri spítalans því yfir að Landspítalinn væri nálægt þolmörkum. Árið 2008 höfðu ráðamenn spítalans lofað starfsmönnum sínum bættri vinnuaðstöðu. Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu nær lengra aftur en til ársins 2008. Heilbrigðiskerfið fjársvelt Þörf er á aðgerðum. Í nýlegri úttekt á vegum embættis Landlæknis á lyflækningasviði spítalans kemur fram að starfsmenn meta vinnuaðstöðu sína ófullnægjandi á öllum þeim deildum sem úttektin náði til. Úttekt embættisins á geðsviði spítalans sem gerð var á síðasta ári leiðir sambærilega niðurstöðu í ljós. Íslenskir læknar í útlöndum sjá sér ekki fært að flytja heim. Íslenskir læknar á Íslandi og aðrir heilbrigðisstarfsmenn á Landspítala sjá sér margir hverjir ekki fært um að starfa hér áfram. Nemendur eiga erfitt með að ímynda sér Landspítalann sem framtíðarvinnustað. Starfandi læknum á landinu fækkar árlega á meðan fjöldi sjúklinga eykst. Hvað gerist þegar ekki verður hægt að manna stærsta vinnustað landsins? Það hriktir í einni af grunnstoðum samfélagsins. Heilbrigðiskerfið er fjársvelt. Því hefur hrakað á undanförnum árum og ef ekkert er að gert mun sú þróun halda áfram. Brátt verður ekki aftur snúið. Lækning á Landspítalanum er í höndum ríkisstjórnarinnar. Sú lækning felst í aðgerðum, ekki innantómum loforðum.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun