Spá 400 prósent vexti snjallúrasölu Samúel Karl Ólason skrifar 5. október 2014 12:30 JK Shin, framkvæmdastjóri þróunar- og farsímasviðs Samsung, kynnti Galaxy Gear-snjallúrið á tæknisýningu í Berlín í síðasta mánuði. Vísir/AFP Fjölmörg tæknifyrirtæki, eins og Apple, Google, Samsung, LG, Motorola, Sony og mörg fleiri, hafa markaðssett snjallúr á síðustu misserum, en þó hefur markaðurinn ekki tekið við sér eins og þau höfðu vonast eftir. Greinendur segja þó að markaðurinn muni taka stakkaskiptum á næstu árum og að snjallúr fari frá því að vera eitthvað sem „nördar“ sækjast í yfir í það að almenningur taki þeim opnum örmum. Með stækkun markaðarins munu fjölmörg smærri fyrirtæki framleiða snjallúr, en þrátt fyrir það segja greinendur að lítið verði um tækninýjungar. Þróun og hönnun snjallúra muni snúast í kringum stýrikerfi sem þegar séu til og getu þeirra. Þar að auki eru snjallúr að verða að tískuvöru í stað raftækja og sem dæmi fékk Apple heimsfrægan hönnuð til þess að taka þátt í þróun Apple Watch-snjallúrsins, sem kynnt var í síðasta mánuði. „Það er best að horfa á snjallúr sem hagnýtan fylgihlut frekar en raftæki,“ segir Sweta Dash, framkvæmdastjóri rannsókna hjá markaðsrannsóknafyrirtækinu IHS. Gífurleg stækkun markaðar.Gífurlegum vexti spáð Markaðsfyrirtækið Juniper Research telur að markaðurinn fyrir snjallúr muni hafa fjórfaldast árið 2017. Þá hafi 116 milljónir slíkra úra selst, samanborið við 27 milljónir á þessu ári. Þá telja þeir að snjallúrin muni ryðja hlaupaúrum úr vegi, þar sem flestir, ef ekki allir, notkunarmöguleikar hlaupaúra séu fáanlegir í flest snjallúr. Þó segja þeir að það verði ekki fyrr en árið 2017 sem fleiri einstaklingar muni eiga snjallúr en hlaupaúr. Rannsakendur IHS halda því fram að árið 2023 muni um 800 milljónir snjallúra hafa komið í hillur verslana, samanborið við 54 milljónir núna í ár. Enn eitt greiningarfyrirtækið segir að sölutölur snjallúra muni hækka um allt að 400 prósent á næsta ári. Tæknifyrirtæki sjá mikil tækifæri í því að þróa og selja snjallúr sem tengjast sérstaklega snjallsímum fyrirtækjanna. Þannig vonast þeir til að auka mjög tekjur sínar frá sömu notendum. Líklegt þykir að einn af hverjum tuttugu snjallsímum verði tengdur snjallúri innan nokkurra ára. IHS segir þróun teygjanlegra skjáa vera lykilatriði í þróun snjallúra. Slíkir skjáir hafi þegar opnað nýja möguleika í þróun og hönnun þeirra. Einnig þurfi að þróa skjái sem noti ekki mikið rafmagn. Þannig hefur LG hafið framleiðslu á skjáum sem haldið geta upplausn sinni án orku. Þannig er hægt að draga verulega úr rafmangsnotkun snjallúra.Þrjú atriði nauðsynleg Til þess að neytendur taki snjallúrin í almenna sátt og þau geti leyst gömlu góðu úrin af, eru þrjú atriði sem þau þurfa að uppfylla. Getan þarf að vera í lagi. Þar er átt við endingu rafhlaðna og hve öflug þau eru. Þá þurfa þau að líta vel út. Einnig þarf viðmót þeirra að vera þægilegt og þau auðveld í notkun. Auk þessara þriggja atriða þurfa snjallúr að lækka í verði. Þar til þessi atriði náist að fullu er ekki víst að markaðurinn muni taka það stökk sem greinendur reikna með. Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Fjölmörg tæknifyrirtæki, eins og Apple, Google, Samsung, LG, Motorola, Sony og mörg fleiri, hafa markaðssett snjallúr á síðustu misserum, en þó hefur markaðurinn ekki tekið við sér eins og þau höfðu vonast eftir. Greinendur segja þó að markaðurinn muni taka stakkaskiptum á næstu árum og að snjallúr fari frá því að vera eitthvað sem „nördar“ sækjast í yfir í það að almenningur taki þeim opnum örmum. Með stækkun markaðarins munu fjölmörg smærri fyrirtæki framleiða snjallúr, en þrátt fyrir það segja greinendur að lítið verði um tækninýjungar. Þróun og hönnun snjallúra muni snúast í kringum stýrikerfi sem þegar séu til og getu þeirra. Þar að auki eru snjallúr að verða að tískuvöru í stað raftækja og sem dæmi fékk Apple heimsfrægan hönnuð til þess að taka þátt í þróun Apple Watch-snjallúrsins, sem kynnt var í síðasta mánuði. „Það er best að horfa á snjallúr sem hagnýtan fylgihlut frekar en raftæki,“ segir Sweta Dash, framkvæmdastjóri rannsókna hjá markaðsrannsóknafyrirtækinu IHS. Gífurleg stækkun markaðar.Gífurlegum vexti spáð Markaðsfyrirtækið Juniper Research telur að markaðurinn fyrir snjallúr muni hafa fjórfaldast árið 2017. Þá hafi 116 milljónir slíkra úra selst, samanborið við 27 milljónir á þessu ári. Þá telja þeir að snjallúrin muni ryðja hlaupaúrum úr vegi, þar sem flestir, ef ekki allir, notkunarmöguleikar hlaupaúra séu fáanlegir í flest snjallúr. Þó segja þeir að það verði ekki fyrr en árið 2017 sem fleiri einstaklingar muni eiga snjallúr en hlaupaúr. Rannsakendur IHS halda því fram að árið 2023 muni um 800 milljónir snjallúra hafa komið í hillur verslana, samanborið við 54 milljónir núna í ár. Enn eitt greiningarfyrirtækið segir að sölutölur snjallúra muni hækka um allt að 400 prósent á næsta ári. Tæknifyrirtæki sjá mikil tækifæri í því að þróa og selja snjallúr sem tengjast sérstaklega snjallsímum fyrirtækjanna. Þannig vonast þeir til að auka mjög tekjur sínar frá sömu notendum. Líklegt þykir að einn af hverjum tuttugu snjallsímum verði tengdur snjallúri innan nokkurra ára. IHS segir þróun teygjanlegra skjáa vera lykilatriði í þróun snjallúra. Slíkir skjáir hafi þegar opnað nýja möguleika í þróun og hönnun þeirra. Einnig þurfi að þróa skjái sem noti ekki mikið rafmagn. Þannig hefur LG hafið framleiðslu á skjáum sem haldið geta upplausn sinni án orku. Þannig er hægt að draga verulega úr rafmangsnotkun snjallúra.Þrjú atriði nauðsynleg Til þess að neytendur taki snjallúrin í almenna sátt og þau geti leyst gömlu góðu úrin af, eru þrjú atriði sem þau þurfa að uppfylla. Getan þarf að vera í lagi. Þar er átt við endingu rafhlaðna og hve öflug þau eru. Þá þurfa þau að líta vel út. Einnig þarf viðmót þeirra að vera þægilegt og þau auðveld í notkun. Auk þessara þriggja atriða þurfa snjallúr að lækka í verði. Þar til þessi atriði náist að fullu er ekki víst að markaðurinn muni taka það stökk sem greinendur reikna með.
Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira