Þegar vonin hverfur Bolli Héðinsson skrifar 5. nóvember 2014 07:00 Það er mikil einföldun að halda að verkfall lækna sé aðeins afmörkuð kjaradeila hóps sem vill sækja kjarabætur. Kjaradeila lækna er aðeins toppur ísjakans, birtingarmynd þess sem koma skal í hinu hægfara hnignandi hagkerfi Íslendinga. Hagkerfi sem líður fyrir forystuleysi og skort á framtíðarsýn fyrir samfélag sem þarf að keppast um að halda í hvern einasta einstakling, ekki aðeins lækna. Landflótti menntaðs vinnuafls er staðreynd svo eðlilegast er að horfa til þess hverju menntafólkið og aðrir sem kjósa að flytja til útlanda eru að sækjast eftir. Laun hljóta að vega þar þungt en afkoman ræðst af svo miklu fleira en greiddum launum. Þar skipta önnur lífsgæði ekki síður máli s.s. frítími en ekki síst stöðugleiki, það að vita að hverju maður gengur í rekstri heimila og fyrirtækja.Breytt nálgun Stjórnlagaráð og endurskoðun stjórnarskrárinnar, loforð um innköllun fiskveiðikvóta og útleigu þeirra gegn sanngjörnu gjaldi, ESB-umsókn til að fá að vita hvort þar væri eftir einhverju að slægjast (leið sem nær allar nágrannaþjóðir okkar hafa farið), hugmyndir um að gera hlutina einfaldlega öðru vísi en gert var fyrir hrun, allt var þetta til þess fallið að skapa vonir um breytta tíma, breytta nálgun í samfélaginu þar sem þjóðin sjálf fengi einhverju ráðið, milliliðalaust, en væri ekki eilífur leiksoppur helmingaskiptaflokkanna sem fengju óáreittir að ráðskast með þjóðina og eignir hennar. Hvernig til tókst er orðið hluti af sögunni, hvernig sem okkur þykir að hafi verið að verki staðið. Allar vonir af þessu tagi hurfu endanlega á vordögum 2013 og það frumlegasta sem nýjum stjórnvöldum datt í hug voru ný helmingaskipti og reyna að vinda ofan af sem flestu sem reynt hafði verið að gera kjörtímabilið á undan. Reyna einfaldlega að færa klukkuna aftur til þess tíma er þeir réðu lögum og lofum á árunum fyrir hrun. Um leið tóku þeir í burtu vonina um breytta tíma. Þetta er almenningi nú orðið ljóst og þá fer fólk að hugsa sér til hreyfings í meira mæli en áður. Læknarnir eru einfaldlega þeir fyrstu sem fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Sjá meira
Það er mikil einföldun að halda að verkfall lækna sé aðeins afmörkuð kjaradeila hóps sem vill sækja kjarabætur. Kjaradeila lækna er aðeins toppur ísjakans, birtingarmynd þess sem koma skal í hinu hægfara hnignandi hagkerfi Íslendinga. Hagkerfi sem líður fyrir forystuleysi og skort á framtíðarsýn fyrir samfélag sem þarf að keppast um að halda í hvern einasta einstakling, ekki aðeins lækna. Landflótti menntaðs vinnuafls er staðreynd svo eðlilegast er að horfa til þess hverju menntafólkið og aðrir sem kjósa að flytja til útlanda eru að sækjast eftir. Laun hljóta að vega þar þungt en afkoman ræðst af svo miklu fleira en greiddum launum. Þar skipta önnur lífsgæði ekki síður máli s.s. frítími en ekki síst stöðugleiki, það að vita að hverju maður gengur í rekstri heimila og fyrirtækja.Breytt nálgun Stjórnlagaráð og endurskoðun stjórnarskrárinnar, loforð um innköllun fiskveiðikvóta og útleigu þeirra gegn sanngjörnu gjaldi, ESB-umsókn til að fá að vita hvort þar væri eftir einhverju að slægjast (leið sem nær allar nágrannaþjóðir okkar hafa farið), hugmyndir um að gera hlutina einfaldlega öðru vísi en gert var fyrir hrun, allt var þetta til þess fallið að skapa vonir um breytta tíma, breytta nálgun í samfélaginu þar sem þjóðin sjálf fengi einhverju ráðið, milliliðalaust, en væri ekki eilífur leiksoppur helmingaskiptaflokkanna sem fengju óáreittir að ráðskast með þjóðina og eignir hennar. Hvernig til tókst er orðið hluti af sögunni, hvernig sem okkur þykir að hafi verið að verki staðið. Allar vonir af þessu tagi hurfu endanlega á vordögum 2013 og það frumlegasta sem nýjum stjórnvöldum datt í hug voru ný helmingaskipti og reyna að vinda ofan af sem flestu sem reynt hafði verið að gera kjörtímabilið á undan. Reyna einfaldlega að færa klukkuna aftur til þess tíma er þeir réðu lögum og lofum á árunum fyrir hrun. Um leið tóku þeir í burtu vonina um breytta tíma. Þetta er almenningi nú orðið ljóst og þá fer fólk að hugsa sér til hreyfings í meira mæli en áður. Læknarnir eru einfaldlega þeir fyrstu sem fara.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar