Leiðréttingin; dómur sögunnar Bolli Héðinsson skrifar 21. nóvember 2014 09:00 Það var miður að stjórnmálamenn skyldu fallast á að greina fjölmiðlum frá hvort þeir hafi sótt um leiðréttingu húsnæðislána sinna eða ekki. Það eitt að segja til um hvort þeir sóttu um (sem er algerlega þeirra einkamál) gerði að verkum að stór hluti umræðunnar fór í það sem Íslendingar kunna svo vel „orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við en verði skelfingu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls“ (HKL). Kjarni umræðunnar um leiðréttinguna hlýtur að vera spurningin um hversu skynsamleg þessi ráðstöfun á skattfé almennings sé en ekki hvaða einstaklingar sóttu um.Leiðrétting ofan á hækkun húsnæðis. Það sem núna heitir „forsendubrestur“ sem hefur leitt af sér „leiðréttinguna“ er ekki nýtt fyrirbrigði og hefur verið reglulegur gestur í íslensku efnahagslífi. Fyrir réttum þrjátíu árum hét þetta „misgengi“. - Það sem gerist er að almennar verðhækkanir verða í samfélaginu á öllum vörum, húsnæði og þjónustu sem svo leiða til hækkunar lána þ.á.m. húsnæðislána. Þetta getur leitt til svo mikillar hækkunar að lántakendur ráða ekki lengur við afborganir ef launahækkanir fylgja ekki. Að nokkrum tíma liðnum jafnar þetta sig, svo að þeir sem náðu að þrauka, eiga þá orðið húsnæði sem hefur hækkað í verði a.m.k. jafn mikið og húsnæðislánin. Svona hefur þetta alltaf verið.Forsendubresturinn hækkar húsnæðisverð. Verkefni stjórnvalda við þessar aðstæður hlýtur því að vera að koma til móts við þá sem lenda í erfiðleikum áður en andvirði húsnæðis þeirra hefur náð að hækka jafn mikið og lánin gerðu. „Leiðréttingin“ núna gengur aftur á móti út á að greiða öllum hækkun lánanna þó svo að vitað sé að húsnæði þeirra hafi þegar hækkað í verði eða eigi eftir að gera það vegna hins sama „forsendubrests“ og lét lánin hækka! Hvernig skyldi sagan eiga eftir að dæma aðfarir sem þessar? Íslandssögubækur framtíðarinnar gætu t.d. sagt frá þessu svona: „Þegar hér var komið við sögu var heilbrigðiskerfið komið að fótum fram eftir áralanga vanrækslu. Bæði var umgjörð kerfisins hrunin sem og þau kjör sem heilbrigðisstarfsmönnum voru boðin. Flótti var brostinn í starfsliðið en steininn tók úr þegar ríkisstjórnin lét senda fjármuni heim til lántakenda í sömu vikunni og læknar fóru í fyrsta sinn í verkfall. Brottflutningur lækna komst í algleymi og aðrar stéttir langskólagenginna og faglærðra hópuðust af landi brott. Allt varð þetta til að seinka endurreisn hagkerfisins sem mátti glíma við stöðnun lengi enn.“ Trúir einhver því raunverulega að sú leið sem farin er með „leiðréttingunni“ að verja 80 milljörðum með þeim hætti sem gert er, sé til gæfu fallin á meðan heilbrigðiskerfið og menntakerfið koðnar niður, skuldir ríkissjóðs eru í hámarki og æpandi þörf á fjármagn til allra samfélagslegra verkefna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Það var miður að stjórnmálamenn skyldu fallast á að greina fjölmiðlum frá hvort þeir hafi sótt um leiðréttingu húsnæðislána sinna eða ekki. Það eitt að segja til um hvort þeir sóttu um (sem er algerlega þeirra einkamál) gerði að verkum að stór hluti umræðunnar fór í það sem Íslendingar kunna svo vel „orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við en verði skelfingu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls“ (HKL). Kjarni umræðunnar um leiðréttinguna hlýtur að vera spurningin um hversu skynsamleg þessi ráðstöfun á skattfé almennings sé en ekki hvaða einstaklingar sóttu um.Leiðrétting ofan á hækkun húsnæðis. Það sem núna heitir „forsendubrestur“ sem hefur leitt af sér „leiðréttinguna“ er ekki nýtt fyrirbrigði og hefur verið reglulegur gestur í íslensku efnahagslífi. Fyrir réttum þrjátíu árum hét þetta „misgengi“. - Það sem gerist er að almennar verðhækkanir verða í samfélaginu á öllum vörum, húsnæði og þjónustu sem svo leiða til hækkunar lána þ.á.m. húsnæðislána. Þetta getur leitt til svo mikillar hækkunar að lántakendur ráða ekki lengur við afborganir ef launahækkanir fylgja ekki. Að nokkrum tíma liðnum jafnar þetta sig, svo að þeir sem náðu að þrauka, eiga þá orðið húsnæði sem hefur hækkað í verði a.m.k. jafn mikið og húsnæðislánin. Svona hefur þetta alltaf verið.Forsendubresturinn hækkar húsnæðisverð. Verkefni stjórnvalda við þessar aðstæður hlýtur því að vera að koma til móts við þá sem lenda í erfiðleikum áður en andvirði húsnæðis þeirra hefur náð að hækka jafn mikið og lánin gerðu. „Leiðréttingin“ núna gengur aftur á móti út á að greiða öllum hækkun lánanna þó svo að vitað sé að húsnæði þeirra hafi þegar hækkað í verði eða eigi eftir að gera það vegna hins sama „forsendubrests“ og lét lánin hækka! Hvernig skyldi sagan eiga eftir að dæma aðfarir sem þessar? Íslandssögubækur framtíðarinnar gætu t.d. sagt frá þessu svona: „Þegar hér var komið við sögu var heilbrigðiskerfið komið að fótum fram eftir áralanga vanrækslu. Bæði var umgjörð kerfisins hrunin sem og þau kjör sem heilbrigðisstarfsmönnum voru boðin. Flótti var brostinn í starfsliðið en steininn tók úr þegar ríkisstjórnin lét senda fjármuni heim til lántakenda í sömu vikunni og læknar fóru í fyrsta sinn í verkfall. Brottflutningur lækna komst í algleymi og aðrar stéttir langskólagenginna og faglærðra hópuðust af landi brott. Allt varð þetta til að seinka endurreisn hagkerfisins sem mátti glíma við stöðnun lengi enn.“ Trúir einhver því raunverulega að sú leið sem farin er með „leiðréttingunni“ að verja 80 milljörðum með þeim hætti sem gert er, sé til gæfu fallin á meðan heilbrigðiskerfið og menntakerfið koðnar niður, skuldir ríkissjóðs eru í hámarki og æpandi þörf á fjármagn til allra samfélagslegra verkefna?
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun