Strákarnir spila gegn NBA-stjörnum á EM næsta haust Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. desember 2014 06:00 Gasol-bræðurnir fara fyrir ógnarsterku liði Spánverja. vísir/AFP Þegar ljóst varð að Ísland yrði í B-riðli með hverri stórþjóðinni á fætur annarri á EM í körfubolta næsta haust fór um marga stuðningsmenn íslenska landsliðsins. Það var ljóst að verkefnið hefði varla getað verið erfiðara fyrir strákana okkar sem þreyta frumraun sína á stórmóti í körfubolta í Berlín í septembermánuði næstkomandi. Teitur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, fylgdist eins og margir aðrir gríðarlega spenntur með drættinum í fyrradag og honum leist vel á útkomuna. „Mér finnst þetta hálfgerður draumur,“ segir Teitur. „Draumur fyrir kannski alla aðra en leikmenn íslenska landsliðsins enda varla raunhæft að ætlast til þess að liðið fari langt í þessari keppni. Vonandi eiga þeir eftir að valda hinum liðunum einhverjum vandræðum en fyrst og fremst eiga þeir að njóta þess að spila gegn þessum köllum. Það verður hápunktur ferilsins hjá öllum þessum strákum sem fá að taka þátt í þessu,“ segir Teitur. Eins og sjá má á úttektinni hér til hliðar eiga öll liðin sem eru með Íslandi í riðli minnst einn leikmann í NBA-deildinni, líkt og Snorri Örn Arnaldsson körfuboltaþjálfari benti á skömmu eftir dráttinn. Spánverjar, sem Teitur segir að séu fyrirfram með sterkasta lið riðilsins, eiga sjö. „Þetta eru langflestir NBA-leikmenn sem eru að byrja inn á hjá sínum liðum. Þetta eru engir aukvisar og ég á von á að sviðsljósið í keppninni verði fyrst og fremst á þessum riðli,“ segir Teitur. „Svo verða Þjóðverjar á heimavelli og vonandi að þeir fái að njóta krafta þeirra Dirk Nowitzky og Chris Kaman í mótinu. Mér finnst líklegt að fyrst Þjóðverjar verða á heimavelli að þeir reyni að koma saman sínu allra sterkasta liði.“ Evrópskir leikmenn í NBA-deildinni hafa ekki alltaf getað gefið kost á sér þegar lönd þeirra keppa á Evrópumeistaramóti en Teitur telur að stemningin fyrir þessari keppni sé slík að það sé vilji hjá langflestum þeirra til að taka þátt. „Sérstaklega í þessum riðli. Hann er það sterkur að öll lið vilja mæta til leiks með sína allra bestu leikmenn.“ Evrópumeistaramótið í körfubolta hefst þann 5. nóvember og stendur yfir í fimmtán daga. Fjögur lið úr hverjum riðli komast áfram í 16-liða úrslitin í keppninni.grafík/fréttablaðið Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Strákarnir mæta Dirk Nowitzki í fyrsta leik Fá einn hvíldarlag í dauðariðilinum á EM á næsta ári. 8. desember 2014 17:18 Ísland mætir ógnarsterkum liðum í Berlín Ísland í riðil með risaþjóðum á EM í körfubolta sem fer fram næsta haust. 8. desember 2014 15:09 Hannes: Hinum þjóðunum leist ágætlega á að vera með Íslandi í riðli Frábært tækifæri fyrir íslenskan körfubolta, segir formaður KKÍ. 8. desember 2014 17:01 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Þegar ljóst varð að Ísland yrði í B-riðli með hverri stórþjóðinni á fætur annarri á EM í körfubolta næsta haust fór um marga stuðningsmenn íslenska landsliðsins. Það var ljóst að verkefnið hefði varla getað verið erfiðara fyrir strákana okkar sem þreyta frumraun sína á stórmóti í körfubolta í Berlín í septembermánuði næstkomandi. Teitur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, fylgdist eins og margir aðrir gríðarlega spenntur með drættinum í fyrradag og honum leist vel á útkomuna. „Mér finnst þetta hálfgerður draumur,“ segir Teitur. „Draumur fyrir kannski alla aðra en leikmenn íslenska landsliðsins enda varla raunhæft að ætlast til þess að liðið fari langt í þessari keppni. Vonandi eiga þeir eftir að valda hinum liðunum einhverjum vandræðum en fyrst og fremst eiga þeir að njóta þess að spila gegn þessum köllum. Það verður hápunktur ferilsins hjá öllum þessum strákum sem fá að taka þátt í þessu,“ segir Teitur. Eins og sjá má á úttektinni hér til hliðar eiga öll liðin sem eru með Íslandi í riðli minnst einn leikmann í NBA-deildinni, líkt og Snorri Örn Arnaldsson körfuboltaþjálfari benti á skömmu eftir dráttinn. Spánverjar, sem Teitur segir að séu fyrirfram með sterkasta lið riðilsins, eiga sjö. „Þetta eru langflestir NBA-leikmenn sem eru að byrja inn á hjá sínum liðum. Þetta eru engir aukvisar og ég á von á að sviðsljósið í keppninni verði fyrst og fremst á þessum riðli,“ segir Teitur. „Svo verða Þjóðverjar á heimavelli og vonandi að þeir fái að njóta krafta þeirra Dirk Nowitzky og Chris Kaman í mótinu. Mér finnst líklegt að fyrst Þjóðverjar verða á heimavelli að þeir reyni að koma saman sínu allra sterkasta liði.“ Evrópskir leikmenn í NBA-deildinni hafa ekki alltaf getað gefið kost á sér þegar lönd þeirra keppa á Evrópumeistaramóti en Teitur telur að stemningin fyrir þessari keppni sé slík að það sé vilji hjá langflestum þeirra til að taka þátt. „Sérstaklega í þessum riðli. Hann er það sterkur að öll lið vilja mæta til leiks með sína allra bestu leikmenn.“ Evrópumeistaramótið í körfubolta hefst þann 5. nóvember og stendur yfir í fimmtán daga. Fjögur lið úr hverjum riðli komast áfram í 16-liða úrslitin í keppninni.grafík/fréttablaðið
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Strákarnir mæta Dirk Nowitzki í fyrsta leik Fá einn hvíldarlag í dauðariðilinum á EM á næsta ári. 8. desember 2014 17:18 Ísland mætir ógnarsterkum liðum í Berlín Ísland í riðil með risaþjóðum á EM í körfubolta sem fer fram næsta haust. 8. desember 2014 15:09 Hannes: Hinum þjóðunum leist ágætlega á að vera með Íslandi í riðli Frábært tækifæri fyrir íslenskan körfubolta, segir formaður KKÍ. 8. desember 2014 17:01 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Strákarnir mæta Dirk Nowitzki í fyrsta leik Fá einn hvíldarlag í dauðariðilinum á EM á næsta ári. 8. desember 2014 17:18
Ísland mætir ógnarsterkum liðum í Berlín Ísland í riðil með risaþjóðum á EM í körfubolta sem fer fram næsta haust. 8. desember 2014 15:09
Hannes: Hinum þjóðunum leist ágætlega á að vera með Íslandi í riðli Frábært tækifæri fyrir íslenskan körfubolta, segir formaður KKÍ. 8. desember 2014 17:01