Strákarnir spila gegn NBA-stjörnum á EM næsta haust Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. desember 2014 06:00 Gasol-bræðurnir fara fyrir ógnarsterku liði Spánverja. vísir/AFP Þegar ljóst varð að Ísland yrði í B-riðli með hverri stórþjóðinni á fætur annarri á EM í körfubolta næsta haust fór um marga stuðningsmenn íslenska landsliðsins. Það var ljóst að verkefnið hefði varla getað verið erfiðara fyrir strákana okkar sem þreyta frumraun sína á stórmóti í körfubolta í Berlín í septembermánuði næstkomandi. Teitur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, fylgdist eins og margir aðrir gríðarlega spenntur með drættinum í fyrradag og honum leist vel á útkomuna. „Mér finnst þetta hálfgerður draumur,“ segir Teitur. „Draumur fyrir kannski alla aðra en leikmenn íslenska landsliðsins enda varla raunhæft að ætlast til þess að liðið fari langt í þessari keppni. Vonandi eiga þeir eftir að valda hinum liðunum einhverjum vandræðum en fyrst og fremst eiga þeir að njóta þess að spila gegn þessum köllum. Það verður hápunktur ferilsins hjá öllum þessum strákum sem fá að taka þátt í þessu,“ segir Teitur. Eins og sjá má á úttektinni hér til hliðar eiga öll liðin sem eru með Íslandi í riðli minnst einn leikmann í NBA-deildinni, líkt og Snorri Örn Arnaldsson körfuboltaþjálfari benti á skömmu eftir dráttinn. Spánverjar, sem Teitur segir að séu fyrirfram með sterkasta lið riðilsins, eiga sjö. „Þetta eru langflestir NBA-leikmenn sem eru að byrja inn á hjá sínum liðum. Þetta eru engir aukvisar og ég á von á að sviðsljósið í keppninni verði fyrst og fremst á þessum riðli,“ segir Teitur. „Svo verða Þjóðverjar á heimavelli og vonandi að þeir fái að njóta krafta þeirra Dirk Nowitzky og Chris Kaman í mótinu. Mér finnst líklegt að fyrst Þjóðverjar verða á heimavelli að þeir reyni að koma saman sínu allra sterkasta liði.“ Evrópskir leikmenn í NBA-deildinni hafa ekki alltaf getað gefið kost á sér þegar lönd þeirra keppa á Evrópumeistaramóti en Teitur telur að stemningin fyrir þessari keppni sé slík að það sé vilji hjá langflestum þeirra til að taka þátt. „Sérstaklega í þessum riðli. Hann er það sterkur að öll lið vilja mæta til leiks með sína allra bestu leikmenn.“ Evrópumeistaramótið í körfubolta hefst þann 5. nóvember og stendur yfir í fimmtán daga. Fjögur lið úr hverjum riðli komast áfram í 16-liða úrslitin í keppninni.grafík/fréttablaðið Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Strákarnir mæta Dirk Nowitzki í fyrsta leik Fá einn hvíldarlag í dauðariðilinum á EM á næsta ári. 8. desember 2014 17:18 Ísland mætir ógnarsterkum liðum í Berlín Ísland í riðil með risaþjóðum á EM í körfubolta sem fer fram næsta haust. 8. desember 2014 15:09 Hannes: Hinum þjóðunum leist ágætlega á að vera með Íslandi í riðli Frábært tækifæri fyrir íslenskan körfubolta, segir formaður KKÍ. 8. desember 2014 17:01 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Þegar ljóst varð að Ísland yrði í B-riðli með hverri stórþjóðinni á fætur annarri á EM í körfubolta næsta haust fór um marga stuðningsmenn íslenska landsliðsins. Það var ljóst að verkefnið hefði varla getað verið erfiðara fyrir strákana okkar sem þreyta frumraun sína á stórmóti í körfubolta í Berlín í septembermánuði næstkomandi. Teitur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, fylgdist eins og margir aðrir gríðarlega spenntur með drættinum í fyrradag og honum leist vel á útkomuna. „Mér finnst þetta hálfgerður draumur,“ segir Teitur. „Draumur fyrir kannski alla aðra en leikmenn íslenska landsliðsins enda varla raunhæft að ætlast til þess að liðið fari langt í þessari keppni. Vonandi eiga þeir eftir að valda hinum liðunum einhverjum vandræðum en fyrst og fremst eiga þeir að njóta þess að spila gegn þessum köllum. Það verður hápunktur ferilsins hjá öllum þessum strákum sem fá að taka þátt í þessu,“ segir Teitur. Eins og sjá má á úttektinni hér til hliðar eiga öll liðin sem eru með Íslandi í riðli minnst einn leikmann í NBA-deildinni, líkt og Snorri Örn Arnaldsson körfuboltaþjálfari benti á skömmu eftir dráttinn. Spánverjar, sem Teitur segir að séu fyrirfram með sterkasta lið riðilsins, eiga sjö. „Þetta eru langflestir NBA-leikmenn sem eru að byrja inn á hjá sínum liðum. Þetta eru engir aukvisar og ég á von á að sviðsljósið í keppninni verði fyrst og fremst á þessum riðli,“ segir Teitur. „Svo verða Þjóðverjar á heimavelli og vonandi að þeir fái að njóta krafta þeirra Dirk Nowitzky og Chris Kaman í mótinu. Mér finnst líklegt að fyrst Þjóðverjar verða á heimavelli að þeir reyni að koma saman sínu allra sterkasta liði.“ Evrópskir leikmenn í NBA-deildinni hafa ekki alltaf getað gefið kost á sér þegar lönd þeirra keppa á Evrópumeistaramóti en Teitur telur að stemningin fyrir þessari keppni sé slík að það sé vilji hjá langflestum þeirra til að taka þátt. „Sérstaklega í þessum riðli. Hann er það sterkur að öll lið vilja mæta til leiks með sína allra bestu leikmenn.“ Evrópumeistaramótið í körfubolta hefst þann 5. nóvember og stendur yfir í fimmtán daga. Fjögur lið úr hverjum riðli komast áfram í 16-liða úrslitin í keppninni.grafík/fréttablaðið
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Strákarnir mæta Dirk Nowitzki í fyrsta leik Fá einn hvíldarlag í dauðariðilinum á EM á næsta ári. 8. desember 2014 17:18 Ísland mætir ógnarsterkum liðum í Berlín Ísland í riðil með risaþjóðum á EM í körfubolta sem fer fram næsta haust. 8. desember 2014 15:09 Hannes: Hinum þjóðunum leist ágætlega á að vera með Íslandi í riðli Frábært tækifæri fyrir íslenskan körfubolta, segir formaður KKÍ. 8. desember 2014 17:01 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Strákarnir mæta Dirk Nowitzki í fyrsta leik Fá einn hvíldarlag í dauðariðilinum á EM á næsta ári. 8. desember 2014 17:18
Ísland mætir ógnarsterkum liðum í Berlín Ísland í riðil með risaþjóðum á EM í körfubolta sem fer fram næsta haust. 8. desember 2014 15:09
Hannes: Hinum þjóðunum leist ágætlega á að vera með Íslandi í riðli Frábært tækifæri fyrir íslenskan körfubolta, segir formaður KKÍ. 8. desember 2014 17:01