Hildur Líf stöðvaði vopnað rán með hlýju og kærleika Kjartan Atli Kjartansson og Sveinn Arnarsson skrifa 23. desember 2014 07:15 Hilldur segist aðeins hafa hlustað og sýnt konunni kærleika og þannig náð að róa hana niður. Fréttablaðið/Auðunn/Einkasafn 21 árs gömul kona ógnaði starfsfólki Make Up Gallery á Glerártorgi í gær með hnífi og seildist eftir peningum í versluninni. Hnífinn hafði hún tekið ófrjálsri hendi í versluninni Nettó. Sérsveit lögreglunnar var kölluð út en það var starfsmaður verslunarinnar, förðunarfræðingurinn Hildur Líf Higgins, sem stöðvaði ránið. Hildur ræddi við konuna, róaði hana og fékk hana til þess að setjast niður. „Ég sýndi bara manneskjunni hlýju og kærleika og við það róaðist hún. Það er oft þannig að kærleikurinn getur gert mikið og í þessu tilviki heppnaðist það," segir Hildur í samtali við fréttastofu.Gréta Baldursdóttir verslunarstjóriHrósar Hildi Gréta Baldursdóttir, verslunarstjóri Make Up Gallery, segir viðbrögð Hildar henni til sóma. „Það er alveg frábært að geta nýtt sér reynslu og með þessum hætti að sýna svona fádæma yfirvegun í erfiðum aðstæðum. Margir einstaklingar hefðu líklega ekki sýnt svona yfirvegun. Ég held að hún megi vera afar stolt af viðbrögðum sínum.“ Ragnar Kristjánsson, varðstjóri lögreglunnar á Akureyri segir konuna hafa átt við geðræn vandamál að stríða. Konan tók hnífinn ófrjálsri hendi í versluninni Nettó, sem einnig er á Glerártorgi. „Konan á við nokkra vanheilsu að stríða, hún ógnar þarna starfsfólki með eggvopni og biður það um peninga. Verslunarmiðstöðin var full af fólki á þessum tíma svo viðbúnaður okkar er mikill þegar við fáum tilkynninu um vopnað rán. Sérsveit lögreglunnar er kölluð út sem og sjúkrabíll til taks. Við erum hæstánægðir með að enginn slasaðist þarna,“ segir Ragnar.Hér má sjá Hildi Líf og eiginmann hennar, en þau giftu sig þann 14. september í ár.Áberandi í fjölmiðlum Hildur Líf hefur verið þekkt hér á landi í nokkur ár, en hún vakti fyrst athygli sem fyrirsæta. Hildur Líf vakti svo mikla athygli að Anna Gunndís Guðmundsdóttir var fengin til að leika Hildi Líf í áramótaskaupinu árið 2011. Í maí sagði Vísir frá því að Hildur Líf hefði fundið ástina. Hildur sagði þá frá kynnum sínum við bandaríska lögfræðinemann Albert Higgins. Í september sagði Vísir frá því að parið hefði gift sig. Hildur sagði þá frá því að Albert hefði hannað hennar hring sjálfur. „Hann er yndislegur maður sem getur allt," sagði Hildur þá um eiginmann sinn. Jólafréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Sjá meira
21 árs gömul kona ógnaði starfsfólki Make Up Gallery á Glerártorgi í gær með hnífi og seildist eftir peningum í versluninni. Hnífinn hafði hún tekið ófrjálsri hendi í versluninni Nettó. Sérsveit lögreglunnar var kölluð út en það var starfsmaður verslunarinnar, förðunarfræðingurinn Hildur Líf Higgins, sem stöðvaði ránið. Hildur ræddi við konuna, róaði hana og fékk hana til þess að setjast niður. „Ég sýndi bara manneskjunni hlýju og kærleika og við það róaðist hún. Það er oft þannig að kærleikurinn getur gert mikið og í þessu tilviki heppnaðist það," segir Hildur í samtali við fréttastofu.Gréta Baldursdóttir verslunarstjóriHrósar Hildi Gréta Baldursdóttir, verslunarstjóri Make Up Gallery, segir viðbrögð Hildar henni til sóma. „Það er alveg frábært að geta nýtt sér reynslu og með þessum hætti að sýna svona fádæma yfirvegun í erfiðum aðstæðum. Margir einstaklingar hefðu líklega ekki sýnt svona yfirvegun. Ég held að hún megi vera afar stolt af viðbrögðum sínum.“ Ragnar Kristjánsson, varðstjóri lögreglunnar á Akureyri segir konuna hafa átt við geðræn vandamál að stríða. Konan tók hnífinn ófrjálsri hendi í versluninni Nettó, sem einnig er á Glerártorgi. „Konan á við nokkra vanheilsu að stríða, hún ógnar þarna starfsfólki með eggvopni og biður það um peninga. Verslunarmiðstöðin var full af fólki á þessum tíma svo viðbúnaður okkar er mikill þegar við fáum tilkynninu um vopnað rán. Sérsveit lögreglunnar er kölluð út sem og sjúkrabíll til taks. Við erum hæstánægðir með að enginn slasaðist þarna,“ segir Ragnar.Hér má sjá Hildi Líf og eiginmann hennar, en þau giftu sig þann 14. september í ár.Áberandi í fjölmiðlum Hildur Líf hefur verið þekkt hér á landi í nokkur ár, en hún vakti fyrst athygli sem fyrirsæta. Hildur Líf vakti svo mikla athygli að Anna Gunndís Guðmundsdóttir var fengin til að leika Hildi Líf í áramótaskaupinu árið 2011. Í maí sagði Vísir frá því að Hildur Líf hefði fundið ástina. Hildur sagði þá frá kynnum sínum við bandaríska lögfræðinemann Albert Higgins. Í september sagði Vísir frá því að parið hefði gift sig. Hildur sagði þá frá því að Albert hefði hannað hennar hring sjálfur. „Hann er yndislegur maður sem getur allt," sagði Hildur þá um eiginmann sinn.
Jólafréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Sjá meira