Er Sjálfstæðisflokknum treystandi? Bolli Héðinsson skrifar 3. febrúar 2014 07:00 Eftir síðustu alþingiskosningar lýsti innmúraður og innvígður sjálfstæðismaður því yfir í blaðagrein að Sjálfstæðisflokknum mætti treysta, að flokkurinn stæði við orð sín. Með þessu freistaði hann þess að mana forystu Sjálfstæðisflokksins til að standa við skilyrðislaust loforð um þjóðaratkvæði um aðildarviðræður við ESB, á fyrri hluta kjörtímabilsins, en það loforð var forsenda margra kjósenda fyrir því að ljá Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt.Nei, honum er ekki treystandi Nú er það endanlega orðið ljóst að af þjóðaratkvæðinu verður ekki. Sjálfstæðisflokknum er ekki treystandi til að standa við loforðin sem forystan gaf þegar reynt var að friða ESB-sinna innan flokksins í aðdraganda kosninga. Framsóknarflokkurinn hefur nú endanlega blásið af kosningar um áframhald viðræðna við ESB án þess að sjálfstæðismenn hafi hreyft legg né lið og látið það yfir sig ganga andmælalaust. Svo voru einhverjir sem kusu Sjálfstæðisflokkinn út á slagorðið „engar nefndir, bara efndir“ en það gilti bara fyrir útgerðarmenn, ekki almenning.Já, honum er treystandi Í borgarstjórnarkosningum framundan hefur oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík freistað þess að marka flokknum sérstöðu með því að lýsa því yfir að tími samræðustjórnmála sé liðinn. Nú skuli fara í hart og í engu leitast við að ná samstöðu um stór mál sem smá heldur muni allir hér eftir fá að vita hvar Davíð keypti ölið. Þetta er all sérstæð yfirlýsing þar sem flestir töldu að gömlu aðferðirnar við stjórn lands og borgar, þar sem „freki kallinn“ (sem Jón Gnarr hefur lýst svo ágætlega) réði för, hefðu gengið sér til húðar. Almennt var talið að meðal þess sem við hefðum átt að læra af hruninu væri að einstefnustjórnmál „freka karlsins“ hefðu átt sinn hlut í að leiða okkur fram af bjargbrúninni og nær væri að stjórnmálamenn töluðu saman og freistuðu þess að ná breiðri samstöðu um sem flest mál. Nú ætla sjálfstæðismenn að taka upp gömlu gildin. Reykjavíkurborg verður enn á ný vettvangur fyrir litla „freka kalla“ sem ætla sér að komast til æðri metorða innan „Flokksins“. Hagsmunir borgarbúa skipta litlu þegar slíkur frami er annars vegar og tilgangurinn helgar meðalið.Flokkur svefngengla? Deilt er um hver íslensku stjórnmálaflokkanna eigi stærstan hóp „svefngengla vanans“, þ.e. þeirra sem kjósa „flokkinn sinn“ af gömlum vana í þeirri trú að þannig séu þeir í raun ópólitískir. Þetta hefur enginn orðað betur en Haukur pressari, einn þeirra karaktera sem settu svip á Reykjavík á síðustu öld og orðaði það svo: „Ég algjörlega ópólitískur en kýs alltaf Sjálfstæðisflokkinn.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Eftir síðustu alþingiskosningar lýsti innmúraður og innvígður sjálfstæðismaður því yfir í blaðagrein að Sjálfstæðisflokknum mætti treysta, að flokkurinn stæði við orð sín. Með þessu freistaði hann þess að mana forystu Sjálfstæðisflokksins til að standa við skilyrðislaust loforð um þjóðaratkvæði um aðildarviðræður við ESB, á fyrri hluta kjörtímabilsins, en það loforð var forsenda margra kjósenda fyrir því að ljá Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt.Nei, honum er ekki treystandi Nú er það endanlega orðið ljóst að af þjóðaratkvæðinu verður ekki. Sjálfstæðisflokknum er ekki treystandi til að standa við loforðin sem forystan gaf þegar reynt var að friða ESB-sinna innan flokksins í aðdraganda kosninga. Framsóknarflokkurinn hefur nú endanlega blásið af kosningar um áframhald viðræðna við ESB án þess að sjálfstæðismenn hafi hreyft legg né lið og látið það yfir sig ganga andmælalaust. Svo voru einhverjir sem kusu Sjálfstæðisflokkinn út á slagorðið „engar nefndir, bara efndir“ en það gilti bara fyrir útgerðarmenn, ekki almenning.Já, honum er treystandi Í borgarstjórnarkosningum framundan hefur oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík freistað þess að marka flokknum sérstöðu með því að lýsa því yfir að tími samræðustjórnmála sé liðinn. Nú skuli fara í hart og í engu leitast við að ná samstöðu um stór mál sem smá heldur muni allir hér eftir fá að vita hvar Davíð keypti ölið. Þetta er all sérstæð yfirlýsing þar sem flestir töldu að gömlu aðferðirnar við stjórn lands og borgar, þar sem „freki kallinn“ (sem Jón Gnarr hefur lýst svo ágætlega) réði för, hefðu gengið sér til húðar. Almennt var talið að meðal þess sem við hefðum átt að læra af hruninu væri að einstefnustjórnmál „freka karlsins“ hefðu átt sinn hlut í að leiða okkur fram af bjargbrúninni og nær væri að stjórnmálamenn töluðu saman og freistuðu þess að ná breiðri samstöðu um sem flest mál. Nú ætla sjálfstæðismenn að taka upp gömlu gildin. Reykjavíkurborg verður enn á ný vettvangur fyrir litla „freka kalla“ sem ætla sér að komast til æðri metorða innan „Flokksins“. Hagsmunir borgarbúa skipta litlu þegar slíkur frami er annars vegar og tilgangurinn helgar meðalið.Flokkur svefngengla? Deilt er um hver íslensku stjórnmálaflokkanna eigi stærstan hóp „svefngengla vanans“, þ.e. þeirra sem kjósa „flokkinn sinn“ af gömlum vana í þeirri trú að þannig séu þeir í raun ópólitískir. Þetta hefur enginn orðað betur en Haukur pressari, einn þeirra karaktera sem settu svip á Reykjavík á síðustu öld og orðaði það svo: „Ég algjörlega ópólitískur en kýs alltaf Sjálfstæðisflokkinn.“
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun