„Menn fá núna minna fyrir launin og núna munu Norðmenn fá að finna fyrir því“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2015 15:06 Atli Steinn er búsettur í Noregi. „Norska krónan hefur ekki bara veikst gagnvart íslensku krónunni heldur einnig gagnvert flestum öðrum gjaldmiðlum,“ segir Atli Steinn Guðmundsson, sem er búsettur í Stavanger og var gestur Í bítinu á Bylgjunni í morgun. Norska krónan hefur veikst töluvert að undanförnu og má rekja það til lækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu. „Umræðan um dollarann er það sem brennur á vörum flestra hér í Noregi. Nú kostar Bandaríkjadalur 7,62 norskar krónur en kostaði rúmlega fimm fyrir ekki svo löngu. Það er mikið fjallað um þetta í fjölmiðlum og nú er það orðið ljóst að rafmagnstæki, lyf og fatnaður verður dýrara hér á landi. Fólk er einnig að finna fyrir þessu þegar það er að þvælast erlendis.“Orðið dýrara að þvælast erlendis Atli segir að daglegar matvörur í Noregi sé mikið til innlend framleiðsla og því hafi verðlag á þeim ekki mikið breyst. „Það hefur alltaf verið ákveðin ársveifla á norsku krónunni en hún hefur samt verið gríðarlega sterk frá árinu 2010 en núna hefur hún ekki verið veikari gagnvart dollar síðan í ágúst 2003. Maður horfir á norsku krónuna vera komna í rúmlega 16 krónur íslenskar en maður hefur búið við það að hún sé oftast rúmlega tuttugu krónur íslenskar.“ Hann segir að um sé að ræða mikla sveiflu sem tengist olíuverðinu. Olíuverð fór í morgun niður fyrir fimmtíu dollara á hverja tunnu. Sérfræðingur segir í samtali við Reuters að olíuverð geti hugsanlega farið niður í tuttugu dollara á hverja tunnu í framtíðinni. „Þá væri verðið í raun komið í mínus gagnvart framleiðslunni. Það kostar tæpa fjörutíu dollara að framleiða hverja tunnu af norðursjávarolíu. Það yrði því ansi mikið högg fyrir olíuframleiðendur ef hún færi svo mikið niður. Olíuverð hefur verið í frjálsu falli frá því um síðasta sumar.“ Atli segir samt sem áður að það sé einna ódýrast að dæla upp olíu undir norðursjónum.Ódýr framleiðsla undir norðursjó „Þetta er mest tvö hundruð metra dýpi sem er ekki neitt neitt ef þú berð saman svæði eins og Mexíkóflóa þar við erum að tala um margra kílómetra hafdýpi og þá er verið að bora þrjá kílómetra undir hafsbotn. Það er í sjálfu sér ekki dýr vinnslan hér í Noregi miðað við annarsstaðar í heiminum.“ Hann segir að vinnslan sé langódýrust í Sádí-Arabíu. „Þar vellur olían í raun sjálfkrafa upp. Olíubransinn í Noregi hefur miklar áhyggjur af stöðu mála. Það eru aftur á móti tvær hliðar á þessari krónu í orðsins fyllstu merkingu en nú er olíusjóðurinn norski, sem er að miklu leyti í evru og dollurum, hann er kominn úr sex þúsund milljörðum norskra króna upp í sex þúsund og fimmhundruð milljarða síðan í nóvember. Það er ekkert smáræðis stökk.“ Atli segir að það sé talað um það ytra að árið 2015 muni Norðmenn upplifa það að kaupmáttaraukning verði ekki nema 0,5 prósent á árinu. „Hún hefur í mörg ár verið að meðaltali 2,7 prósent. Menn fá núna minna fyrir launin og núna munu Norðmenn fá að finna fyrir því.“ Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
„Norska krónan hefur ekki bara veikst gagnvart íslensku krónunni heldur einnig gagnvert flestum öðrum gjaldmiðlum,“ segir Atli Steinn Guðmundsson, sem er búsettur í Stavanger og var gestur Í bítinu á Bylgjunni í morgun. Norska krónan hefur veikst töluvert að undanförnu og má rekja það til lækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu. „Umræðan um dollarann er það sem brennur á vörum flestra hér í Noregi. Nú kostar Bandaríkjadalur 7,62 norskar krónur en kostaði rúmlega fimm fyrir ekki svo löngu. Það er mikið fjallað um þetta í fjölmiðlum og nú er það orðið ljóst að rafmagnstæki, lyf og fatnaður verður dýrara hér á landi. Fólk er einnig að finna fyrir þessu þegar það er að þvælast erlendis.“Orðið dýrara að þvælast erlendis Atli segir að daglegar matvörur í Noregi sé mikið til innlend framleiðsla og því hafi verðlag á þeim ekki mikið breyst. „Það hefur alltaf verið ákveðin ársveifla á norsku krónunni en hún hefur samt verið gríðarlega sterk frá árinu 2010 en núna hefur hún ekki verið veikari gagnvart dollar síðan í ágúst 2003. Maður horfir á norsku krónuna vera komna í rúmlega 16 krónur íslenskar en maður hefur búið við það að hún sé oftast rúmlega tuttugu krónur íslenskar.“ Hann segir að um sé að ræða mikla sveiflu sem tengist olíuverðinu. Olíuverð fór í morgun niður fyrir fimmtíu dollara á hverja tunnu. Sérfræðingur segir í samtali við Reuters að olíuverð geti hugsanlega farið niður í tuttugu dollara á hverja tunnu í framtíðinni. „Þá væri verðið í raun komið í mínus gagnvart framleiðslunni. Það kostar tæpa fjörutíu dollara að framleiða hverja tunnu af norðursjávarolíu. Það yrði því ansi mikið högg fyrir olíuframleiðendur ef hún færi svo mikið niður. Olíuverð hefur verið í frjálsu falli frá því um síðasta sumar.“ Atli segir samt sem áður að það sé einna ódýrast að dæla upp olíu undir norðursjónum.Ódýr framleiðsla undir norðursjó „Þetta er mest tvö hundruð metra dýpi sem er ekki neitt neitt ef þú berð saman svæði eins og Mexíkóflóa þar við erum að tala um margra kílómetra hafdýpi og þá er verið að bora þrjá kílómetra undir hafsbotn. Það er í sjálfu sér ekki dýr vinnslan hér í Noregi miðað við annarsstaðar í heiminum.“ Hann segir að vinnslan sé langódýrust í Sádí-Arabíu. „Þar vellur olían í raun sjálfkrafa upp. Olíubransinn í Noregi hefur miklar áhyggjur af stöðu mála. Það eru aftur á móti tvær hliðar á þessari krónu í orðsins fyllstu merkingu en nú er olíusjóðurinn norski, sem er að miklu leyti í evru og dollurum, hann er kominn úr sex þúsund milljörðum norskra króna upp í sex þúsund og fimmhundruð milljarða síðan í nóvember. Það er ekkert smáræðis stökk.“ Atli segir að það sé talað um það ytra að árið 2015 muni Norðmenn upplifa það að kaupmáttaraukning verði ekki nema 0,5 prósent á árinu. „Hún hefur í mörg ár verið að meðaltali 2,7 prósent. Menn fá núna minna fyrir launin og núna munu Norðmenn fá að finna fyrir því.“
Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira