Halda leyfum við Austur-Grænland Kristján Már Unnarsson skrifar 18. janúar 2015 08:30 Þrjú stór olíufélög, norska Statoil, danska Dong og franska GDF Suez, hafa ákveðið að skila olíuleitarleyfum sínum við Vestur-Grænland. Danska blaðið Politiken var fyrst til að birta fréttina en fjöldi annarra miðla víða um heim hefur síðan fjallað um málið, einnig grænlenskir eins og Arctic Journal. Ástæður sem gefnar eru upp eru þær að olíuleit þar þyki dýr, mikil óvissa ríki um árangur og innviðir séu takmarkaðir á Grænlandi. Talsmaður Statoil segir félagið vilja einbeita sér að svæðum þar sem líkur á árangri séu meiri, eins og Barentshafi. Talsmaður Statoil hefur jafnframt skýrt frá því að félagið haldi leyfi sínu við Austur-Grænland, þeirri hlið sem snýr að Íslandi. Danska félagið Dong heldur einnig leyfi sínu til leitar við austurströnd Grænlands en þar eru jafnframt félög eins og Shell, BP, Chevron og ConocoPhilips. Þar er ekki komið að þeim tímapunkti að félögin þurfi að ákveða hvort þau halda áfram.Níu olíufélög eru aðilar að þremur sérleyfum við Austur-Grænland, í hánorður af Íslandi. Þeim hefur ekki verið skilað.Þá eru áform um frekari leit við Vestur-Grænland heldur ekki úr sögunni. ConocoPhilips og skoska félagið Cairn Energy þáðu boð grænlenskra stjórnvalda um að framlengja leyfi sín við vesturströndina í tvö ár. Hollenska félagið Shell og hið danska Maersk Oil ætla einnig að halda í leyfi sín við vesturströndina. Ákvörðun fyrstnefndu félaganna þriggja þykir samt áfall fyrir olíudrauma Grænlendinga, en margir höfðu bundið vonir við að olíulindir gætu orðið grundvöllur sjálfstæðis Grænlands. Meðal viðbragða sem lesa má í athugasemdadálki grænlenska fréttamiðilsins Sermitsiaq eru þessi: „Drømmen om verdensherredømmet brast. Tilbage på dansk socialhjælp.“ Draumurinn um heimsyfirráð brast, aftur á danska sósíalhjálp, sagði þar. Síðustu olíuboranir við strendur Grænlands fóru fram á árunum 2010 og 2011 á vegum Cairn Energy og kostuðu félagið um 140 milljarða króna. Þær reyndust árangurslausar. Sú olíuleit færði Grænlendingum hins vegar miklar tekjur, bara á árinu 2011 fékk grænlenski ríkiskassinn um átta milljarða króna í tekjur af olíuleitinni. Nú um áramótin lokaði Cairn skrifstofu sinni í Nuuk og hefur engin áform um að opna aftur.Frá bænum Ilulissat við Diskó-flóa á vesturströnd Grænlands.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Tengdar fréttir Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Hlé gert á olíuborunum við Grænland út næsta ár Skoska olíufélagið Cairn Energy hefur ákveðið að gera hlé á olíuborunum sínum við Grænland út næsta ár. Hinsvegar verður jarðfræðilegum rannsóknum hugsanlega haldið áfram. 1. desember 2011 07:49 Olíurisi sagður ætla að hverfa frá Grænlandi Bandaríska olíufélagið Exxon Mobil, stærsta olíufélag heims, er sagt hafa ákveðið að draga sig út úr olíuleit við Grænland. Ástæðan er sögð breytt forgangsröðun 20. desember 2013 12:58 Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Þrjú stór olíufélög, norska Statoil, danska Dong og franska GDF Suez, hafa ákveðið að skila olíuleitarleyfum sínum við Vestur-Grænland. Danska blaðið Politiken var fyrst til að birta fréttina en fjöldi annarra miðla víða um heim hefur síðan fjallað um málið, einnig grænlenskir eins og Arctic Journal. Ástæður sem gefnar eru upp eru þær að olíuleit þar þyki dýr, mikil óvissa ríki um árangur og innviðir séu takmarkaðir á Grænlandi. Talsmaður Statoil segir félagið vilja einbeita sér að svæðum þar sem líkur á árangri séu meiri, eins og Barentshafi. Talsmaður Statoil hefur jafnframt skýrt frá því að félagið haldi leyfi sínu við Austur-Grænland, þeirri hlið sem snýr að Íslandi. Danska félagið Dong heldur einnig leyfi sínu til leitar við austurströnd Grænlands en þar eru jafnframt félög eins og Shell, BP, Chevron og ConocoPhilips. Þar er ekki komið að þeim tímapunkti að félögin þurfi að ákveða hvort þau halda áfram.Níu olíufélög eru aðilar að þremur sérleyfum við Austur-Grænland, í hánorður af Íslandi. Þeim hefur ekki verið skilað.Þá eru áform um frekari leit við Vestur-Grænland heldur ekki úr sögunni. ConocoPhilips og skoska félagið Cairn Energy þáðu boð grænlenskra stjórnvalda um að framlengja leyfi sín við vesturströndina í tvö ár. Hollenska félagið Shell og hið danska Maersk Oil ætla einnig að halda í leyfi sín við vesturströndina. Ákvörðun fyrstnefndu félaganna þriggja þykir samt áfall fyrir olíudrauma Grænlendinga, en margir höfðu bundið vonir við að olíulindir gætu orðið grundvöllur sjálfstæðis Grænlands. Meðal viðbragða sem lesa má í athugasemdadálki grænlenska fréttamiðilsins Sermitsiaq eru þessi: „Drømmen om verdensherredømmet brast. Tilbage på dansk socialhjælp.“ Draumurinn um heimsyfirráð brast, aftur á danska sósíalhjálp, sagði þar. Síðustu olíuboranir við strendur Grænlands fóru fram á árunum 2010 og 2011 á vegum Cairn Energy og kostuðu félagið um 140 milljarða króna. Þær reyndust árangurslausar. Sú olíuleit færði Grænlendingum hins vegar miklar tekjur, bara á árinu 2011 fékk grænlenski ríkiskassinn um átta milljarða króna í tekjur af olíuleitinni. Nú um áramótin lokaði Cairn skrifstofu sinni í Nuuk og hefur engin áform um að opna aftur.Frá bænum Ilulissat við Diskó-flóa á vesturströnd Grænlands.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Tengdar fréttir Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Hlé gert á olíuborunum við Grænland út næsta ár Skoska olíufélagið Cairn Energy hefur ákveðið að gera hlé á olíuborunum sínum við Grænland út næsta ár. Hinsvegar verður jarðfræðilegum rannsóknum hugsanlega haldið áfram. 1. desember 2011 07:49 Olíurisi sagður ætla að hverfa frá Grænlandi Bandaríska olíufélagið Exxon Mobil, stærsta olíufélag heims, er sagt hafa ákveðið að draga sig út úr olíuleit við Grænland. Ástæðan er sögð breytt forgangsröðun 20. desember 2013 12:58 Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52
Hlé gert á olíuborunum við Grænland út næsta ár Skoska olíufélagið Cairn Energy hefur ákveðið að gera hlé á olíuborunum sínum við Grænland út næsta ár. Hinsvegar verður jarðfræðilegum rannsóknum hugsanlega haldið áfram. 1. desember 2011 07:49
Olíurisi sagður ætla að hverfa frá Grænlandi Bandaríska olíufélagið Exxon Mobil, stærsta olíufélag heims, er sagt hafa ákveðið að draga sig út úr olíuleit við Grænland. Ástæðan er sögð breytt forgangsröðun 20. desember 2013 12:58