Spáði fyrir um hrunið og segir evruna ekki henta Íslandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. janúar 2015 21:30 Aðalhagfræðingur Danske bank segir skynsamlegt fyrir Ísland að fara í myntsamstarf með ríkjum með svipaðan efnahag og nefnir Kanada og Noreg í því sambandi. Hann segir evrusvæðið ekki góðan kost fyrir Ísland. Lars Christensen varð frægur á einni nóttu á Íslandi þegar hann kom með glögga greiningu á íslensku bönkunum árið 2006 og spáði fyrir um hrun íslensks efnahagslífs. Sem rættist tveimur árum síðar. Lars var meðal framsögumanna á fundi Íslandsbanka um Ísland án hafta í morgun og var síðan í pallborði ásamt Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, Ásdísi Kristjánsdóttur aðalhagfræðingi Samtaka atvinnulífsins og Sigríði Benediktsdóttur framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum. Hvaða peningastefna myndi henta okkur best eftir að við afléttum höftunum? „Íslendingar hafa reynt allt. Gullfót, fastgengisstefnu og stundum virtist ekki vera nein peningastefna á 8. og 9. áratugnum þegar verðbólgan var gríðarlega mikil og svo bankakreppan. Vandamálið hefur verið að finna peningastefnu fyrir Ísland sem hefur verið stöðug í meira en fimm ár,“ segir Lars.Lars segir að verðbólgumarkmið sé kannski ekki málið þótt stýring á krónunni gangi vel núna.„Verðbólgumarkmið gæti verið vandamál því verðbólgan er mjög viðkvæm fyrir hreyfingum á gengi og vöruverði. Og Seðlabankinn hefur ekki stjórn á slíku,“ segir Lars. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að frumvarp til laga um opinber fjármál taki á þessu vandamáli. Þannig verði Seðlabankinn ekki einn ábyrgur fyrir verðstöðugleika. „Seðlabankinn verður aldrei skilinn einn eftir með það hlutverk að viðhalda hér lágri verðbólgu og stöðugu verðlagi.“Lars segir að ef Íslendingar ákveði að hætta með krónuna þá sé evrusvæðið ekki góður kostur. Myntsamstarf með ríkjum með svipaðan efnahag eins og Noregi eða Kanada sé hentugri leið fyrir Ísland. „Evran virðist ekki hentug lausn fyrir Ísland innan núverandi stofnanaramma,“ segir Lars.Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Hugsanlega mun Grikkland fara úr evrusamstarfinu og enginn veit hvaða áhrif það hefur á önnur ríki sem glíma við efnahagserfiðleika í álfunni og þurfa að sæta harðri niðurskurðarkröfu frá Brussel. Martin Wolf, efnahagsritstjóri Financial Times, segir í grein sem hann birti í gær að evrusvæðið sé „næstversta hugmynd“ sem ríkin í Evrópska myntbandalaginu hafi fengið. Versta hugmyndin væri hins vegar ef evrusvæðið myndi brotna upp. Því þurfi að gera allt til að halda Grikkjum í evrunni. Tveir flokkar, sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi, hafa aðild að ESB og síðar Evrópska myntbandalaginu með innleiðingu evru á stefnuskrá sinni. Þetta eru Björt framtíð og Samfylkingin. Guðmundur Steingrímsson hafði ekki tök á viðtali en Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segist enn þeirrar skoðunar að evran sé rétt lausn fyrir Ísland.„Það er vissulega mikið umrót á evrusvæðinu og það skiptir miklu að sjá hvernig það fer. (...) Það er málefnalegt og eðlilegt að hafa efasemdir og ég næri þær með mér reglulega. Það er mjög mikilvægt að við könnum aðra kosti en efnahagslegur stöðugleiki byggir á því að við höfum trausta umgjörð peningamála,“ segir Árni Páll.Sjá má viðtal við Árna Pál sem var tekið í beinni útsendingu frá Alþingi í kvöld í myndskeiði. Grikkland Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Aðalhagfræðingur Danske bank segir skynsamlegt fyrir Ísland að fara í myntsamstarf með ríkjum með svipaðan efnahag og nefnir Kanada og Noreg í því sambandi. Hann segir evrusvæðið ekki góðan kost fyrir Ísland. Lars Christensen varð frægur á einni nóttu á Íslandi þegar hann kom með glögga greiningu á íslensku bönkunum árið 2006 og spáði fyrir um hrun íslensks efnahagslífs. Sem rættist tveimur árum síðar. Lars var meðal framsögumanna á fundi Íslandsbanka um Ísland án hafta í morgun og var síðan í pallborði ásamt Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, Ásdísi Kristjánsdóttur aðalhagfræðingi Samtaka atvinnulífsins og Sigríði Benediktsdóttur framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum. Hvaða peningastefna myndi henta okkur best eftir að við afléttum höftunum? „Íslendingar hafa reynt allt. Gullfót, fastgengisstefnu og stundum virtist ekki vera nein peningastefna á 8. og 9. áratugnum þegar verðbólgan var gríðarlega mikil og svo bankakreppan. Vandamálið hefur verið að finna peningastefnu fyrir Ísland sem hefur verið stöðug í meira en fimm ár,“ segir Lars.Lars segir að verðbólgumarkmið sé kannski ekki málið þótt stýring á krónunni gangi vel núna.„Verðbólgumarkmið gæti verið vandamál því verðbólgan er mjög viðkvæm fyrir hreyfingum á gengi og vöruverði. Og Seðlabankinn hefur ekki stjórn á slíku,“ segir Lars. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að frumvarp til laga um opinber fjármál taki á þessu vandamáli. Þannig verði Seðlabankinn ekki einn ábyrgur fyrir verðstöðugleika. „Seðlabankinn verður aldrei skilinn einn eftir með það hlutverk að viðhalda hér lágri verðbólgu og stöðugu verðlagi.“Lars segir að ef Íslendingar ákveði að hætta með krónuna þá sé evrusvæðið ekki góður kostur. Myntsamstarf með ríkjum með svipaðan efnahag eins og Noregi eða Kanada sé hentugri leið fyrir Ísland. „Evran virðist ekki hentug lausn fyrir Ísland innan núverandi stofnanaramma,“ segir Lars.Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Hugsanlega mun Grikkland fara úr evrusamstarfinu og enginn veit hvaða áhrif það hefur á önnur ríki sem glíma við efnahagserfiðleika í álfunni og þurfa að sæta harðri niðurskurðarkröfu frá Brussel. Martin Wolf, efnahagsritstjóri Financial Times, segir í grein sem hann birti í gær að evrusvæðið sé „næstversta hugmynd“ sem ríkin í Evrópska myntbandalaginu hafi fengið. Versta hugmyndin væri hins vegar ef evrusvæðið myndi brotna upp. Því þurfi að gera allt til að halda Grikkjum í evrunni. Tveir flokkar, sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi, hafa aðild að ESB og síðar Evrópska myntbandalaginu með innleiðingu evru á stefnuskrá sinni. Þetta eru Björt framtíð og Samfylkingin. Guðmundur Steingrímsson hafði ekki tök á viðtali en Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segist enn þeirrar skoðunar að evran sé rétt lausn fyrir Ísland.„Það er vissulega mikið umrót á evrusvæðinu og það skiptir miklu að sjá hvernig það fer. (...) Það er málefnalegt og eðlilegt að hafa efasemdir og ég næri þær með mér reglulega. Það er mjög mikilvægt að við könnum aðra kosti en efnahagslegur stöðugleiki byggir á því að við höfum trausta umgjörð peningamála,“ segir Árni Páll.Sjá má viðtal við Árna Pál sem var tekið í beinni útsendingu frá Alþingi í kvöld í myndskeiði.
Grikkland Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira