Aníta og Hafdís á stjörnuprýddu Stórmóti ÍR um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2015 14:32 Aníta Hinriksdóttir úr ÍR. Vísir/Vilhelm Nítjánda Stórmót ÍR í frjálsíþróttum sem fer fram um helgina stefnir í að verða það fjölmennasta frá upphafi en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍR-ingum. Alls hafa 26 íslensk félög tilkynnt þátttöku á Stórmóti ÍR auk þriggja félaga frá Færeyjum. Flestir hafa keppendur verið 792 en það var árið 2013. Allar helstu stjörnur innanhússfrjálsíþrótta á landinu keppa. Aníta Hinriksdóttir úr ÍR mun hlaupa 200 metra hlaup og 400 metra hlaup, Hafdís Sigurðardóttir UFA er skráð til keppni í 60 metra hlaupi, 200 metra hlaupi og langstökki en báðar hafa náð lágmarki til keppni á EM innanhúss sem fram fer í mars. Aðrir sem munu gera atlögu að lágmörkum fyrir EM á á Stórmóti ÍR eru Óðinn Björn Þorsteinsson úr ÍR sem vantar 25 sentímetra upp á lágmark í kúluvarpi, Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir ÍR í 60 metra hlaupi en hana vantar 7/100 úr sekúndu upp á lágmarkið og Hafdís er einnig mjög líkleg til að ná lágmarkinu í sömu grein. Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA og Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR stefna undir 48 sekúndurnar í 400 metra hlaupi og Þorsteinn Ingvarsson úr ÍR og Kristinn Torfason úr FH berjast við 7,65 metra lágmark í langstökki. Þá mun tugþrautarkappinn Einar Daði Lárusson úr ÍR keppa í mörgum greinum en hann stórbætti sig um helgina í sjöþraut og er líklegur til að verða meðal þeirra fimmtán sjöþrautarmanna sem fá boð um að keppa á EM. Einar Daði gerir einnig atlögu að EM lágmarkinu í 60 metra grindahlaupi sem er 8,00 sekúndur en Einar á best 8,10 sekúndur. Þá má búast við að stangarstökkvarinn efnilegi Krister Blær Jónsson úr ÍR verði í sviðsljósinu en hann hefur ítrekað stokkið yfir fimm metrana á undanförnum mótum. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Sjá meira
Nítjánda Stórmót ÍR í frjálsíþróttum sem fer fram um helgina stefnir í að verða það fjölmennasta frá upphafi en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍR-ingum. Alls hafa 26 íslensk félög tilkynnt þátttöku á Stórmóti ÍR auk þriggja félaga frá Færeyjum. Flestir hafa keppendur verið 792 en það var árið 2013. Allar helstu stjörnur innanhússfrjálsíþrótta á landinu keppa. Aníta Hinriksdóttir úr ÍR mun hlaupa 200 metra hlaup og 400 metra hlaup, Hafdís Sigurðardóttir UFA er skráð til keppni í 60 metra hlaupi, 200 metra hlaupi og langstökki en báðar hafa náð lágmarki til keppni á EM innanhúss sem fram fer í mars. Aðrir sem munu gera atlögu að lágmörkum fyrir EM á á Stórmóti ÍR eru Óðinn Björn Þorsteinsson úr ÍR sem vantar 25 sentímetra upp á lágmark í kúluvarpi, Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir ÍR í 60 metra hlaupi en hana vantar 7/100 úr sekúndu upp á lágmarkið og Hafdís er einnig mjög líkleg til að ná lágmarkinu í sömu grein. Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA og Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR stefna undir 48 sekúndurnar í 400 metra hlaupi og Þorsteinn Ingvarsson úr ÍR og Kristinn Torfason úr FH berjast við 7,65 metra lágmark í langstökki. Þá mun tugþrautarkappinn Einar Daði Lárusson úr ÍR keppa í mörgum greinum en hann stórbætti sig um helgina í sjöþraut og er líklegur til að verða meðal þeirra fimmtán sjöþrautarmanna sem fá boð um að keppa á EM. Einar Daði gerir einnig atlögu að EM lágmarkinu í 60 metra grindahlaupi sem er 8,00 sekúndur en Einar á best 8,10 sekúndur. Þá má búast við að stangarstökkvarinn efnilegi Krister Blær Jónsson úr ÍR verði í sviðsljósinu en hann hefur ítrekað stokkið yfir fimm metrana á undanförnum mótum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Sjá meira