Gauti: „Útlitið hefur versnað á evrusvæðinu“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. janúar 2015 21:30 Gauti B. Eggertson, prófessor í hagfræði við Brown háskóla í Bandaríkjunum, telur að evrusvæðið geti brotnað upp ef áform sem Evrópski Seðlabankinn kynnti á fimmtudag um stórfelld uppkaup á ríkisskuldabréfum, ná ekki markmiðum um að draga úr verðhjöðnun. Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópska Seðlabankans, kynnti á fimmtudag meiriháttar stefnubreytingu fyrir bankann. Hún felst í áformum um að kaupa ríkisskuldabréf evruríkjanna, fyrir utan Grikkland, fyrir 1 þúsund milljarða evra á næstu átján mánuðum undir merkjum quantitive easing. Markmiðið er að draga úr verðhjöðnun á evrusvæðinu en í raun er um eiginlega peningaprentun að ræða. Verðhjöðnun er það þegar verðlag fer almennt lækkandi. Aðgerðirnar felast í reynd í því að Evrópski Seðlabankinn gefur út nýja peninga til fjárfestingar á eigin reikningi fyrir skuldir ríkjanna og kemur þannig peningamagni í umferð til að örva eftirspurn. Gauti B. Eggertsson prófessor í hagfræði við Brown háskóla skrifaði doktorsritgerð í hagfræði á sviði peningamálahagfræði sem fjallaði um viðbrögð við verðhjöðnun við aðstæður þegar stýrivextir fara niður í núll. Ekki ósvipað því ástandi sem nú er á evrusvæðinu en stýrivextir Evrópska Seðlabankans eru núna 0,05%. „Útlitið hefur versnað á evrusvæðinu og það virðist loksins vera komin einhvers konar samstaða um að grípa til aðgerða sem er góðs viti. Í sjálfu sér er það að mörgu leyti furðulegt að þeir hafi ekki tekið miklu frekari og afdrifaríkari aðgerðir fyrr en nú og þeir standa að mörgu leyti langt að baki Seðlabanka Bandaríkjanna að þessu leyti,“ segir Gauti. Þarna er hann að vísa til þess að Bandaríkjamenn hafa beitt sambærilegum aðferðum árum saman með góðum árangri. Mari Draghi seðlabankastjóri Evrópska Seðlabankans.En er einhver hætta á því að evrusvæðið liðist í sundur eins og hagfræðingar höfðu miklar áhyggjur af á árunum 2011-2012 ef þessi áform Evrópska Seðlabankans skila ekki tilætluðum árangri? „Ég held að við séum nú þegar að sjá ákveðin ríki hugsa sinn gang. Það virðist vera töluvert mikil andstaða í Grikklandi við kröfur sem Evrópusambandið hefur sett á gríska ríkið varðandi niðurskurð. Ef þessar aðgerðir hafa ekki þau áhrif að koma í veg fyrir frekari verðhjöðnun á evrusvæðinu þá held ég að sú spurning koma upp sterkar og sterkar, í ýmsum ríkjum ekki síst í suðurhluta álfunnar, hvort ekki sé rétt að yfirgefa myntsvæðið og gefa út eigin mynt,“ segir Gauti. Grikkland Tengdar fréttir „Þjóðverjum hefur ávallt verið illa við peningaprentun“ Evran hefur ekki verið lægri í ellefu og ár og hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi og hún gerði í gær í þrjú ár. 24. janúar 2015 13:20 Lofar grískri endurreisn Vinstriflokkurinn SYRIZA virðist nokkuð öruggur um stórsigur í þingkosningunum í Grikklandi á morgun. 24. janúar 2015 11:00 Dælir milljörðum inn í hagkerfi evrusvæðisins Seðlabanki Evrópu mun kaupa skuldabréf að andvirði 60 milljarðar evra í hverjum mánuði fram í september 2016. 22. janúar 2015 14:08 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Gauti B. Eggertson, prófessor í hagfræði við Brown háskóla í Bandaríkjunum, telur að evrusvæðið geti brotnað upp ef áform sem Evrópski Seðlabankinn kynnti á fimmtudag um stórfelld uppkaup á ríkisskuldabréfum, ná ekki markmiðum um að draga úr verðhjöðnun. Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópska Seðlabankans, kynnti á fimmtudag meiriháttar stefnubreytingu fyrir bankann. Hún felst í áformum um að kaupa ríkisskuldabréf evruríkjanna, fyrir utan Grikkland, fyrir 1 þúsund milljarða evra á næstu átján mánuðum undir merkjum quantitive easing. Markmiðið er að draga úr verðhjöðnun á evrusvæðinu en í raun er um eiginlega peningaprentun að ræða. Verðhjöðnun er það þegar verðlag fer almennt lækkandi. Aðgerðirnar felast í reynd í því að Evrópski Seðlabankinn gefur út nýja peninga til fjárfestingar á eigin reikningi fyrir skuldir ríkjanna og kemur þannig peningamagni í umferð til að örva eftirspurn. Gauti B. Eggertsson prófessor í hagfræði við Brown háskóla skrifaði doktorsritgerð í hagfræði á sviði peningamálahagfræði sem fjallaði um viðbrögð við verðhjöðnun við aðstæður þegar stýrivextir fara niður í núll. Ekki ósvipað því ástandi sem nú er á evrusvæðinu en stýrivextir Evrópska Seðlabankans eru núna 0,05%. „Útlitið hefur versnað á evrusvæðinu og það virðist loksins vera komin einhvers konar samstaða um að grípa til aðgerða sem er góðs viti. Í sjálfu sér er það að mörgu leyti furðulegt að þeir hafi ekki tekið miklu frekari og afdrifaríkari aðgerðir fyrr en nú og þeir standa að mörgu leyti langt að baki Seðlabanka Bandaríkjanna að þessu leyti,“ segir Gauti. Þarna er hann að vísa til þess að Bandaríkjamenn hafa beitt sambærilegum aðferðum árum saman með góðum árangri. Mari Draghi seðlabankastjóri Evrópska Seðlabankans.En er einhver hætta á því að evrusvæðið liðist í sundur eins og hagfræðingar höfðu miklar áhyggjur af á árunum 2011-2012 ef þessi áform Evrópska Seðlabankans skila ekki tilætluðum árangri? „Ég held að við séum nú þegar að sjá ákveðin ríki hugsa sinn gang. Það virðist vera töluvert mikil andstaða í Grikklandi við kröfur sem Evrópusambandið hefur sett á gríska ríkið varðandi niðurskurð. Ef þessar aðgerðir hafa ekki þau áhrif að koma í veg fyrir frekari verðhjöðnun á evrusvæðinu þá held ég að sú spurning koma upp sterkar og sterkar, í ýmsum ríkjum ekki síst í suðurhluta álfunnar, hvort ekki sé rétt að yfirgefa myntsvæðið og gefa út eigin mynt,“ segir Gauti.
Grikkland Tengdar fréttir „Þjóðverjum hefur ávallt verið illa við peningaprentun“ Evran hefur ekki verið lægri í ellefu og ár og hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi og hún gerði í gær í þrjú ár. 24. janúar 2015 13:20 Lofar grískri endurreisn Vinstriflokkurinn SYRIZA virðist nokkuð öruggur um stórsigur í þingkosningunum í Grikklandi á morgun. 24. janúar 2015 11:00 Dælir milljörðum inn í hagkerfi evrusvæðisins Seðlabanki Evrópu mun kaupa skuldabréf að andvirði 60 milljarðar evra í hverjum mánuði fram í september 2016. 22. janúar 2015 14:08 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
„Þjóðverjum hefur ávallt verið illa við peningaprentun“ Evran hefur ekki verið lægri í ellefu og ár og hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi og hún gerði í gær í þrjú ár. 24. janúar 2015 13:20
Lofar grískri endurreisn Vinstriflokkurinn SYRIZA virðist nokkuð öruggur um stórsigur í þingkosningunum í Grikklandi á morgun. 24. janúar 2015 11:00
Dælir milljörðum inn í hagkerfi evrusvæðisins Seðlabanki Evrópu mun kaupa skuldabréf að andvirði 60 milljarðar evra í hverjum mánuði fram í september 2016. 22. janúar 2015 14:08