Innlent

Nothæfisstuðull flugvalla á landsbyggðinni hefur ekki verið reiknaður

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ekki gert af því að enginn möguleiki sé á annarri flugbraut á Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði.
Ekki gert af því að enginn möguleiki sé á annarri flugbraut á Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði. Vísir/Völundur
Nothæfisstuðlar hafa ekki verið reiknaðir vegna annarra flugvalla en Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurflugvallar. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Helga Hjörvars, þingmanns Samfylkingarinnar.

Í svarinu segir að þar sem ekki sé möguleiki á annarri braut á flugvöllum á Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði hafi nýtingarhlutfallið ekki verið reiknað. „Nokkur kostnaður felst í að reikna slíkt hlutfall og hefur það því ekki verið gert.“

Hart hefur verið tekist á um nothæfisstuðul Reykjavíkurflugvallar vegna fyrirhugaðrar lokunar norðaustur-suðvesturflugbrautin, sem stundum er kölluð neyðarbrautin. Nothæfisstuðull fyrir

Reykjavíkurflugvöll er metinn 97 prósent eftir lokun brautarinnar í greiningu sem verkfræðistofan EFLA gerði fyrir ISAVIA, sem á og rekur flugvöllinn. Miðað er við nothæfisstuðullinn fari ekki undir 95 prósent. Stuðull flugvallarins fer því ekki undir viðmiðunarmörk verði brautinni lokað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×