Viðskipti erlent

Fyrsta þrívíddarprentaða fjölbýlishús heimsins

Samúel Karl Ólason skrifar
Þrívíddarprentuð hús eru mun ódýrari í byggingu en hefðbundin hús. Þesi tækni er nú í þróun víða um heim.
Þrívíddarprentuð hús eru mun ódýrari í byggingu en hefðbundin hús. Þesi tækni er nú í þróun víða um heim.
Kínverska verktakafyrirtækið WinSun hefur notað þrívíddarprentarar til að byggja fimm hæða fjölbýlishús. Það er fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Þar að auki byggði fyrirtækið ellefu hundruð fermetra glæsihýsi.

Fyrirtækið kynnti húsin nýverið fyrir fjölmiðlum.

Í mars í fyrra hélt fyrirtækið því fram að það hefði byggt tíu hús á innan við sólarhring með sömu tækni.

Samkvæmt Cnet.com tekur meira en helmingi styttri tíma að byggja hús með þessum hætti, en tæki með hefðbundnum smíðum. Þá mydnast ekki eins mikill úrgangur og hægt er að notast við endurunnin efni.

Þrívíddarprentari fyrirtækisins er gífurlega stór og hann er notaður til að byggja einingar sem settar eru saman á grunni húsanna. Veggirnir eru að miklu leyti holir að innan, þar sem hægt er að koma einangrun fyrir.

Í framtíðinni vonast forsvarsmen WinSun til að byggja brýr og jafnvel háhýsi með þessum hætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×