Fagna tíunda Stórmóti ÍR í nýju Laugardalshöllinni með nýju meti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2015 14:24 Vísir/Vilhelm Yfir 800 keppendur hafa skráð sig til leiks á nítjánda Stórmóti ÍR í frjálsíþróttum sem fer fram um helgina en þetta er nýtt þáttökumet. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍR-ingum. Stórmóti ÍR hefur frá árinu 2010 laðað til sín yfir 700 þátttakendur á hverju ári og fest sig í sessi sem stærsta frjálsíþróttamót landsins á hverju ári. Að þessu sinni eru 804 keppendur frá 32 félögum eru skráðir til leiks sem gerir það að stærsta mótinu frá upphafi. Allar helstu stjörnur innanhússfrjálsíþrótta á landinu munu keppa á mótinu um helgina. Aníta Hinriksdóttir úr ÍR mun hlaupa 200 metra og 400 metra hlaup, Hafdís Sigurðardóttir úr UFA er skráð til keppni í 60 metra hlaupi, 200 metra hlaupi og langstökki en báðar hafa náð lágmarki til keppni á EM innanhúss sem fram fer í mars. Aðrir sem munu gera atlögu að lágmörkum fyrir EM á á Stórmóti ÍR eru Óðinn Björn Þorsteinsson úr ÍR í kúluvarpi, Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR í 60 metra hlaupi, Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA og Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR í 400 metra hlaupi, Þorsteinn Ingvarsson úr ÍR og Kristinn Torfason úr FH í langstökki, Einar Daði Lárusson úr ÍR í 60 metra grindahlaupi, Kristinn Þór Kristinsson úr HSK í 800 metra hlaupi og Krister Blær Jónsson úr ÍR í stangarstökki. Á mótinu verða í fyrsta skipti veittar viðurkenningar í öllum keppnisgreinum fyrir mestu framfarir. Nýtt mótaforrit Frjálsíþróttasambands Íslands gerir þetta mögulegt. Það verða því fjórir einstaklingar í flokkum 11 ára og eldri sem verða kallaðir til verðlaunaafhendingar eftir hverja keppnisgrein á Stórmóti ÍR um helgina, þrír bestu og svo sá sem bætti persónulegan árangur sinn mest. Mótið var fyrst haldið í tilefni af 90 ára afmæli ÍR árið 1997 og þá í gömlu Laugardalshöllinni sem alþjóðlegt boðsmót. Árið 2000 var mótið opnað fyrir almenna þátttöku og einnig fyrir yngri aldursflokka. Þá var keppendafjöldi 220. Frá árinu 2006 hefur mótið svo verið haldið við frábærar aðstæður í nýju Laugardalshöllinni/frjálsíþróttahöllinni. Þátttakendafjöldin hefur tvöfaldast á þeim tíu árum sem Stórmót ÍR hefur verið haldið í Laugardalshöll. Frjálsar íþróttir Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Sjá meira
Yfir 800 keppendur hafa skráð sig til leiks á nítjánda Stórmóti ÍR í frjálsíþróttum sem fer fram um helgina en þetta er nýtt þáttökumet. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍR-ingum. Stórmóti ÍR hefur frá árinu 2010 laðað til sín yfir 700 þátttakendur á hverju ári og fest sig í sessi sem stærsta frjálsíþróttamót landsins á hverju ári. Að þessu sinni eru 804 keppendur frá 32 félögum eru skráðir til leiks sem gerir það að stærsta mótinu frá upphafi. Allar helstu stjörnur innanhússfrjálsíþrótta á landinu munu keppa á mótinu um helgina. Aníta Hinriksdóttir úr ÍR mun hlaupa 200 metra og 400 metra hlaup, Hafdís Sigurðardóttir úr UFA er skráð til keppni í 60 metra hlaupi, 200 metra hlaupi og langstökki en báðar hafa náð lágmarki til keppni á EM innanhúss sem fram fer í mars. Aðrir sem munu gera atlögu að lágmörkum fyrir EM á á Stórmóti ÍR eru Óðinn Björn Þorsteinsson úr ÍR í kúluvarpi, Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR í 60 metra hlaupi, Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA og Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR í 400 metra hlaupi, Þorsteinn Ingvarsson úr ÍR og Kristinn Torfason úr FH í langstökki, Einar Daði Lárusson úr ÍR í 60 metra grindahlaupi, Kristinn Þór Kristinsson úr HSK í 800 metra hlaupi og Krister Blær Jónsson úr ÍR í stangarstökki. Á mótinu verða í fyrsta skipti veittar viðurkenningar í öllum keppnisgreinum fyrir mestu framfarir. Nýtt mótaforrit Frjálsíþróttasambands Íslands gerir þetta mögulegt. Það verða því fjórir einstaklingar í flokkum 11 ára og eldri sem verða kallaðir til verðlaunaafhendingar eftir hverja keppnisgrein á Stórmóti ÍR um helgina, þrír bestu og svo sá sem bætti persónulegan árangur sinn mest. Mótið var fyrst haldið í tilefni af 90 ára afmæli ÍR árið 1997 og þá í gömlu Laugardalshöllinni sem alþjóðlegt boðsmót. Árið 2000 var mótið opnað fyrir almenna þátttöku og einnig fyrir yngri aldursflokka. Þá var keppendafjöldi 220. Frá árinu 2006 hefur mótið svo verið haldið við frábærar aðstæður í nýju Laugardalshöllinni/frjálsíþróttahöllinni. Þátttakendafjöldin hefur tvöfaldast á þeim tíu árum sem Stórmót ÍR hefur verið haldið í Laugardalshöll.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn