Steingrímur útilokar ný kvótalög á vorþingi Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2015 12:15 Sjávarútvegsráðherra segir „ólíka hagsmuni“ stjórnmálaflokkanna standa í vegi þess að hann leggi fram frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Sjávarútvegsráðherra segir ágreing milli stjórnmálaflokkanna helstu ástæðu þess að boðað frumvarp hans um stjórn fiskveiða hafi ekki litið dagsins ljós á Alþingi. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir sterk hagsmunaöfl berjast gegn öllum breytingum og það sé útilokað að ný fiskveiðilög verði samþykkt á vorþingi. Eitt af þeim stóru málum sem bíða ríkisstjórnarinnar er frumvarp um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra sagði í svari við fyrirspurn frá Jóni Þór Ólafssyni þingmanni Pírata á Alþingi í gær að hann væri að vinna að frumvarpi sem byggði á þremur stoðum sem sáttanefnd frá árinu 2010 ræddi um sem vísað væri til í stjórnarsáttmála. Sigurður Ingi sagði að ágætlega hafi tekist að ná samráðsskilningi meðal hagsmunaaðila og verkalýðshreyfingar um þá þrjá þætti að þjóðin væri eigandi auðlindarinnar, útgerðin búi við fyrirsjáanleika og stöðugleika og veiðigjöldin verði hluti af fiskveiðistjórnuninni. En þau hafa verið ákveðin frá ári til árs frá því þau voru fyrst lögð á. „Það er hins vegar engin launung á því að innan stjórnmálaflokkanna, og það kom berlega í ljós þegar ég var að kynna þetta fyrir stjórnarandstöðunni og auðvitað samstarfsflokknum, að þar eru ólíkir hagsmunir,“ sagði Sigurður Ingi á Alþingi í gær. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna og sjávarútvegasráðherra síðustu ríkisstjórnar segir ekki við stjórnarandstöðuna að sakast í þessum efnum. „Nei, ég held að það sé náttúrlega alveg á hreinu að ráðherrann og ríkisstjórnin geta ekki gert stjórnarandstöðuna ábyrga fyrir sínu eigin heimilisböli. Það er ósköp einfaldlega ljóst virðist vera að frumvarpið er strand og stjórnarflokkarnir koma sér ekki saman,“ segir Steingrímur. Stjórnarandstaðan hafi eðlilega fyrirvara á málum sem hún hafi ekki einu sinn séð og aðeins fengið munnlega kynningu á frá ráðherra. „Og ætli veruleikinn sé ekki sá og gamalkunnur að það eru náttúrlega voldug öfl sem vilja engar breytingar gera á þessu kerfi. Nema þá helst þær að lækka enn veiðigjöldin,“ segir Steingrímur. Þrátt fyrir þau ánægjulegu tíðindi að það stefni væntanlega í enn eitt metárið í íslenskum sjávarútvegi, sérstaklega hjá stóru útgerðarfyrirtækjunum í uppsjávartegundum. Steingrímur segir boltann algerlega hjá stjórnarflokkunum. Framsóknarflokkurinn hefur opnað fyrir að öll kvótaviðskipti fari fram á markaði og segir Steingrímur flokkinn jafnframt vera opnari fyrir því en Sjálfstæðisflokkinn að tillit verði tekið til byggðanna í kerfinu. Steingrímur segir útilokað að ný fiskveiðistjórnunarlög líti dagsins ljós á vorþingi og þar með áður en næsta fiskveiðiár hefst hinn 1. september. Breytingar sem þessar þurfi lengri tíma og vandaða umfjöllun. „Í ljósi reynslunnar. Við lentum auðvitað líka í þessu sem ríkisstjórn að vera að reyna að leggja fram frumvörp á útmánuðum og þau féllu á tíma. Þannig að ég tel að þessi vetur sé búinn hjá stjórninni og síðasta tilraun hennar til að gera eitthvað væri þá næsta haust,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir ágreing milli stjórnmálaflokkanna helstu ástæðu þess að boðað frumvarp hans um stjórn fiskveiða hafi ekki litið dagsins ljós á Alþingi. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir sterk hagsmunaöfl berjast gegn öllum breytingum og það sé útilokað að ný fiskveiðilög verði samþykkt á vorþingi. Eitt af þeim stóru málum sem bíða ríkisstjórnarinnar er frumvarp um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra sagði í svari við fyrirspurn frá Jóni Þór Ólafssyni þingmanni Pírata á Alþingi í gær að hann væri að vinna að frumvarpi sem byggði á þremur stoðum sem sáttanefnd frá árinu 2010 ræddi um sem vísað væri til í stjórnarsáttmála. Sigurður Ingi sagði að ágætlega hafi tekist að ná samráðsskilningi meðal hagsmunaaðila og verkalýðshreyfingar um þá þrjá þætti að þjóðin væri eigandi auðlindarinnar, útgerðin búi við fyrirsjáanleika og stöðugleika og veiðigjöldin verði hluti af fiskveiðistjórnuninni. En þau hafa verið ákveðin frá ári til árs frá því þau voru fyrst lögð á. „Það er hins vegar engin launung á því að innan stjórnmálaflokkanna, og það kom berlega í ljós þegar ég var að kynna þetta fyrir stjórnarandstöðunni og auðvitað samstarfsflokknum, að þar eru ólíkir hagsmunir,“ sagði Sigurður Ingi á Alþingi í gær. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna og sjávarútvegasráðherra síðustu ríkisstjórnar segir ekki við stjórnarandstöðuna að sakast í þessum efnum. „Nei, ég held að það sé náttúrlega alveg á hreinu að ráðherrann og ríkisstjórnin geta ekki gert stjórnarandstöðuna ábyrga fyrir sínu eigin heimilisböli. Það er ósköp einfaldlega ljóst virðist vera að frumvarpið er strand og stjórnarflokkarnir koma sér ekki saman,“ segir Steingrímur. Stjórnarandstaðan hafi eðlilega fyrirvara á málum sem hún hafi ekki einu sinn séð og aðeins fengið munnlega kynningu á frá ráðherra. „Og ætli veruleikinn sé ekki sá og gamalkunnur að það eru náttúrlega voldug öfl sem vilja engar breytingar gera á þessu kerfi. Nema þá helst þær að lækka enn veiðigjöldin,“ segir Steingrímur. Þrátt fyrir þau ánægjulegu tíðindi að það stefni væntanlega í enn eitt metárið í íslenskum sjávarútvegi, sérstaklega hjá stóru útgerðarfyrirtækjunum í uppsjávartegundum. Steingrímur segir boltann algerlega hjá stjórnarflokkunum. Framsóknarflokkurinn hefur opnað fyrir að öll kvótaviðskipti fari fram á markaði og segir Steingrímur flokkinn jafnframt vera opnari fyrir því en Sjálfstæðisflokkinn að tillit verði tekið til byggðanna í kerfinu. Steingrímur segir útilokað að ný fiskveiðistjórnunarlög líti dagsins ljós á vorþingi og þar með áður en næsta fiskveiðiár hefst hinn 1. september. Breytingar sem þessar þurfi lengri tíma og vandaða umfjöllun. „Í ljósi reynslunnar. Við lentum auðvitað líka í þessu sem ríkisstjórn að vera að reyna að leggja fram frumvörp á útmánuðum og þau féllu á tíma. Þannig að ég tel að þessi vetur sé búinn hjá stjórninni og síðasta tilraun hennar til að gera eitthvað væri þá næsta haust,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira