Töldu ólíklegt að málefnalegar umræður yrðu á fundi Pírata Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. febrúar 2015 17:46 Vísir/Vilhelm Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu ekki fulltrúa á málþing Pírata um sjávarútvegsmál eins og áður hafði verið auglýst. Ástæðan er sú að fulltrúar samtakanna töldu sig ekki geta átt málefnalega umræðu um sjávarútvegsmál við Ólaf Jónsson, eða Óla Ufsa eins og hann kallar sig, sem var meðal frummælenda á fundinum. „Við höfum mikinn áhuga á að tala um sjávarútveg en hinsvegar þótti okkur ólíklegt að það yrði mikið um málefnalegar samræður á þessum fundi,“ segir Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, um ástæður þess að fulltrúi samtakanna mætti ekki. Hún segir ástæðuna fyrir því helst vera vera Ólafs á fundinum. „Við töldum þetta ekki stuðla að málefnalegri umræðu sem viðkemur sjávarútvegi. Hvort sem er um að ræða sjálfbærni eða arðbærni í greininni,“ segir hún. Ólafur hefur gagnrýnt kvótakerfið harðlega í málflutningi sínum og segir samtökin hafi beitt ógnunum til að reyna að þagga niður í sér. Þetta segir hann í myndbandi sem hann hefur dreift á Facebook. Hann segir að Píratar hafi staðið í lappirnar og ekki látið ógna sér. „Við höfum mikinn áhuga á að heyra spurningar Pírata, þannig að við viljum halda opinn fund með þeim fljótlega, en okkur þótti þetta ekki líklegt til að skila málefnalegum umræðum,“ segir Karen.Björn Leví Gunnarsson, varaþingmaður Pírata.PíratarBjörn Leví Gunnarsson, varaþingmaður Pírata og einn þeirra sem stóðu að fundinum, segir að SFS hafi boðið þeim að koma á fund með fulltrúum samtakanna seinna. „Þau afboðuðu daginn fyrir og sögðust ekki vilja vera á pallborði með honum Ólafi. Þeim fannst eins og það væri verið að setja þau upp í einhverja gildru. En það var ekki markmiðið hjá okkur,“ segir hann. „Á móti fengum við þau til að bjóða okkur á annan fund.“ Hann segir þó fundinn hafi verið góðan. „Þetta var bara mjög góður fundur. Það var fullt af áhugaverðum spurningum og áhugaverðum svörum,“ segir hann og bætir við að framundan sé vinna við að kryfja svörin. „Eins og með allt annað eru það Píratar sem móta sér stefnu fyrir frambjóðendur. Þetta eru ekki píratar að búa til stefnu heldur erum við að safna upplýsingum til að meðlimir okkar geta samþykkt stefnu,“ segir Björn. Alþingi Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu ekki fulltrúa á málþing Pírata um sjávarútvegsmál eins og áður hafði verið auglýst. Ástæðan er sú að fulltrúar samtakanna töldu sig ekki geta átt málefnalega umræðu um sjávarútvegsmál við Ólaf Jónsson, eða Óla Ufsa eins og hann kallar sig, sem var meðal frummælenda á fundinum. „Við höfum mikinn áhuga á að tala um sjávarútveg en hinsvegar þótti okkur ólíklegt að það yrði mikið um málefnalegar samræður á þessum fundi,“ segir Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, um ástæður þess að fulltrúi samtakanna mætti ekki. Hún segir ástæðuna fyrir því helst vera vera Ólafs á fundinum. „Við töldum þetta ekki stuðla að málefnalegri umræðu sem viðkemur sjávarútvegi. Hvort sem er um að ræða sjálfbærni eða arðbærni í greininni,“ segir hún. Ólafur hefur gagnrýnt kvótakerfið harðlega í málflutningi sínum og segir samtökin hafi beitt ógnunum til að reyna að þagga niður í sér. Þetta segir hann í myndbandi sem hann hefur dreift á Facebook. Hann segir að Píratar hafi staðið í lappirnar og ekki látið ógna sér. „Við höfum mikinn áhuga á að heyra spurningar Pírata, þannig að við viljum halda opinn fund með þeim fljótlega, en okkur þótti þetta ekki líklegt til að skila málefnalegum umræðum,“ segir Karen.Björn Leví Gunnarsson, varaþingmaður Pírata.PíratarBjörn Leví Gunnarsson, varaþingmaður Pírata og einn þeirra sem stóðu að fundinum, segir að SFS hafi boðið þeim að koma á fund með fulltrúum samtakanna seinna. „Þau afboðuðu daginn fyrir og sögðust ekki vilja vera á pallborði með honum Ólafi. Þeim fannst eins og það væri verið að setja þau upp í einhverja gildru. En það var ekki markmiðið hjá okkur,“ segir hann. „Á móti fengum við þau til að bjóða okkur á annan fund.“ Hann segir þó fundinn hafi verið góðan. „Þetta var bara mjög góður fundur. Það var fullt af áhugaverðum spurningum og áhugaverðum svörum,“ segir hann og bætir við að framundan sé vinna við að kryfja svörin. „Eins og með allt annað eru það Píratar sem móta sér stefnu fyrir frambjóðendur. Þetta eru ekki píratar að búa til stefnu heldur erum við að safna upplýsingum til að meðlimir okkar geta samþykkt stefnu,“ segir Björn.
Alþingi Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira