Sport

Kolbeinn Höður bætti tæplega sjö ára Íslandsmet

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Höður Gunnarsson.
Kolbeinn Höður Gunnarsson. Vísir/Daníel
Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA setti nýtt Íslandsmet í 200 metra hlaupi innanhúss á Stórmóti ÍR í gær.

Kolbeinn Höður kom í mark á 21,64 sekúndum og bætti fjögurra ára Íslandsmet FH-ingsins Óla Tómasar Freyssonar.

Óli Tómas Freysson hljóp 200 metrana á 21,65 sekúndum 24. febrúar 2008 og var Íslandmetið hans því næstum orðið sjö ár gamalt.

Í öðru sæti varð Ívar Kristinn Jasonarson  úr ÍR á persónulegu meti (21,69 sekúndum) og þriðji var Ari Bragi Kárason úr FH á 22,11 sekúndum.  

Í 60 metra hlaupi síðar um daginn sigraði Ari Bragi á tímanum 7,00 sekúndum og Kolbeinn Höður varð annar á tímanum 7,01 sekúndum eða aðeins 1/100 úr sekúndu á eftir Ara.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×