Innlent

Vill vita hvernig ríkið getur birt gögn um endurreisn bankanna

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, vill að fjármálaráðherra upplýsi hvernig hægt væri að birta gögnin.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, vill að fjármálaráðherra upplýsi hvernig hægt væri að birta gögnin. Vísir/Valli
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, vill vita hvernig hægt væri að birta opinberlega gögn um endurreisn viðskiptabankanna eftir hrunið 2008. Hann hefur lagt fram fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, þess efnis á þingi.



Þingmaðurinn spyr um á grundvelli hvaða laga, reglna, úrskurða eða ákvarðana er hægt að birta opinberlega gögn hins opinbera sem vísað er til í skýrslu ráðherrans til alþingis um endurreisn bankanna.



Gögnin sem Jón Þór tiltekur í svarinu eru samningur um stofnfjármögnun, rammasamningur og samningur um útgáfu skuldabréfa, upphafleg skuldabréf, tryggingar, samningur um meðferð krafna um skulajöfnun og hluthafasamningur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×