Ráðherra segist hvorki hygla kjördæmi sínu né ættingjum fjármálaráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2015 19:15 Iðnaðarráðherra segist hvorki vera að hygla eigin kjördæmi né ættingjum fjármálaráðherra með ívilnanasamningi við Matorku. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir Matorku ekki treysta sér í þessa eins komma fjögurra milljarða fjárfestingu án ívilnana, sem séu mun minni en fullyrt hafi verið í umræðunni. Atvinnuveganefnd hefur nú frumvarp um ívilnanir til fyrirtækja til lokaafgreiðslu. En eftir að þau sjónarmið komu upp að samningurinn við Matorku gæti skekkt samkeppnisstöðu fyrirtækja í bleikjueldi ætlar nefndin að skoða málið betur. Það er því algerlega óljóst hvenær nefndin afgreiðir málið til lokaumræðu. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar nauðsynlegt að skoða málið í ljósi þess hvort ívilnun til Matorku gæti skekkt samkeppnisstöðu annarra fyrirtækja í bleikjueldi. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir samninginn við Matorku byggja á almennum reglum og sjálfsagt sé að nefndin skoði málið nánar. Vissulega komi til greina að setja takmarkanir í lögin sem yrðu þá að vera almennar. Nýlega hafi verð gagnrýnt að ekki hafi tekist að fá Apple til að byggja gagnaver á Íslandi. „Ef við gerum of háar og harðar takmarkanir á fyrir iðnað sem er starfandi fyrir í landinu gætum við t.d. misst af tækifærum í slíkum iðnaði,“ segir Ragnheiður Elín. Þá sé rangt að ívilnanir til Matorku geti orðið rúmar 700 milljónir. Þær geti mestar orðið um 425 milljónir auk allt að helmings af um 52 milljóna þjálfunarkostnaði fyrirtækisins. Allir samningar sem hún hafi gert byggi á almennum lögum nema sá sem fyrirrennari hennar Steingrímur J. Sigfússon gerði og hún undirritaði vegna Bakka. Þar hafi verið byggt á sérlögum.Þannig að það er ekki verið að hygla þarna fyrirtæki sem bæði hittist þannig á að er í þínu kjördæmi og er að hluta til í eigu ættingja fjármálaráðherra? „Svo sannarlega ekki og ég vil taka það skýrt fram að þær upplýsingar koma ekki inn á mitt borð. Ég vissi ekki hverjir ættu þetta fyrirtæki fyrr en ég las um það í fjölmiðlum,“ segir Ragnheiður Elín. En feðgarnir Einar Sveinsson og Einar Benediktsson frændur Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra eiga um 4 prósent í Matorku, að sögn Árna Páls Einarssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Matorka stefni á og hafi leyfi fyrir framleiðslu á allt að þrjú þúsund tonnum af laxfiskum og bleikja verði aðeins hluti framleiðslunnar en mikil eftirspurn sé eftir henni. Í dag er heildarframleiðsla á bleikju í landinu 3.000 til 3.500 tonn á ári og eru Íslendingar ráðandi á heimsmarkaðnum. „Við hörmum það mjög hversu neikvæð umfjöllunin hefur orðið um þetta annars stórskemmtilega verkefni á Reykjanesinu. Sem mun veita 45 ný störf á þessu svæði þar sem vantar dálítið af atvinnu,“ Segir Árni Páll Einarsson. Ef önnur fyrirtæki í fiskeldi vilji fá ívilnanir vegna sinnar starfsemi geti þau sótt um hana rétt eins og Matorka hafi gert. Alþingi Tækni Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Iðnaðarráðherra segist hvorki vera að hygla eigin kjördæmi né ættingjum fjármálaráðherra með ívilnanasamningi við Matorku. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir Matorku ekki treysta sér í þessa eins komma fjögurra milljarða fjárfestingu án ívilnana, sem séu mun minni en fullyrt hafi verið í umræðunni. Atvinnuveganefnd hefur nú frumvarp um ívilnanir til fyrirtækja til lokaafgreiðslu. En eftir að þau sjónarmið komu upp að samningurinn við Matorku gæti skekkt samkeppnisstöðu fyrirtækja í bleikjueldi ætlar nefndin að skoða málið betur. Það er því algerlega óljóst hvenær nefndin afgreiðir málið til lokaumræðu. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar nauðsynlegt að skoða málið í ljósi þess hvort ívilnun til Matorku gæti skekkt samkeppnisstöðu annarra fyrirtækja í bleikjueldi. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir samninginn við Matorku byggja á almennum reglum og sjálfsagt sé að nefndin skoði málið nánar. Vissulega komi til greina að setja takmarkanir í lögin sem yrðu þá að vera almennar. Nýlega hafi verð gagnrýnt að ekki hafi tekist að fá Apple til að byggja gagnaver á Íslandi. „Ef við gerum of háar og harðar takmarkanir á fyrir iðnað sem er starfandi fyrir í landinu gætum við t.d. misst af tækifærum í slíkum iðnaði,“ segir Ragnheiður Elín. Þá sé rangt að ívilnanir til Matorku geti orðið rúmar 700 milljónir. Þær geti mestar orðið um 425 milljónir auk allt að helmings af um 52 milljóna þjálfunarkostnaði fyrirtækisins. Allir samningar sem hún hafi gert byggi á almennum lögum nema sá sem fyrirrennari hennar Steingrímur J. Sigfússon gerði og hún undirritaði vegna Bakka. Þar hafi verið byggt á sérlögum.Þannig að það er ekki verið að hygla þarna fyrirtæki sem bæði hittist þannig á að er í þínu kjördæmi og er að hluta til í eigu ættingja fjármálaráðherra? „Svo sannarlega ekki og ég vil taka það skýrt fram að þær upplýsingar koma ekki inn á mitt borð. Ég vissi ekki hverjir ættu þetta fyrirtæki fyrr en ég las um það í fjölmiðlum,“ segir Ragnheiður Elín. En feðgarnir Einar Sveinsson og Einar Benediktsson frændur Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra eiga um 4 prósent í Matorku, að sögn Árna Páls Einarssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Matorka stefni á og hafi leyfi fyrir framleiðslu á allt að þrjú þúsund tonnum af laxfiskum og bleikja verði aðeins hluti framleiðslunnar en mikil eftirspurn sé eftir henni. Í dag er heildarframleiðsla á bleikju í landinu 3.000 til 3.500 tonn á ári og eru Íslendingar ráðandi á heimsmarkaðnum. „Við hörmum það mjög hversu neikvæð umfjöllunin hefur orðið um þetta annars stórskemmtilega verkefni á Reykjanesinu. Sem mun veita 45 ný störf á þessu svæði þar sem vantar dálítið af atvinnu,“ Segir Árni Páll Einarsson. Ef önnur fyrirtæki í fiskeldi vilji fá ívilnanir vegna sinnar starfsemi geti þau sótt um hana rétt eins og Matorka hafi gert.
Alþingi Tækni Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira