Útboðsgjald fyrir tollkvóta ólögmætur skattur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2015 13:14 Selecta á Íslandi er hluti af fyrirtækjaþjónustu Innes ehf. sem er ein af stærstu matvöruverslunum landsins. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í morgun upp dóma í þremur málum sem vörðuðu innflutning landbúnaðarafurða. Fyrirtækin Hagar, Sælkeradreifing og Innnes létu þar reyna á fyrirkomulag útboðs á tollkvótum fyrir búvörur og gjaldtöku fyrir þá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi atvinnurekenda en dóminn í heild sinni má sjá hér að neðan. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að útboðsgjaldið, sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra hefur innheimt fyrir innflutningskvóta á búvörum, sé ólögmætt og stangist á við stjórnarskrána. Dómurinn telur að útboðsgjaldið sé skattur í skilningi 40. og 77. greina stjórnarskrárinnar. Niðurstaða dómsins í öllum málunum er að „löggjafinn hafi í umræddu tilviki framselt ráðherra of víðtækt skattlagningarvald en slíkt er í andstöðu við 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar.“ Dómurinn fellst hins vegar ekki á það með stefnendum í málunum að álagning magntolls á vörur fluttar inn á svokölluðum WTO-tollkvótum sé ólögmæt. Þá telur dómurinn að þar sem gjaldtaka stjórnvalda hafi skilað sér í hærra verðlagi til neytenda, sé ekki hægt að fallast á kröfur stefnenda um endurgreiðslu hinna ólögmætu gjalda. „Við fögnum þessari niðurstöðu og teljum hana áfanga í að brjóta niður þetta kerfi tollverndar og skömmtunar sem hefur komið hart niður á neytendum,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda í tilkynningunni. „Málin ganga að öllum líkindum til Hæstaréttar, en þessi niðurstaða um ólögmæti útboðsgjaldsins er engu að síður svo afdráttarlaus að Alþingi verður þegar í stað að taka þetta löngu úrelta fyrirkomulag til endurskoðunar.“ Ólafur segir að niðurstaða dómsins um að útboðsgjaldinu hafi verið velt út í verðlagið staðfesti málflutning FA um að núverandi fyrirkomulag hækki að ósekju verð á innfluttum búvörum og bitni á hagsmunum neytenda. „Í dómunum felst að með ólögmætri skattlagningu hafi stjórnvöld valdið neytendum hundraða milljóna króna tjóni. Alþingi getur ekki skellt skollaeyrum við þeirri niðurstöðu. Það gengur ekki að neytendur séu áfram látnir borga ólöglegan skatt.“ Alþingi Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í morgun upp dóma í þremur málum sem vörðuðu innflutning landbúnaðarafurða. Fyrirtækin Hagar, Sælkeradreifing og Innnes létu þar reyna á fyrirkomulag útboðs á tollkvótum fyrir búvörur og gjaldtöku fyrir þá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi atvinnurekenda en dóminn í heild sinni má sjá hér að neðan. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að útboðsgjaldið, sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra hefur innheimt fyrir innflutningskvóta á búvörum, sé ólögmætt og stangist á við stjórnarskrána. Dómurinn telur að útboðsgjaldið sé skattur í skilningi 40. og 77. greina stjórnarskrárinnar. Niðurstaða dómsins í öllum málunum er að „löggjafinn hafi í umræddu tilviki framselt ráðherra of víðtækt skattlagningarvald en slíkt er í andstöðu við 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar.“ Dómurinn fellst hins vegar ekki á það með stefnendum í málunum að álagning magntolls á vörur fluttar inn á svokölluðum WTO-tollkvótum sé ólögmæt. Þá telur dómurinn að þar sem gjaldtaka stjórnvalda hafi skilað sér í hærra verðlagi til neytenda, sé ekki hægt að fallast á kröfur stefnenda um endurgreiðslu hinna ólögmætu gjalda. „Við fögnum þessari niðurstöðu og teljum hana áfanga í að brjóta niður þetta kerfi tollverndar og skömmtunar sem hefur komið hart niður á neytendum,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda í tilkynningunni. „Málin ganga að öllum líkindum til Hæstaréttar, en þessi niðurstaða um ólögmæti útboðsgjaldsins er engu að síður svo afdráttarlaus að Alþingi verður þegar í stað að taka þetta löngu úrelta fyrirkomulag til endurskoðunar.“ Ólafur segir að niðurstaða dómsins um að útboðsgjaldinu hafi verið velt út í verðlagið staðfesti málflutning FA um að núverandi fyrirkomulag hækki að ósekju verð á innfluttum búvörum og bitni á hagsmunum neytenda. „Í dómunum felst að með ólögmætri skattlagningu hafi stjórnvöld valdið neytendum hundraða milljóna króna tjóni. Alþingi getur ekki skellt skollaeyrum við þeirri niðurstöðu. Það gengur ekki að neytendur séu áfram látnir borga ólöglegan skatt.“
Alþingi Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira