Innlent

„Þetta er örugglega fertugsafmælisgjöf Sigmundar Davíðs“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Birgitta Jónsdóttir segir ríkisstjórnina grafa undan þingræðinu.
Birgitta Jónsdóttir segir ríkisstjórnina grafa undan þingræðinu. Vísir/Valli
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir það grafalvarlegt að ríkisstjórnin skuli hafa ákveðið að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB.

„Þarna sniðgengur ríkisstjórnin Alþingi og kippir úr sambandi þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi á sínum tíma. Þetta hlýtur því að setja allar aðrar þingsályktanir um alþjóðasamninga í mikið uppnám. Þetta grefur undan þingræðinu og ég skil bara ekki hvernig þeim dettur í hug að gera þetta. Þetta er örugglega fertugsafmælisgjöf Sigmundar Davíðs,“ segir Birgitta.


Tengdar fréttir

Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×