Framsókn og Sjálfstæðisflokkur sagðir ganga erinda styrkþega sinna á þingi Jakob Bjarnar skrifar 11. mars 2015 11:39 Björn Valur: Fyrirtækin geta gengið nánast út frá því vísu að þessir stjórnmálaflokkar munu gæta hagsmuna þeirra og jafnvel ganga erinda þeirra á þingi. Fyrirtæki í sjávarútvegi styrktu stjórnmálaflokkana um 16 milljónir króna fyrir síðustu Alþingiskosningar. 90 prósent þess fjár fór til Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. RÚV greinir frá þessu og ræðir við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, sem telur ekkert athugavert við þetta. Óhætt er að segja að Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, sé ekki á sama máli og Bjarni, Björn Valur segir þetta siðlaust og telur víst að verið sé að borga fyrir fyrirgreiðslu.Greiðsla til þingmanna svo þeir gæti sérhagsmuna Við bætist að sjávarútvegsfyrirtæki styrktu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins um rúmlega 7 milljónir í prófkjörum fyrir síðustu Alþingiskosningar. Frambjóðendur annarra flokka fengu ekkert. „Sko, það er alveg ljóst í mínum huga að ef fyrirtæki, hvort sem er í sjávarútvegi eða öðrum greinum, ákveða að leggja fé í ákveðna stjórnmálaflokka umfram aðra þá er það vegna þess að þeir vilja að þeir flokkar komist til valda og nái fram stefnumálum sínum. Það er ekki gert í þeim tilgangi að axla samfélagslega ábyrgð og styðja við eðlilega stjórnmálastafsemi í landinu. Þetta er nokkuð augljóst. Það má því segja að þessir styrkir séu greiðsla til þingmanna og stjórnmálaflokka, gegn gjaldi, sem felst þá í því að viðkomandi þingmenn og stjórnmálaflokkar gæti hagsmuna þeirra sem styrkja þá,“ segir Björn Valur í samtali við Vísi. Hafa gengið erinda styrktaraðila sinna Þó Björn Valur segi það ekki beinum orðum, þá er þetta skilgreining á mútustarfsemi til stjórnmálamanna. En, má ekki segja að þetta sé góð fjárfesting af hálfu sjávarútvegsins? „Það getur auðvitað verið það. Í þessu tilfelli, af því að við erum að ræða sjávarútveginn, þá er það nokkuð augljóst, finnst mér, að þessir tveir stjórnmálaflokkar sem tóku við þessum styrkjum umfram aðra flokka hafa hag af málatilbúnaði sínum og verkum á Alþingi. Til dæmis varðandi lækkun veiðigjalda, lækkun auðlegðarskatts, með þeim hætti síðan þeir komust til valda að jú, það má léttilega færa rök fyrir því að það sé.“Siðlaust af hálfu stjórnmálamanna Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tjáð sig um málið, snaggaralega á Facebooksíðu sinni, segir þetta „ótrúlega siðblindu“. Tekur þú undir það? „Já, ég tek undir það. Það er siðlaust af hálfu stjórnmálamanna. Að taka við peningum á þessum forsendum. Þegar þeir vita það að fyrirtækin eru að styðja þá gagngert; fyrirtækjunum líkar stefnumál þeirra, líkar pólitíkin þeirra og geta gengið nánast út frá því vísu að þessir stjórnmálaflokkar, stjórnmálamenn sem taka við peningum munu gæta hagsmuna þeirra og jafnvel ganga erinda þeirra á þingi. Það er siðlaust af þeirra hálfu að gera það, já.“ Víst er að Björn Valur sparar hvergi þung orð, en það er þá ekkert nýtt. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hugðist árið 2011, kæra Björn Val fyrir meiðyrði, einmitt vegna ummæla sem snéru að styrkjum til stjórnmálamanna. Alþingi Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Fyrirtæki í sjávarútvegi styrktu stjórnmálaflokkana um 16 milljónir króna fyrir síðustu Alþingiskosningar. 90 prósent þess fjár fór til Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. RÚV greinir frá þessu og ræðir við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, sem telur ekkert athugavert við þetta. Óhætt er að segja að Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, sé ekki á sama máli og Bjarni, Björn Valur segir þetta siðlaust og telur víst að verið sé að borga fyrir fyrirgreiðslu.Greiðsla til þingmanna svo þeir gæti sérhagsmuna Við bætist að sjávarútvegsfyrirtæki styrktu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins um rúmlega 7 milljónir í prófkjörum fyrir síðustu Alþingiskosningar. Frambjóðendur annarra flokka fengu ekkert. „Sko, það er alveg ljóst í mínum huga að ef fyrirtæki, hvort sem er í sjávarútvegi eða öðrum greinum, ákveða að leggja fé í ákveðna stjórnmálaflokka umfram aðra þá er það vegna þess að þeir vilja að þeir flokkar komist til valda og nái fram stefnumálum sínum. Það er ekki gert í þeim tilgangi að axla samfélagslega ábyrgð og styðja við eðlilega stjórnmálastafsemi í landinu. Þetta er nokkuð augljóst. Það má því segja að þessir styrkir séu greiðsla til þingmanna og stjórnmálaflokka, gegn gjaldi, sem felst þá í því að viðkomandi þingmenn og stjórnmálaflokkar gæti hagsmuna þeirra sem styrkja þá,“ segir Björn Valur í samtali við Vísi. Hafa gengið erinda styrktaraðila sinna Þó Björn Valur segi það ekki beinum orðum, þá er þetta skilgreining á mútustarfsemi til stjórnmálamanna. En, má ekki segja að þetta sé góð fjárfesting af hálfu sjávarútvegsins? „Það getur auðvitað verið það. Í þessu tilfelli, af því að við erum að ræða sjávarútveginn, þá er það nokkuð augljóst, finnst mér, að þessir tveir stjórnmálaflokkar sem tóku við þessum styrkjum umfram aðra flokka hafa hag af málatilbúnaði sínum og verkum á Alþingi. Til dæmis varðandi lækkun veiðigjalda, lækkun auðlegðarskatts, með þeim hætti síðan þeir komust til valda að jú, það má léttilega færa rök fyrir því að það sé.“Siðlaust af hálfu stjórnmálamanna Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tjáð sig um málið, snaggaralega á Facebooksíðu sinni, segir þetta „ótrúlega siðblindu“. Tekur þú undir það? „Já, ég tek undir það. Það er siðlaust af hálfu stjórnmálamanna. Að taka við peningum á þessum forsendum. Þegar þeir vita það að fyrirtækin eru að styðja þá gagngert; fyrirtækjunum líkar stefnumál þeirra, líkar pólitíkin þeirra og geta gengið nánast út frá því vísu að þessir stjórnmálaflokkar, stjórnmálamenn sem taka við peningum munu gæta hagsmuna þeirra og jafnvel ganga erinda þeirra á þingi. Það er siðlaust af þeirra hálfu að gera það, já.“ Víst er að Björn Valur sparar hvergi þung orð, en það er þá ekkert nýtt. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hugðist árið 2011, kæra Björn Val fyrir meiðyrði, einmitt vegna ummæla sem snéru að styrkjum til stjórnmálamanna.
Alþingi Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira