Kennir sex námskeið en fær ekki að greiða atkvæði í rektorskjöri sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. apríl 2015 13:00 Katrín Lilja var nemandi við Háskóla Íslands 2005-2014 og hefur frá árinu 2011 gegnt stöðu stundakennara. Stundakennarar við Háskóla Íslands eru undanskildir nær öllum réttindum sem aðrir starfsmenn og nemendur skólans hafa. Fá þeir til að mynda ekki atkvæðisrétt í rektorskjöri sem fram fer í dag, en stundakennarar sinna um þrjátíu prósent af allri kennslu skólans. Katrín Lilja Sigurðardóttir, stundakennari við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að endurskoða reglur skólans. Þær séu ósanngjarnar og eins og staðan sé núna séu skoðanir stundakennara einskis virði. Um sé að ræða vanþakklæti og vanvirðingu í garð stundakennara.Réttindaleysið ólöglegt „Ég er alveg viss um að þetta réttindaleysi sem við búum við sé ólöglegt. Þess vegna geri ég einfaldlega þær kröfur að þessu verði breytt. Það sem gerir þetta líka svo ósanngjarnt er að til dæmis nemandi á fyrsta ári, sem kannski er einungis skráður í einn áfanga, fær að kjósa en ekki við,“ segir Katrín Lilja í samtali við Vísi. Katrín hefur frá árinu 2011 gegnt stöðu stundakennara við skólann en þetta skólaár kennir hún sex námskeið og er skráð í kennslu í fjórum námskeiðum næstu önn. Starfshlutfall hennar fer oft vel yfir 100 prósent.„Kostar ekkert að hafa mig á kjörskrá“ „Það er reynt að ráða eins marga stundakennara og hægt er til að halda niðri kostnaði, því launin og annað eru umtalsvert lægri en hjá öðrum kennurum skólans. En það kostar skólann ekkert að hafa mig á kjörskrá. Þetta er bara afdráttarlaus vanvirðing og vanþakklæti í minn garð og allra sem eru í svipaðri stöðu,“ segir hún. Hún bætir því við að stundakennarar fái ekki mannsæmandi laun, ekki sumarfrí, fái ekki boð á árshátíð starfsmanna skólans, séu ekki í stéttarfélagi og hafi engan rétt til að semja um sín laun. Þá hafi stundakennarar ekki rétt á að verða veikir. Félag stundakennara við Háskóla Íslands, Hagstund, leitaði til umboðsmanns Alþingis árið 2013 og kvartaði yfir því að háskólinn mismunaði stundakennurum. Sögðu þeir í bréfi sínu að réttarstaða þeirra væri mjög takmörkuð og óljóst hvað varðai réttindi þeirra og skyldur. Umboðsmaður vísaði málinu til mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Katrín skrifaði færslu á Facebook um málið á föstudag, en hana má lesa hér fyrir neðan.Ég var nemandi við Háskóla Íslands árin 2005-2014. Síðan árið 2011 hef ég kennt sem stundakennari við skólann og með...Posted by Katrín Lilja Sigurðardóttir on 10. apríl 2015 Alþingi Tengdar fréttir Rektorskjör í HÍ: Ræða Jóns Atla Benediktssonar Ég þakka Stúdentaráði kærlega fyrir þennan málfund. Síðustu vikur hafa verið mjög skemmtilegar og lærdómsríkar. 11. apríl 2015 14:29 Rektorskjör fer fram í dag Nýr rektor verður að öllum líkindum kynntur í dag. 13. apríl 2015 09:53 Rektorskjör í HÍ: Ræða Guðrúnar Nordal Ég legg áherslu á að allar greinar búi við sambærileg skilyrði innan skólans og að þið stúdentar hafi jafna aðstöðu hvar sem þið eruð í skólanum. 10. apríl 2015 19:11 Rektorskjör í HÍ: Ræða Einars Steingrímssonar Það er rétt að taka fram í upphafi að ástæða þess að ég er ekki hér í dag er að Stúdentaráð hætti við að hafa þennan fund þegar ég var síðast á landinu -- til að hliðra til fyrir öðrum frambjóðanda. 8. apríl 2015 14:47 Steinunn Ólína flutti framboðsræðu til rektors Kappræður fóru fram á Háskólatorgi í hádeginu í dag þar sem frambjóðendurnir þrír sem sækjast eftir að gegna stöðu rektors fóru yfir málin. 8. apríl 2015 17:03 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Stundakennarar við Háskóla Íslands eru undanskildir nær öllum réttindum sem aðrir starfsmenn og nemendur skólans hafa. Fá þeir til að mynda ekki atkvæðisrétt í rektorskjöri sem fram fer í dag, en stundakennarar sinna um þrjátíu prósent af allri kennslu skólans. Katrín Lilja Sigurðardóttir, stundakennari við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að endurskoða reglur skólans. Þær séu ósanngjarnar og eins og staðan sé núna séu skoðanir stundakennara einskis virði. Um sé að ræða vanþakklæti og vanvirðingu í garð stundakennara.Réttindaleysið ólöglegt „Ég er alveg viss um að þetta réttindaleysi sem við búum við sé ólöglegt. Þess vegna geri ég einfaldlega þær kröfur að þessu verði breytt. Það sem gerir þetta líka svo ósanngjarnt er að til dæmis nemandi á fyrsta ári, sem kannski er einungis skráður í einn áfanga, fær að kjósa en ekki við,“ segir Katrín Lilja í samtali við Vísi. Katrín hefur frá árinu 2011 gegnt stöðu stundakennara við skólann en þetta skólaár kennir hún sex námskeið og er skráð í kennslu í fjórum námskeiðum næstu önn. Starfshlutfall hennar fer oft vel yfir 100 prósent.„Kostar ekkert að hafa mig á kjörskrá“ „Það er reynt að ráða eins marga stundakennara og hægt er til að halda niðri kostnaði, því launin og annað eru umtalsvert lægri en hjá öðrum kennurum skólans. En það kostar skólann ekkert að hafa mig á kjörskrá. Þetta er bara afdráttarlaus vanvirðing og vanþakklæti í minn garð og allra sem eru í svipaðri stöðu,“ segir hún. Hún bætir því við að stundakennarar fái ekki mannsæmandi laun, ekki sumarfrí, fái ekki boð á árshátíð starfsmanna skólans, séu ekki í stéttarfélagi og hafi engan rétt til að semja um sín laun. Þá hafi stundakennarar ekki rétt á að verða veikir. Félag stundakennara við Háskóla Íslands, Hagstund, leitaði til umboðsmanns Alþingis árið 2013 og kvartaði yfir því að háskólinn mismunaði stundakennurum. Sögðu þeir í bréfi sínu að réttarstaða þeirra væri mjög takmörkuð og óljóst hvað varðai réttindi þeirra og skyldur. Umboðsmaður vísaði málinu til mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Katrín skrifaði færslu á Facebook um málið á föstudag, en hana má lesa hér fyrir neðan.Ég var nemandi við Háskóla Íslands árin 2005-2014. Síðan árið 2011 hef ég kennt sem stundakennari við skólann og með...Posted by Katrín Lilja Sigurðardóttir on 10. apríl 2015
Alþingi Tengdar fréttir Rektorskjör í HÍ: Ræða Jóns Atla Benediktssonar Ég þakka Stúdentaráði kærlega fyrir þennan málfund. Síðustu vikur hafa verið mjög skemmtilegar og lærdómsríkar. 11. apríl 2015 14:29 Rektorskjör fer fram í dag Nýr rektor verður að öllum líkindum kynntur í dag. 13. apríl 2015 09:53 Rektorskjör í HÍ: Ræða Guðrúnar Nordal Ég legg áherslu á að allar greinar búi við sambærileg skilyrði innan skólans og að þið stúdentar hafi jafna aðstöðu hvar sem þið eruð í skólanum. 10. apríl 2015 19:11 Rektorskjör í HÍ: Ræða Einars Steingrímssonar Það er rétt að taka fram í upphafi að ástæða þess að ég er ekki hér í dag er að Stúdentaráð hætti við að hafa þennan fund þegar ég var síðast á landinu -- til að hliðra til fyrir öðrum frambjóðanda. 8. apríl 2015 14:47 Steinunn Ólína flutti framboðsræðu til rektors Kappræður fóru fram á Háskólatorgi í hádeginu í dag þar sem frambjóðendurnir þrír sem sækjast eftir að gegna stöðu rektors fóru yfir málin. 8. apríl 2015 17:03 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Rektorskjör í HÍ: Ræða Jóns Atla Benediktssonar Ég þakka Stúdentaráði kærlega fyrir þennan málfund. Síðustu vikur hafa verið mjög skemmtilegar og lærdómsríkar. 11. apríl 2015 14:29
Rektorskjör í HÍ: Ræða Guðrúnar Nordal Ég legg áherslu á að allar greinar búi við sambærileg skilyrði innan skólans og að þið stúdentar hafi jafna aðstöðu hvar sem þið eruð í skólanum. 10. apríl 2015 19:11
Rektorskjör í HÍ: Ræða Einars Steingrímssonar Það er rétt að taka fram í upphafi að ástæða þess að ég er ekki hér í dag er að Stúdentaráð hætti við að hafa þennan fund þegar ég var síðast á landinu -- til að hliðra til fyrir öðrum frambjóðanda. 8. apríl 2015 14:47
Steinunn Ólína flutti framboðsræðu til rektors Kappræður fóru fram á Háskólatorgi í hádeginu í dag þar sem frambjóðendurnir þrír sem sækjast eftir að gegna stöðu rektors fóru yfir málin. 8. apríl 2015 17:03